Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 63

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 63
HEILBRIGÐISMÁL Kennsla á gönguskíöum á golfvelli Húsavíkur á vegum Heilsuefllngar. Á annaö hundr- aö manns nutu kennslu, veitinga og veöurblíöu í febrú- ar. Ljósm. Sævar Haröarson. Samstarf er við heilsugæslustöð í Habo í Svíþjóð þar sem fram fer hóprannsókn á lífsháttum og líðan. Notuð eru gögn þaðan, einkum spurningalistar sem hafa verið þýddir og er samanburður á niður- stöðum því mögulegur. Akvörðun um verkefnaval er í höndum heimamanna og verkefni í bæjunum eru skipulögð í samráði við verkefnisstjóm. Skipta má verkefnunum í fimm flokka: 1. Heilsuefling á heilsugœslustöð Hópar fólks eru boðaðir til viðtals og skoðunar á heilsugæslustöð, til dæmis í tengslum við námskeið. Notaðir eru spumingalistar um lífs- hætti og líðan. Hóprannsókn hjá ákveðnum ald- urshópi bæjarbúa. Stuðst er við fyr- irmynd og mælitæki frá Habo. Til dæmis fór nú af stað á Húsa- vík rannsókn á hópi Húsvíkinga sem eru fæddir á árunum 1955 til 1959. Hver og einn kemur í viðtal og skoðun til hjúkrunarfræðings, læknis og tannlæknis. Notaðir eru spumingalistar þar sem spurt er um líðan og lífshætti, mældir líkamlegir þættir eins og blóðþrýstingur, blóð- fitu og fleira auk þess sem skoðun á tannheilsu fer fram. Þessum ein- staklingum er síðan fylgt eftir með skoðun eftir eitt til fimm ár. Sérstakir opnir tímar fyrir mæl- ingar og ráðgjöf á heilsugæslustöð. 2. Heilsuefling á vinnustöðum Samstarf starfsmanna, stéttarfé- laga, vinnuveitenda, heilsugæslu, bæjarfélags, íþróttafélaga og fleiri aðila. Námskeið fyrir starfsmenn. Fræðsla, mælingar á blóðþrýstingi og þoli, sjálfsmat á líðan og lífshátt- um, ráðleggingar um líkamsbeitingu og ráðgjöf um hreyfingu. Til dæmis voru haldin nokkur námskeið fyrir bæjarstarfsmenn í Hafnarfirði í haust og nú í febrúar hófst samstarf við nokkra vinnustaði í Hornafirði þar sem blandað er saman með svipuðum hætti og í Hafnarfirði fræðslu um Iífshætti, mat á líkamlegu ástandi og sérstakri fræðslu um líkamsbeitingu. 3. Heilsuefling í skólum Valgrein um heilsueflingu í grunnskóla. Þemavika um heilsueflingu í grunnskóla. Fræðsla um mataræði til nem- enda, kennara og foreldra í sam- vinnu við Manneldisráð. Fræðsla um varnir gegn neyslu tóbaks, áfengis og vímuefna. Aukið vægi heilsueflingar í kennslu í íþróttum, heimilisfræði, líffræði og fleiri greinum. Aukin samvinna kennara, nem- enda, heilsugæslu, bæjarfélags og félaga. 4. Heilsuefling fyrir almenning Almenningshlaup í samvinnu við UMFI og Iþróttir fyrir alla sum- arið 1994. Fyrirhugað almennings- hlaup haustið 1995. Göngu- og skokkhópar. Sam- starf heilsugæslu, íþróttafélags og bæjar. Til dæmis hafa verið settir á laggirnar gönguhópar í Hornafirði og til stendur að setja af stað slíkan hóp í Hafnarfirði í tengslum við heilsueflinguna þar. í Hveragerði hefur verið stofnuð almennings- íþróttadeildin Heilsubót. Fræðsla í fjölmiðlum. Fréttir og fræðsla í staðbundnum blöðum, út- varpi og sjónvarpi. Atak um lleiri reyklausa vinnu- staði. Samstarf við bæ og krabba- meinsfélag. 57 L

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.