Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 67

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 67
ERLEND SAMSKIPTI verða loftmengun af völdum um- ferðar, verndun neysluvatns, endur- vinnsla úrgangsefna og stuðningur Evrópusambandsins við aðgerðir sveitarfélaga til umhverfisverndar. Titlar tveggja síðustu erindanna láta kunnuglega í eyrum, en þeir nefnast Framkvæmdir í umhverfismálum til öndvegis þrátt fyrir tóma sveitar- sjóði og Flugsum um heiminn en framkvæmum heima. Ráðstefnan fer fram á þýsku og að nokkru leyti á ensku. Þátttökugjald er 18.000 krónur en 9.000 krónur fyrir hvem þátttakanda sem er umfram þann fyrsta frá sama sveitarfélagi eða sömu stofnun. Eyðublöð undir þátttökutilkynn- ingu eru fáanleg á skrifstofu sam- bandsins. Norrænt vinabæjamól í Lahti í Finnlandi 9.—11. ágúsl Næsta norræna vinabæjamót verður haldið í bænum Lahti í Finn- landi, vinabæ Akureyrar, dagana 9.-11. ágúst nk. í boði Norræna fé- lagsins í Finnlandi og borgarinnar Lahti í tilefni af 90 ára afmæli borg- arinnar. Til mótsins eru boðaðir fulltrúar frá þeim 900 sveitarfélögum, sem aðild eiga að vinabæjakeðjum, full- trúar deilda norrænu félaganna og æskulýðs-, menningar-, íþrótta- og átthagafélaga í þeim bæjum. Umræðuefni ráðstefnunnar eru m.a. spumingar sem þessar: Hverrar framtíðar geta strjálustu byggðimar á Norðurlöndum vænst í sameinaðri Evrópu? Hvaða möguleika eiga litlu samfélögin á að komast af í framtíð- inni? Er unnt að flytja út til annarra Evrópulanda þá samfélagshætti og það lýðræðisskipulag sem mótast hefur í sveitarstjórnarkerfi Norður- landa? Einnig verður rætt um nándar- reglu Evrópusambandsins og gildi hennar fyrir Norðurlönd. Meðal annarra umræðuefna er hlutverk sveitarfélaga og félagasam- taka í því að skapa frjótt og hlýlegt bæjarlíf. Meðal framsögumanna um það efni er Ingólfur Armannsson, menningarfulltrúi Akureyrarbæjar. Öll Norðurlandamálin nema ís- lenska em gjaldgeng á mótinu. Þátttökugjaldið er tæplega 9.000 íslenskar krónur. Gisting kostar 4.500-5.000 krónur á sólarhring. Þátttaka óskast tilkynnt fyrir 31. maí. Norræn ráðstefna um skóla framtíðarinnar 27.-29. ágúst FREMTIDENS SK0LE ■gJlif - en lœrende organisation Kennaraháskólinn í Danmörku efnir til norrænnar ráðstefnu um skóla framtíðarinnar í Nyborg Strand á Fjóni dagana 27,- 29. ágúst nk. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við alþjóðlega stofnun um breyting- ar á fræðslu, International Move- ment Towards Educational Change, skammstöfuð IMTEC. Henni var komið á fót á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og starfar undir forustu Norðmannsins Per Dalin og hefur aðsetur í Ósló. Ráðstefnan fer fram jöfnum höndum með fyrirlestrum og hóp- vinnu. Meðal fyrirlesara eru áður- nefndur Per Dalin, sem talar um „Draumsýn dagsins - raunveruleika morgundagsins, skóla 21. aldarinn- ar“, Tor Nörretranders, margverð- launaður bókahöfundur, sem talar um efnið „Heimurinn stækkar", Mats Ekholm, prófessor í uppeldis- fræði við háskólana í Gautaborg og Karlstad í Svíþjóð, og Karen Sea- shore Louis, prófessor við Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum. Allir annast þeir rannsóknir á skóla- starfi. í umræðuhópum verður m.a. rætt um stjórnun skóla, mat á námsár- angri, um skólann í samfélaginu og um samstarf skólans út á við. Með ráðstefnuhaldinu er stefnt að því að leiða saman norræna kenn- ara, stjómendur skóla, námsráðgjafa og skólayfirvöld til þess að ræða breytingar og þróun í skólamálum. Þátttakendur eiga þess kost að kynna tiltekin verkefni sem unnið er að í skólastarfi á Norðurlöndum en óskir um slíkt þurfa að berast fyrir 28. apríl. Tilkynningar um þátttöku ber einnig að senda fyrir þann tíma. í kynningarbæklingi um ráðstefn- una er ýjað að því að hér gæti orðið um að ræða fyrstu ráðstefnuna af fleirum sem á eftir kæmu þar sem norrænir skólafrömuðir bæru saman bækur sínar um breytingar á skóla- starfinu. Þátttökugjald er um 20 þús. danskar krónur og gisti- og uppi- haldskostnaður annað eins. Eyðublað undir þáttlökutilkynn- ingu fæst á skrifstofu sambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.