Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Qupperneq 67
ERLEND SAMSKIPTI
verða loftmengun af völdum um-
ferðar, verndun neysluvatns, endur-
vinnsla úrgangsefna og stuðningur
Evrópusambandsins við aðgerðir
sveitarfélaga til umhverfisverndar.
Titlar tveggja síðustu erindanna láta
kunnuglega í eyrum, en þeir nefnast
Framkvæmdir í umhverfismálum til
öndvegis þrátt fyrir tóma sveitar-
sjóði og Flugsum um heiminn en
framkvæmum heima.
Ráðstefnan fer fram á þýsku og
að nokkru leyti á ensku.
Þátttökugjald er 18.000 krónur en
9.000 krónur fyrir hvem þátttakanda
sem er umfram þann fyrsta frá sama
sveitarfélagi eða sömu stofnun.
Eyðublöð undir þátttökutilkynn-
ingu eru fáanleg á skrifstofu sam-
bandsins.
Norrænt vinabæjamól
í Lahti í Finnlandi
9.—11. ágúsl
Næsta norræna vinabæjamót
verður haldið í bænum Lahti í Finn-
landi, vinabæ Akureyrar, dagana
9.-11. ágúst nk. í boði Norræna fé-
lagsins í Finnlandi og borgarinnar
Lahti í tilefni af 90 ára afmæli borg-
arinnar.
Til mótsins eru boðaðir fulltrúar
frá þeim 900 sveitarfélögum, sem
aðild eiga að vinabæjakeðjum, full-
trúar deilda norrænu félaganna og
æskulýðs-, menningar-, íþrótta- og
átthagafélaga í þeim bæjum.
Umræðuefni ráðstefnunnar eru
m.a. spumingar sem þessar: Hverrar
framtíðar geta strjálustu byggðimar
á Norðurlöndum vænst í sameinaðri
Evrópu? Hvaða möguleika eiga litlu
samfélögin á að komast af í framtíð-
inni? Er unnt að flytja út til annarra
Evrópulanda þá samfélagshætti og
það lýðræðisskipulag sem mótast
hefur í sveitarstjórnarkerfi Norður-
landa?
Einnig verður rætt um nándar-
reglu Evrópusambandsins og gildi
hennar fyrir Norðurlönd.
Meðal annarra umræðuefna er
hlutverk sveitarfélaga og félagasam-
taka í því að skapa frjótt og hlýlegt
bæjarlíf. Meðal framsögumanna um
það efni er Ingólfur Armannsson,
menningarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Öll Norðurlandamálin nema ís-
lenska em gjaldgeng á mótinu.
Þátttökugjaldið er tæplega 9.000
íslenskar krónur. Gisting kostar
4.500-5.000 krónur á sólarhring.
Þátttaka óskast tilkynnt fyrir 31.
maí.
Norræn ráðstefna um
skóla framtíðarinnar
27.-29. ágúst
FREMTIDENS SK0LE
■gJlif - en lœrende organisation
Kennaraháskólinn í Danmörku
efnir til norrænnar ráðstefnu um
skóla framtíðarinnar í Nyborg
Strand á Fjóni dagana 27,- 29. ágúst
nk. Ráðstefnan er haldin í samstarfi
við alþjóðlega stofnun um breyting-
ar á fræðslu, International Move-
ment Towards Educational Change,
skammstöfuð IMTEC. Henni var
komið á fót á vegum Efnahags- og
framfarastofnunarinnar (OECD) og
starfar undir forustu Norðmannsins
Per Dalin og hefur aðsetur í Ósló.
Ráðstefnan fer fram jöfnum
höndum með fyrirlestrum og hóp-
vinnu. Meðal fyrirlesara eru áður-
nefndur Per Dalin, sem talar um
„Draumsýn dagsins - raunveruleika
morgundagsins, skóla 21. aldarinn-
ar“, Tor Nörretranders, margverð-
launaður bókahöfundur, sem talar
um efnið „Heimurinn stækkar",
Mats Ekholm, prófessor í uppeldis-
fræði við háskólana í Gautaborg og
Karlstad í Svíþjóð, og Karen Sea-
shore Louis, prófessor við
Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum.
Allir annast þeir rannsóknir á skóla-
starfi.
í umræðuhópum verður m.a. rætt
um stjórnun skóla, mat á námsár-
angri, um skólann í samfélaginu og
um samstarf skólans út á við.
Með ráðstefnuhaldinu er stefnt að
því að leiða saman norræna kenn-
ara, stjómendur skóla, námsráðgjafa
og skólayfirvöld til þess að ræða
breytingar og þróun í skólamálum.
Þátttakendur eiga þess kost að
kynna tiltekin verkefni sem unnið er
að í skólastarfi á Norðurlöndum en
óskir um slíkt þurfa að berast fyrir
28. apríl. Tilkynningar um þátttöku
ber einnig að senda fyrir þann tíma.
í kynningarbæklingi um ráðstefn-
una er ýjað að því að hér gæti orðið
um að ræða fyrstu ráðstefnuna af
fleirum sem á eftir kæmu þar sem
norrænir skólafrömuðir bæru saman
bækur sínar um breytingar á skóla-
starfinu.
Þátttökugjald er um 20 þús.
danskar krónur og gisti- og uppi-
haldskostnaður annað eins.
Eyðublað undir þáttlökutilkynn-
ingu fæst á skrifstofu sambandsins.