Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 4

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 4
FORUSTUGREIN Merk tímamót Hinn 1. ágúst nk. koma grunnskólalögin, sem sam- þykkt voru í byrjun árs 1995, að fullu til framkvæmda. A síðasta Alþingi voru samþykkt lög um lífeyris- og ráðningarréttindi kennara og skólastjórnenda svo og breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og á lögum um skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfé- laga, en samkvæmt grunnskólalögunum var það for- senda þess að lögin öðluðust gildi. Ennfremur hefur náðst fullt samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um flutning alls reksturs grunnskólans til sveitarfélaga, enda var búið að fullnægja þeim fyrirvör- um sem XV. landsþing sambandsins, sem haldið var á Akureyri 31. ágúst- 2. september 1994, hafði á yfirtök- unni. Þeir voru að flutningur tekjustofna til sveitarfélag- anna væri í samræmi við aukin verkefni, að vanda sveit- arfélaga, sem yfirtaka hlutfallslega háan grunnskóla- kostnað miðað við tekjur, yrði mætt með jöfnunarað- gerðum og að fullt samkomulag næðist milli ríkis, sveit- arfélaga og stéttarfélaga kennara um kjara- og réttinda- mál kennara, þ.m.t. lífeyrisréttindi. Margar ástæður eru fyrir þessum verkefnaflutningi. Sveitarfélögin hafa mikla reynslu af rekstri grunnskóla, ýmist ein sér eða fleiri saman. Sú verkaskipting milli rfkis og sveitarfélaga, sem verið hefur, var til þess fallin að valda erfiðleikum sem gátu komið niður á skólastarf- inu. Eðlilegt er að einn og sami aðili beri óskipta ábyrgð á rekstri grunnskólans. Slíkt fyrirkomulag stuðlar að skilvirkari vinnubrögðum en nú er, sem hlýtur að vera jákvætt fyrir skólahaldið á allan hátt. Síðast en ekki síst er flutningur alls reksturs grunnskólans frá ríki til sveit- arfélaga mikilvægur liður í að efla sveitarstjómarstigið og auka sjálfstæði sveitarfélaga. Það gerist m.a. með því að færa fleiri verkefni í hendur heimamanna, sem er rétt að þeir stjórni vegna þekkingar sinnar á staðbundnum þörfum og aðstæðum. Sveitarfélögin hafa á liðnum áratugum haft frum- kvæði að uppbyggingu grunnskólans í landinu og á sama tíma annast og kostað allan almennan rekstur skól- ans. Um langan tíma fram til ársins 1990 greiddu þau allt viðhald grunnskólanna og helming stofnkostnaðar og frá 1990 hafa þau borið báða þessa kostnaðarþætti að fullu. Ríkið hefur á hinn bóginn greitt laun kennara, rek- ið sérskóla, fræðsluskrifstofur og Námsgagnastofnun og haft umsjón og eftirlit með starfsemi grunnskólans í samræmi við lög og reglugerðir. Málefni grunnskólans hafa víða verið forgangsverkefni sveitarfélaga. Þau hafa á undanfömum árum byggt vandað grunnskólahúsnæði víðs vegar um landið og bætt aðbúnað skólahúsnæðis með margvíslegum hætti. Þann 4. mars sl. var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um flutning tekjustofna frá ríki til sveit- arfélaga í tengslum við yfirtöku sveitarfélaga á öllum rekstri grunnskólans. Þetta samkomulag tryggir að sveit- arfélögin fái nægar tekjur til að standa undir þeim grunn- skólaverkefnum sem þau yfirtaka af ríkinu, þ.á m. aukn- um rekstrarkostnaði vegna einsetningar og fjölgunar kennslustunda. Jafnframt mun ríkissjóður leggja fram á næstu fimm árum 1325 millj. kr. til stuðnings stofn- kostnaðarframkvæmdum vegna grunnskólans og 810 millj. kr. lögbundið framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga næstu sex ár til Lánasjóðs sveitarfélaga rennur til sömu framkvæmda eða samtals 2135 millj. kr. I þessu samkomulagi er einnig gert ráð fyrir að hluti útsvarsins fari í jöfnunarsjóð til þess að jafna kennslu- kostnað, þannig að sveitarfélögin hafi sömu möguleika til að veita öllum grunnskólanemendum lögbundna þjón- ustu án tillits til búsetu þeirra. Sveitarfélögin hafa á undanfömum mánuðum unnið umfangsmikið undirbúningsstarf vegna yfirtöku grunn- skólans. Til að undirbúa yfirfærsluna sem allra best og tímanlegast hafa þau ráðið starfsfólk til að vinna að þess- um verkefnum og jafnframt unnið að færslu verkefna fræðsluskrifstofa til skólamálaskrifstofa sveitarfélag- anna. Yfirfærsla alls reksturs grunnskólans frá ríki til sveit- arfélaga markar merk tímamót. Um er að ræða viða- mesta og mikilvægasta verkefnaflutning frá ríki til sveit- arfélaga fyrr og síðar. Allt undirbúningsstarf sveitarfé- laga vegna málsins svo og frammistaða þeirra í málefn- um grunnskólans á undanförnum áratugum sýnir að sveitarfélögunum er fullkomlega treystandi til að bera ábyrgð á framtíð grunnmenntunar allra barna í landinu. Vilhjálmur Þ. Villijálmsson 66

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.