Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 7
FRÆÐSLUMÁL skóla, ef ósk kæmi fram um það frá sveitarfélögunum eða félögum kennara eða hvorum tveggja. Var hvað eftir annað spurt, hvort í þessu fælist ekki brigð við kennara af hálfu ríkisvaldsins, sem myndi ein- hliða eða að ósk sveitarfélaga svipta þá réttindum. Ég kvað svo ekki vera eða mundu verða. Reyndin varð einnig sú. Ný lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna voru samþykkt á Alþingi, án þess að einu orði yrði breytt í frumvarpinu um réttindi og skyldur kennara og skólastjómenda í grunnskóla. I bréfi frá 21. mars 1996 frá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, sem er undirritað af formanni þess og fram- kvæmdastjóra, kemur fram, að sambandið fallist á „að þegar samningsumboð við grunnskólakennara er komið til sveitarfélaganna, verði kennurum heimilt að segja upp kjarasamningum, verði gerðar breytingar með lög- um, á réttindum þeirra og skyldum, í andstöðu við sam- tök kennara.“ Jafnframt segir í þessu bréfi, sem má rekja beint til fyrrnefndra orða í greinargerð með lagafrum- varpinu um réttindi og skyldur kennara og skólastjóm- enda við grunnskóla, að uppsögn samninga skuli þá miðast við gildistöku nýrra laga og að tilkynning skuli hafa borist Sambandi íslenskra sveitarfélaga eigi síðar en einum mánuði eftir gildistöku nýrra laga og uppsagn- arfrestur sé þrír mánuðir. Úrsögn úr verkefnisstjórn Hinn 16. febrúar barst menntamálaráðuneytinu bréf eða yfirlýsing undirrituð af formanni Kennarasambands Islands og Hins íslenska kennarafélags. Fyrirsögn á þessu skjali er eftirfarandi: Yfirfærsla grunnskólans í uppnámi vegna alvarlegrar atlögu að réttindum opin- berra starfsmanna. Þar mótmæla félögin frumvarpsdrög- um um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, um Lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna og um samskiptareglur á vinnumarkaði. I lok skjalsins segir: „Kennarafélögin hafa því, að svo komnu máli, ákveðið að draga sig út úr öliu samstarfi um flutning grunnskólans til sveitarfélaga og lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum. Verði af flutningi við þessar kringumstæður er það í fullri andstöðu við kenn- arafélögin sem líta svo á að þar með séu kjarasamningar lausir 1. ágúst næstkomandi." Hinn 21. febrúar svaraði ég þessari yfirlýsingu og segir meðal annars í því bréfi: „Með hliðsjón af hinu góða samstarfi, sem tekist hefur rnilli menntamálaráðu- neytis og fulltrúa kennarafélaganna vegna flutnings grunnskólans, er ástæða til að harma þessa ákvörðun kennarafélaganna. Af hálfu ráðuneytisins er ítrekaður margyfirlýstur vilji þess til samráðs og samstarfs við kennarafélögin um flutning grunnskólans og önnur mál- efni. Ráðuneytið mun áfram vinna í samræmi við ákvæði laga um grunnskóla." Þama kemur fram, að brotthvarf kennara úr verkefnis- stjóm og öðmm nefndum, sem unnu að flutningi grunn- skólans, myndi ekki leiða til stöðvunar á starfi annarra að málinu. Almennar umræður um réttindamál ríkisstarfsmanna leiddu í ljós, að fulltrúar kennara lögðu höfuðáherslu á frumvarp til laga um lífeyrismál, þegar þeir ræddu um stöðu sína og brotthvarf úr samstarfi um flutning grunn- skólans. Kom þetta meðal annars fram í máli Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Islands, á fundi með ráðherrum skömmu eftir að kennarar slitu samstarf- inu. Þegar frumvarpið um réttindi og skyldur kennara og skólastjómenda grunnskóla var til umræðu á Alþingi 14. mars 1996, lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra yfir því, að ríkisstjórnin myndi ekki reyna að þvinga fram, að frumvarp um lífeyrismálin yrði afgreitt á því þingi, sem þá sat, þess vegna ætti það ekki að vera þröskuldur í vegi þess, að grunnskólinn flyttist. Hinn 18. mars samþykkti fulltrúaráð Kennarasam- bands Islands ályktun í tilefni af þessari yfirlýsingu for- sætisráðherra og samþykkti aðild fulltrúa sambandsins að vinnu við flutning grunnskólans, enda yrðu aðilar sammála um forsendur, sem fundurinn ítrekaði. Var ósk- að eftir svörum ríkisstjómarinnar og Sambands íslenskra sveitarafélaga um þessar forsendur. Svaraði sambandið með bréfi dagsettu 21. mars, sem vísað er til hér að fram- an. Forsætisráðherra svaraði fyrir hönd ríkisstjómarinnar 26. mars. Það svar dugði kennarasamtökunum þó ekki. Stjórnir þeirra komu hins vegar saman til fundar hinn 16. aprfi 1996 og samþykktu þá, að fulltrúar kennara hæfu aftur vinnu í nefndum vegna flutnings grunnskólans. Sagði Eiríkur Jónsson, að á fundi í samráðsnefnd um endur- skoðun laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hefði verið staðfest, að nefndin myndi vinna að lífeyrismálum í samræmi við yfirlýsingar forsætisráðherra á fundi með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar 10. aprfi. Samkomulag um kostnaöarskiptingu A þeim tveimur mánuðum, sem kennarar voru utan samvinnunnar um flutning grunnskólans, unnu fulltrúar ríkis og sveitarfélaga hörðum höndum að því að ná sam- komulagi um fjárhagslega hlið málsins. Kostnaðamefndin skilaði mértillögum sínum 13. febr- úar 1996. Urðu nefndarmenn sammála um mat á kostn- aði vegna þeirra verkefna, sem færðust frá ríki til sveitar- félaga og flutning tekjustofna frá ríki til sveitarfélaga til að mæta þeim kostnaði. Fulltrúi sveitarfélaganna í nefndinni taldi þó, að annar kostnaður við framkvæmd grunnskólalaga mundi auka útgjöld þeirra frá því, sem nú væri, og þann kostnað yrði einnig að bæta sveitarfé- lögunum. Til þess að komast að endanlegri niðurstöðu um kostn- aðarþáttinn lagði verkefnisstjórn til við mig að tillögu fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, að skipuð yrði sérstök samninganefnd með þremur fulltrúum ríkisins og þremur fulltrúum sveitarfélaganna. Komst nefndin að

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.