Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 9
FRÆÐSLUMÁL
fræðsluskrifstofa. Grunnskólalögin hafa engin ákvæði
um það efni og menntamálaráðuneytið hefur ekki gefið
nein fyrirmæli um það. Ætla sveitarstjórnir sér að fara
mismunandi leiðir í þessu efni.
Verkefnisstjórn lýkur störfum
Hinn 26. apríl 1996, tíu mánuðum eftir að hún var
skipuð, kom verkefnisstjómin saman til síns 40. og síð-
asta formlega fundar. Var þá endanlega gengið frá bréfi
hennar til mín þar sem segir meðal annars:
„Undirnefndir hafa skilað skýrslum og tillögum,
nauðsynleg lagafrumvörp vegna flutningsins em komin
fram, reglugerðir sem snerta flutninginn beint eru ýmist
frágengnar eða komnar lil umsagnar, sveitarfélög hafa
skipulagt sérfræðiþjónustu við grunnskóla og eru að
ráða starfsfólk á skólamálaskrifstofur og ýmsum fram-
kvæmdamálum varðandi flutninginn hefur verið komið í
ákveðinn farveg.
Eitt þeirra verkefna sem verkefnisstjórn var falið var
að fjalla um ágreiningsefni sem ekki næðist samkomu-
lag um í undirhópum. Verkefnisstjórn telur sig hafa
leyst úr öllum slíkum málum á viðunandi hátt....
Ljóst er að enn þarf að fylgja ýmsum málum eftir en
verkefnisstjóm telur eðlilegt að það sé gert á þeirn vett-
vangi sem eðli máls krefst hverju sinni. Þeir aðilar sem
fulltrúa hafa átt í verkefnisstjóminni geta hver um sig átt
frumkvæði að frekara samstarfi og myndað nýjan sam-
starfsvettvang innbyrðis og við aðra ef þörf krefur.
Verkefnisstjórn lítur svo á að undirbúningur að flutn-
ingi grunnskólans sé kominn á það stig að ekki verði
aftur snúið. Verkefnisstjómin er sammála um að komið
sé að þátttaskilum í vinnunni við flutning grunnskólans
og telur því rétt að hún láti af störfum."
Raunar lá sú niðurstaða, sem lýst er í þessu bréfi, fyrir
10. apríl eða í þann mund, sem kennarar ákváðu að
ganga aftur til samstarfs á vettvangi verkefnisstjórnar-
innar. Hún kom hins vegar saman að nýju með þátttöku
fulltrúa kennara og ritar hann undir þetta bréf ásamt öðr-
um.
Með bréfi hinn 10. maí 1996 þakka ég verkefnisstjóm
prýðileg störf hennar og vitna til orða minna í þingræðu
hinn 2. maí, þar sem sagði:
„Ég vil leyfa mér að nota þetta tækifæri á Alþingi að
þakka þessum mönnum í verkefnisstjóminni fyrir ákaf-
lega vel unnin störf og ég tel að án þeirra framlags og án
þeirrar miklu vinnu sem unnin hefur verið í verkefnis-
stjóminni hefði málið ekki komist á það stig sem það nú
er og við stöndum frammi fyrir á Alþingi þegar öll
frumvörp liggja fyrir og samkomulag hefur náðst um
alla meginþætti málsins og lausn á öllum þeim atriðum
sem upp hafa komið á þessu ferli sem við höfum unnið
að frá því að frumvarpið var samþykkt í febrúar á sl.
ári.“
Gekk það eftir, að Alþingi samþykkti öll lagafrum-
vörp. sem lúta að gildistöku gmnnskólalaganna 1. ágúst
1996. Við meðferð málsins á Alþingi var mikils virði, að
Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, gjörþekkti það
sem fyrrverandi menntamálaráðherra, en hann flutti
grunnskólafrumvarpið á Alþingi. Hitt skipti ekki síður
máli, að Sigríður Anna Þórðardóttir er formaður mennta-
málanefndar Alþingis, en hún var formaður nefndar um
mótun menntastefnu, sem lagði til efniviðinn í grunn-
skólafrumvarpið í ráðherratíð Ólafs G. Einarssonar.
Hlutverk menntamálaráöuneytisins
Samkvæmt grunnskólalögunum skal menntamálaráð-
herra setja reglugerðir, sem kveða nánar á um útfærslu á
ýmsum ákvæðum laganna. I menntamálaráðuneytinu
hefur verið unnið að þessu verki. Öll reglugerðardrög
voru kynnt verkefnisstjóm, áður en þau voru send til um-
sagnar ýmissa hagsmunaaðila.
Aður hef ég getið um reglugerðir um sérkennslu og
sérfræðiþjónustu. Auk þeirra vil ég nefna eftirfarandi
efnisþætti: Upplýsingaskyldu sveitarfélaga, lágmarksað-
stöðu og búnað skólahúsnæðis, viðmiðunarstundaskrá,
valgreinar, námsgögn, íslenskukennslu nýbúa, nemenda-
verndarráð, agamál, skoðun prófúrlausna, framkvæmd
samræmdra prófa, námsmat í sérskólum og Þróunarsjóð.
Urn alla þessa þætti verða settar reglur eða reglugerðir.
Vil ég sérstaklega geta þess varðandi framkvæmd og
fyrirkomulag samræmdra prófa, að þörf er á því að auka
miðlun upplýsinga um niðurstöður prófanna. Taka flest-
ar þessara reglugerða gildi 1. ágúst næstkomandi.
Vinna er hafin við endurskoðun aðalnámskrár. Hafa
þrír embættismenn ráðuneytisins verið settir í verkefnis-
stjórn vegna þess og með þeim starfar verkefnaráðinn
starfsmaður. Innan tíðar verður áætlun vegna þess mikla
starfs kynnt nánar. Stefni ég að því, að verkinu ljúki á
tveimur árum bæði fyrir grunnskóla og framhaldsskóla.
Þegar litið er á valdsvið menntamálaráðuneytisins, eft-
ir að grunnskólalögin koma að fullu til framkvæmda, er
ástæða til að vekja sérstaka athygli á 9. grein laganna,
þar sem segir, að menntamálaráðherra fari með yfirstjórn
málaflokksins og hafi eftirlit með því, að sveitarfélögin
uppfylli þær skyldur, sem kveðið er á um í lögum, reglu-
gerðum og aðalnámskrá. Ráðuneytið annast upplýsinga-
öflun um skólahald og skólastarf og er ráðherra skylt að
gera Alþingi grein fyrir framkvæmd skólastarfs á þriggja
ára fresti. Þá hefur menntamálaráðuneytið úrskurðarvald
í einstökum málum, sem snerta skólahald og starf í
grunnskólum.
Megintilgangur upplýsingaöflunar og eftirlits með
skólahaldi er að fá fram vitneskju um það, hvort skóla-
hald sé í samræmi við menntastefnu stjómvalda. Fylgst
verður með því, hvort og hvernig tekst að framfylgja
ákvæðum laga og reglugerða. I grunnskólalögunum er
mælt fyrir unt nýmæli í eftirliti, öflun og miðlun upplýs-
inga um skólastarf. Vinnureglur um þetta efni eru í mót-
un. Eftirlitið felst lögum samkvæmt í samræmdum próf-