Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 15
FULLTRUARAÐSFUNDIR í kvöldverðarboði bæjarstjórnar Borgarbyggöar léku á fiölu og píanó hjónin Ewa og Jerzy Tosik Warszawiak, sem bæði eru kennarar við Tónlistarskóla Borgarfjaröar. Unnar Stefánsson tók myndirnar frá fundinum og kvöldveröarhófinu sem ekki eru öðrum merktar. að sambandið fái aukið fjármagn úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga annars veg- ar vegna aukinna verkefna sambands- ins við yfirtöku sveitarfélaga á grunn- skólaskostnaði og hins vegar til að geta betur sinnt hlutverki sínu við hagsmunagæslu sveitarfélaga. Að til- lögu nefndarinnar var því vísað til stjórnar sambandsins að vinna að framgangi þessa mikilvæga máls. Sveitarfélögin og vímuefna- vandinn Auk yfirfærslu grunnskólans að fullu frá rfki til sveitarfélaga og fjár- hagshliðar þess var á fundinum fjallað um sveitarfélögin og vímuefnavand- ann. Jón JJákon Magnússon, bæjarfull- trúi á Seltjarnarnesi og formaður vinnuhóps, sem stjórn sambandsins hafði skipað til að vinna að tillögugerð um stefnu sambandsins í baráttunni við vímuefnavandann, lagði fram og kynnti Tíu punkta tillögu vinnuhópsins og var tillögunni dreift til fundar- manna sem sérstöku fundarskjali. Að tillögu allsherjarnefndar samþykkti fundurinn svo- fellda ályktun um málið: „Fulltrúaráðið tekur heilshugar undir tillögur starfs- hóps um vímuefnavamir og hvetur sveitarstjórnir til að kynna sér þær vel og hrinda þeim í framkvæmd.“ Einnig var að tillögu nefndarinnar samþykkt ítarleg ályktun um það mál. Ábyrgöarveitingar Stjórn sambandsins lagði til við fundinn að ályktað yrði um ábyrgðarveitingar sveitarfélaga. Allsherjamefnd fundarins fékk það mál til umfjöllunar og lagði til að urn það yrði gerð svofelld samþykkt: „Fulltrúaráðið telur að taka eigi fyrir einfaldar ábyrgðarveitingar sveitarfélaga til annarra en eigin fyrir- tækja. Nútíma bankastarfsemi á að vera í stakk búin til að sinna þeirri lánastarfsemi sem reksturinn þarfnast." Minnst látins fulltrúarádsmanns Auk þeirra meginmála fundarins sem að framan er getið var dagskrá fundarins með hefðbundnu sniði. Við fundarsetningu minntist formaður sambandsins séra Jóns E. Einarssonar, oddvita Hvalfjarðarstrandar- hrepps, sem átti sæti í fulltrúaráðinu, en hann lést hinn 14. september 1995. Risu fundarmenn úr sætum til að heiðra minningu hans. Ávörp viö setningu fundarins Við setningu fundarins vom flutt tvö ávörp. Guðmundur Guðmarsson, forseti bæjarstjómar Borg- arbyggðar, bauð gesti velkomna í byggðarlagið og kynnti það í stuttu máli, og Páll Pétursson félagsmála- ráðherra sagði í ávarpi frá helstu málum sem ríkisstjórn- in og félagsmálaráðuneytið hefðu til umfjöllunar og snertu sveitarfélög. Fundarstjórar og fundarritarar Fundarstjórar á fundinum voru Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður sambandsins og Guðmundur Guð- ntarsson, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, og i'und- arritarar þeir Þórir Jónsson, hreppsnefndarmaður í Reyk- holtsdalshreppi, og Unnar Stefánsson ritstjóri. Kosnar vom fjórar starfsnefndir, allsherjarnefnd, fjár- hagsnefnd, gmnnskólanefnd og tekjustofnanefnd. Skýrsla um starfsemi sambandsins Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, flutti fundinum skýrslu um starfsemi sambandsins frá fulltrúaráðsfundi ársins 1995. Skýrslunni var dreift fjöl- faldaðri og var send öllum sveitarfélögunum að fundin- um loknum. Skýrslan er einnig fáanleg á skrifstofu sam- bandsins. Þá gerði Birgir L. Blöndal aðstoðarframkvæmdastjóri grein fyrir ársreikningum sambandsins fyrir árið 1995 og tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 1996. Hvoru tveggja var samþykkt eftir umfjöllun í fjárhags- nefnd fundarins. Að kvöldi fyrri fundardagsins hélt Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra móttöku og bæjarstjórn Borgarbyggðar bauð til kvöldverðar. Þar léku saman á fiðlu og píanó pólsk hjón, Ewa og Jerzy Tosik Warszawiak, sem bæði eru kennarar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.