Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 16

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 16
LAUNAMAL Breyting á samþykktum Launanefndar sveitarfélaga A fundi fulltrúaráðsins var á dagskrá tillaga um breyt- ingar á samþykktum launanefndar sveitarfélaga. Björn Jósef Amviðarson, þáv. bæjarfulltrúi á Akureyri og for- maður launanefndarinnar, fylgdi tillögunni úr hlaði. Eftir að allsherjamefnd fundarins hafði fjallað um til- lögurnar og mælt með þeim voru þær samþykktar á fundinum. Nefndin gerði það einnig að tillögu sinni að bundið yrði að formennska í samninganefnd við grunnskóla- kennara verði í höndum Reykjavíkur. Var það sam- þykkt. I lok fulltrúaráðsfundarins voru kosnir í launanefnd sveitarfélaga sem aðalmenn þeir Bjöm Jósef Arnviðar- son, bæjarfulltrúi á Akureyri, Karl Björnsson, bæjar- stjóri á Selfossi, Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Björn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Kópavogsbæjar, Asta Sig- fúsdóttir, bæjarfulltrúi í Egilsstaðabæ, Jóhanna Reynis- dóttir, sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps, og Olafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri í Stykkishólmsbæ. Þeim til viðbótar kæmu tveir fulltrúar tilnefndir af Reykjavíkurborg. A fundi borgarráðs hinn 2. júlí voru þeir Jón G. Krist- jánsson, starfsmannastjóri borgarinnar, og Olafur Darri Andrason, forstöðumaður rekstrarsviðs Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, tilnefndir af hálfu borgarinnar í launanefndina. Sem varamenn hlutu kosningu Karl Jörundsson, starfsmannastjóri Akureyrarkaupstaðar, Þórir Sveinsson, fjármálastjóri Isafjarðarbæjar, og Gunnar Rafn Sigur- bjömsson, starfsmannastjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar. Þeim til viðbótar komi tveir fulltrúar tilnefndir af Reykjavíkurborg. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæð- um gegn atkvæði Péturs Jónssonar, borgarfulltrúa í Reykjavíkurborg, sem gerði grein fyrir atkvæði sínu. Taldi hann hlut borgarinnar fyrir borð borinn við ákvörðun á fjölda stjórnarmanna. Eftir viðræður sem fram hafa farið milli fulltrúa stjórnar sambandsins og Reykjavíkurborgar samþykkti stjórn sambandsins svofellda bókun á fundi sínum ný- lega: „í framhaldi af viðræðum fulltrúa sambandsins og fulltrúa Reykjavíkurborgar um skipan Launanefndar sveitarfélaga samþykkir stjómin að leggja til við næsta landsþing sambandsins að gerð verði breyting á sam- þykktum fyrir Launanefnd sveitarfélaga varðandi skipun nefndarinnar, þannig að Reykjavíkurborg tilnefni þrjá fulltrúa í nefndina.“ Eftir að Björn Jósef Amviðarson var skipaður sýslu- maður Eyjafjarðarsýslu og hafði látið af starfi sem bæj- arfulltrúi á Akureyri sagði hann af sér í launanefndinni. Varaformaður nefndarinnar, Karl Bjömsson, tók þá við formennsku í nefndinni og er formaður uns hin nýkjöma nefnd, sem kosin var á fulltrúaráðsfundinum, kemur saman og kýs sér fomiann. Kjörtímabil launanefndarinnar sem kosin var á fundi fulltrúaráðsins hefst 1. ágúst, um leið og samkomulagið um yfírfærslu alls grunnskólakostnaðarins öðlast gildi. F U LLTR ÚARÁÐS F U N D I R Breytingar á fulltmaráði sambandsins Á 52. fundi fulltrúaráðsins í Borgarnesi urðu tvær breytingar á fulltrúaráði sambandsins. Þórir Jónsson, hreppsnefndarmaður í Reykholtsdals- hreppi, var kosinn aðalmaður í fulltrúaráðið fyrir Vestur- land í stað séra Jóns E. Einarssonar, oddvita Hvalfjarðar- strandarhrepps, sem lést hinn 14. september. Varamaður hans var kosinn Páll Ingólfsson, varabæjarfulltrúi í Snæ- fellsbæ. Þá var Ingibjörg Hafstað, oddviti Staðarhrepps í Skagafirði, kosin aðalmaður fyrir Norðurlandi vestra í staðinn fyrir Jón Guðmundsson, fv. sveitarstjóra í Hofs- hreppi, sem lét af starfi fyrir hreppinn á sl. ári. Sem vara- maður hennar var kosinn Árni Bjamason, hreppsnefnd- armaður í Akrahreppi í Skagafirði. FRÁ STJÓRN SAMBANDSINS Sveitarstjórnarlög í endurskoðun Stjórn sambandsins hefur tilnefnt Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson, formann sambandsins, og Ingimund Sigur- pálsson, bæjarstjóra í Garðabæ, í nefnd sem félagsmála- ráðherra hefur skipað til þess að endurskoða sveitar- stjórnarlögin nr. 8/1986. Af hálfu félagsmálaráðuneytisins skipa nefndina Hún- bogi Þorsteinsson skrifstofustjóri og Sesselja Ámadóttir, deildarstjóri í ráðuneytinu, svo og Jón Kristjánsson al- þingismaður, sem er formaður nefndarinnar. Nefndinni er falið að ljúka störfum fyrir 15. janúar 1997. Fjárniálaráðstefnan 20. og 21. nóv. Hin árlega fjármálaráðstefna sambandsins verður í ár haldin á Hótel Sögu miðvikudaginn 20. og fimmtudag- inn 21. nóvember.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.