Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 17
VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉ LAGA Störf kostnaðarnefndar og samninga- nefndar vegna yfirfærslu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga Karl Björnsson, bœjarstjóri á Selfossi ogjulltrúi sambandsins í kostnaðarnefnd og samninganejnd vegna flutnings grunnskólans A. Yfirlit um störf kostnaöar- nefndar I. Skipun kostnaðarnefndar Með erindisbréfi, dags. 26. júní 1995, skipaði menntamálaráðherra nefnd til að ineta kostnað við tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaga og gera tillögur um hvernig sveitarfélögunum verði tryggðar auknar tekjur til reksturs þess hluta grunnskólans sem enn er í höndum ríkisins. I nefndinni áttu sæti Halldór Amason. til- nefndur af fjármálaráðherra, en hann var formaður nefndarinnar, Húnbogi Þorsteinsson, tilnefnd- ur af félagsmálaráðherra, Karl Bjömsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og Olafur Darri Andrason, skipaður án tilnefningar, en hann var starfs- maður menntamálaráðuneytisins. Með nefndinni störfuðu Leifur Eysteinsson frá fjár- málaráðuneytinu og Garðar Jónsson, starfsmaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Nefndin hélt 22 bókaða fundi auk þess sem einstakir fulltrúar hennar unnu mikið starf milli funda við ýmsar kostnaðarrannsóknir. II. Verkefni kostnaðarnefndar Verkefni kostnaðamefndar voru: - Að leggja mat á núverandi kostnað við rekstur grunnskólans, kostnað við grunnskólahald, áhrif líf- eyrisréttinda og kostnað ríkisins við framkvœmd grunnskólalaganna eftir yfirfœrsluna. - Að gera tillögur um breytingar á gildandi skatt- stofnum vegna kostnaðar sem flyst frá ríki til sveitarfé- laga, um jöfnunaraðgerðir og stöðu og hlutverk Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga við framkvœmd laganna. Nefndin skilaði fimm áfangaskýrslum til verkefnis- stjórnar, þeirri fyrstu 9. október 1995 og þeirri fimmtu 9. febrúar 1996. Þannig var verkefnisstjórninni haldið vel upplýstri um starf nefndarinnar og þau viðfangsefni sem hún fékkst við. Eg og Garðar höfðum mjög náið samband um vinnslu þeirra verkefna sem til umfjöllunar voru og áttum við góða samvinnu við for- mann og framkvæmdastjóra sambandsins auk þess sem formenn og framkvæmda- stjórar landshlutasamtakanna fengu reglu- lega upplýsingar um gang mála. Einnig komum við á fjölmarga fundi á vegum sveitarfélaga og kennara til að upplýsa menn um stöðu og þróun mála. Stjórn sam- bandsins var að sjálfsögðu höfð með í ráðum allan tím- ann. III. Helstu þættir lokaskýrslu kostnaðarnefndar Kostnaðarnefndin skilaði lokaskýrslu f febrúar 1996. Nefndin var sammála um innihald skýrslunnar að því er laut að mati á kostnaði vegna þeirra verkefna sem færast frá ríki til sveitarfélaga og tillögum um flutning tekju- stofna frá ríki til sveitarfélaga til að mæta þeim kostnaði. Ég setti þó fram nokkur sérálit í skýrslunni sem fjölluðu um þann nýja kostnað sem framkvæmd grunnskólalag- anna leiddi af sér sem þýddi aukin útgjöld fyrir sveitarfé- lögin sem ekki fengjust bætt með fiutningi á tekjustofn- um sem næmu sömu upphæð og núverandi útgjöld ríkis- ins væru vegna grunnskólans. Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir þessum kostnaði. a) Kostnaður ríkisins við rekstur grunnskólans vegna verkefna sem færast til sveitarfélaga Niðurstaða kostnaðamefndar miðað við ákveðnar for- sendur er eftirfarandi: Arið 1996 kr. 6,27 milljarðar sem samsvarar 2,46%- stiga hækkun útsvars Arið 1997 kr. 6,61 milljarðar sem samsvarar 2,54%- 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.