Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 26
FRÆÐSLUMAL Hvernig fá grunnskólarnir námsgögn? Hlutverk og starfsemi Námsgagnastofnunar Hanna Kristín Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Námsgagnastofnunar Námsgagnastofhun er ríkisstofhun. Hlutverk hennar samkvæmt lögum er að „sjá grunnskólum jyrir sem bestum náms- og kennslugögnum sem eru í samrœmi við uppeldis- og kennslufæðileg markmið laga um grunnskóla og aðalnámskrár“. Helstu verkefni stofnunarinnar eru því námsgagnagerð og -útgáfa, dreifing námsgagna endurgjaldslaust til skólanna og rekstur fræðslumyndasafhs og Skólavörubúðar. Starfimenn eru 41 talsins. Breyting á rekstri grunnskóla 1. ágúst Eins og kunnugt er taka sveitarfélög við rekstri grunnskólans þann 1. ágúst nk. Jafn- framt eru fræðsluskrifstofurnar lagðar niður en í stað þeirra eru settar á laggimar skóla- skrifstofur og viða fleiri en ein á því svæði þar sem ein fræðsluskrifstofa starfaði áður. Námsgagnastofnun er ein af þeim stofnun- um sem þjóna grunnskólunum og því er eðlilegt að rnargir spyrji hvort einhver breyt- ing verði á rekstri hennar þann 1. ágúst nk. Áður en því verður svarað þykir rétt að greina frá hlutverki og verkefnum stofnunarinnar. Tímaritið Sveit- arstjórnarmál er kærkominn vettvangur til þess arna. Viðbúið er að ýmsir sveitarstjómarmenn hafi litla vitn- eskju um starfsemi Námsgagnastofnunar enda hefur hún ekki verið mikið til umræðu á opinberum vettvangi fremur en skólamál yfirleitt. Ung stofnun á gömlum merg Námsgagnastofnun var sett á stofn með lögum árið 1980 og þar með voru Ríkisútgáfa námsbóka (þ.m.t. Skólavörubúð) og Fræðslumyndasafn ríkisins sameinuð í eina stofnun. Námsgagnastofnun er því einungis 16 ára gömul en forsaga hennar er allmiklu lengri. Forveri Námsgagnastofnunar, Ríkisútgáfa námsbóka, var sett á stofn með lögum frá Alþingi 1936 og í byrjun annaðist Ríkisprentsmiðjan Gutenberg útgáfu námsbókanna. Nemendur á bamafræðslualdri (7-12 ára) fengu ókeypis námsögn en kostnaður var greiddur með námsbóka- gjaldi sem foreldrar inntu af hendi með hverju barni á skólaskyldualdri. Þáttaskil urðu 1956 er ákvæði um ókeypis námsgögn náði einnig til unglinga (13-14 ára) og námsbókagjald var ári síðar hækkað stórlega. Áður hafði gjaldið numið á ári sem svaraði til minna en launa fyrir eina vinnu- stund Dagsbrúnarverkamanns og svaraði það nú til launa fyrir um 5 vinnustundir. Gjaldið var því fimmfaldað. Til gamans má geta þess að tímakaup Dagsbrúnarverkamanns í bygg- ingarvinnu (eftir 5 ára starfsreynslu) er nú kr. 340,72. Miðað við sama hlutfall og árið 1957 væri námsbókagjaldið nú 1703 kr. Slík upphæð næði skammt þegar miðað er við framboð á námsbókum og þarfir og kröfur nútímans til skólanna en ríkið ætlar nú tæplega kr. 5.100 á nemanda vegna kostnaðar við náms- efni. Samfara umfangsmikilli endurskoðun námsefnis á vegum menntamálaráðuneytisins á 8. áratugnum var námsefnisgerð á hendi þáverandi skólarannsóknadeildar ráðuneytisins. En með tilkomu Námsgagnastofnunar þótti eðlilegt að stofnunin tæki að sér alla námsefnisgerð fyrir grunnskólann og fluttist námsefnisgerðin til stofn- unarinnar 1985. Frá 1936 hefur mikið vatn runnið til sjávar. Skólar gátu valið um 38 úthlutunarbækur það ár og sex bækur voru prentaðar. Nú eru um 2700 titlar á úthlutunarskrá og um 70-80 nýir titlar koma út árlega auk fræðslu- mynda og annars aðkeypts efnis. Fjárveiting til stofnunarinnar En hvert er þá framlag ríkisins til Námsgagnastofnunar nú? kynni einhver að spyrja. Hve miklu verja skattborg- arar landsins í námsgögn fyrir grunnskólanemendur? 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.