Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 28

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 28
FRÆÐSLUMÁL Frá námskeiöi á vegum Skólavörubúöar um meöferö lita fyrir silkimálun. Ljósm. Höröur Ragnarsson. förnum árum. Nokkrar myndir hefur stofnunin gefið út sjálf eða í samvinnu við aðra aðila. Eins og áður hefur komið fram munu skólaskrifstofur starfa á vegum sveitarfélaga frá I. ágúst nk. Fram til þessa hafa fræðsluskrifstofur annast útlán á fræðslu- myndum til skólanna fyrir hönd Námsgagnastofnunar og munu a.m.k. einhverjar skólaskrifstofur taka að sér þetta verkefni. Skólavörubúö Skólavörubúðin er eina sérhæfða skólavöruverslunin á Islandi og þjónar hún skólum á öllu landinu. Búðin hefur til sölu alls kyns stofnbúnað, skólavörur og kennslutæki fyrir grunnskóla og framhaldsskóla, t.d. skólatöflur, myndvarpa, segulbandstæki, kennsluforrit og alls kyns hjálpargögn í ýmsum námsgreinum. Þar er allt útgáfuefni Námsgagnastofnunar til sölu þannig að foreldrar geta keypt námsgögn barna sinna í búðinni. Skólavörubúðin annast einnig sérpönlunarþjónustu til að uppfylla sérþarfir sem menn kunna að hafa varðandi námsefni, handbækur og kennslutæki. Fylgst meö tímanum Margmiðlun Margmiðlunardiskurinn, íslandshandbókin, sem um er getið hér að framan, kom út 1995 og markaði að vissu leyti tímamót í sögu námsefnisútgáfu á Islandi. A disk- inum er íslandshandbókin sem út kom í tveimur bindum hjá Erni og Örlygi 1989. Ymsar upplýsingar voru þó uppfærðar og eftir föngum var aukið við fróðleik um stórtíðindi, mannvirki o.fl. í þessari margmiðlunarútgáfu er unnt að velja um hartnær 200 kort í stað örfárra sem í bókinni voru, bæði gróðurmyndir, jarðfræðikort og vegakort. Menn geta valið sér örnefni og flett upp í skýringartexta. Hátt í 1000 ljósmynd- ir eru á diskinum og nokkrar mynd- bandaglefsur. Islandshandbókin hentar bæði skól- um og heimilum, en einnig hótelum og öðrum þjónustumiðstöðvum fyrir ferðamenn og er diskurinn áreiðan- lega kærkomið og stórskemmtilegt uppflettigagn fyrir fólk á öllum aldri. Nú þegar er unnið að tveimur öðr- um diskum í samvinnu við erlenda aðila; annar er diskur um norrænar bókmenntir og hinn er kennsludiskur í ensku en formið (eða skelin eins og kallað er) verður þannig að unnt er að búa til annan disk með því að setja annað tungumál inn á diskinn í stað enskunnar. Loks skal þess getið að Náms- gagnastofnun mun - í samvinnu við Lýðveldissjóð - gefa út margmiðlun- ardisk sem ber vinnuheitið Alfrœði íslenskrar tungu og er frumvinna þegar hafin. Kennsluforrit Margmiðlunardiskurinn er nýstárlegasta útgáfuformið enn sem komið er en sá böggull fylgir skammrifi að flestir skólar hafa ekki enn yfir að ráða geisladrifi sem nauðsynlegt er til að geta notað diskinn. Hins vegar geta flestir skólar notað kennsluforrit stofnunarinnar en til þess þarf einungis að hafa yfir að ráða PC-486-tölvu eða öflugri. Út hafa komið um 90 kennsluforrit hjá Náms- gagnastofnun frá því þessi útgáfa hófst 1988 í samvinnu við Reiknistofnun Háskóla Islands en stofnunin yfirtók þessa starfsemi að fullu 1992. Kennsluforritin henta nemendum á öllum aldri, einnig framhaldsskólanemendum, og tengjast flestum náms- greinum. Aldrei verður sú vísa of oft kveðin hve mikil- vægt það er að allir nemendur fái tækifæri til að kynnast því hvernig hægt er að nota tölvur til að afla upplýsinga, til að öðlast fæmi á hinum margvíslegu fagsviðum og til að afla sér þekkingar. Sú reynsla er mikilvægur undir- búningur undir áframhaldandi nám og síðar starf. Kynningarstörf Stofnunin kemur upplýsingum um námsefni til kenn- ara með ýmsu móti. Með vissu millibili er Kynningar- skrá gefin út yfir allt úthlutunarefni stofnunarinnar, dreifibréf um nýtt efni eru send mánaðarlega f skólana, kynningar- eða fræðslufundir eru haldnir þegar ástæða þykir til, oft í samvinnu við heimamenn á viðkomandi stað eða endurmenntunardeild Kennaraháskóla Islands. Á öllum haustþingum kennara, sem haldin hafa verið í hinum ýmsu landshlutum, eru settar upp námsgagna- sýningar á vegum stofnunarinnar og boðið er upp á 90

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.