Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 37
UMHVERFISMAL
langtímaverkefni á sviði umhverfís-
mála. Ekki leikur nokkur vafi á því
að slíkt verkefni mun skapa íbúum
Egilsstaða heilbrigðara umhverfi og
lífsskilyrði, komandi kynslóðum í
hag. Slík stefna mun tvímælalaust
efla ímynd bæjarins út á við og nýt-
ast m.a. í ferðaþjónustu.“
Verkefniö
Nú í vor varð verkefnið svo að
veruleika og var greinarhöfundur
ráðinn verkefnisstjóri. Verkefnið er
unnið í náinni samvinnu við bæjar-
tæknifræðing, Guðmund Pálsson,
og garðyrkjustjóra, Sigrúnu Theo-
dórsdóttur. Sigrún hefur tekið virk-
an þátt í verkefninu allt frá undir-
búningi þess og á drjúgan þátt í að
það komst af hugmyndastiginu.
Verkefnið er styrkt af umhverfis-
ráðuneytinu. Einnig kemur Sam-
band íslenskra sveitarfélaga að því.
Við vorum svo lánsöm að fá að
tengjast Norrænu verkefni um fram-
kvæmd umhverfisstefnu í fámenn-
um sveitarfélögum, sem nú er unnið
að í Færeyjum. Þess má geta að þar
taka 17 sveitarfélög þátt í verkefn-
inu en í þeim búa samtals 75% Fær-
eyinga. Það má segja að Egilsstaða-
bær sé fulltrúi Islands í þessu verk- i
efni. Þar með fengum við í hendum-
ar ramma fyrir framkvæmdaáætlun
sem við síðan fyllum inn í. Þetta
sparar heilmikla vinnu því við þurf-
um ekki að byrja á því að finna upp
hjólið.
I framkvæmdaáætluninni er fjall-
að um eftirtalda málaflokka:
Grundvöllur
• Lög og reglugerðir um urn-
hverfismál.
• Áætlanir bæjarins sem þegar
hafa verið samþykktar, t.d. varðandi
drykkjarvatn, frárennsli o.þ.h.
• Skipurit bæjarins.
• Stefna bæjarins í umhverfismál-
um.
Stöðumat
• Yfirlit yfir stöðu umhverfismála
í sveitarfélaginu og kostnaður vegna
þeirra, m.a. frárennsli, sorp, meng-
Durita Brattaberg, verkefnisstjóri Norræna umhverfisverkefnis-
ins i Færeyjum, i heimsókn á Egilsstööum. Greinarhöfundur tók
myndirnar sem greininni fylgja.
un, drykkjarvatn,
umhverfis-
fræðsla, söguleg-
ar minjar og nátt-
úruvemd.
í framhaldi af
stöðumati verður
síðan unnið að
markmiðssetn-
ingu, fjárhags-
áætlun og for-
gangsröðun verk-
efna, t.d. til fimm
ára. Þannig verð-
ur til fram-
kvæmdaáætlun
sem áætlað er að
ljúka fyrir ára-
mót svo hægt
verði að taka til-
lit til hennar við
gerð fjárhags-
áætlunar fyrir
næsta ár.
Síðla árs 1992
var stigið mikið
framfaraskref í
sorpmálum þegar
opnuð var mót-
tökustöð með
gámapressu og
tekin upp urðun í
stað brennslu. Nú
er flokkað m.a.
jám, timbur og bagga- og umbúða-
plast og flest spilliefni. Næsta skref
er að koma á flokkun heimilissorps
og er þess vænst að fyrir tilstuðlan
umhverfisverkefnisins verði farið að
flokka það fyrr en ella.
Egilsstaðabær er einnig eitt þeirra
sveitarfélaga sem taka þátt í verk-
efni um vistvæna byggðarkjarna, en
það leiðir Patrick Gribbin, á vegum
Áforms - verkefnis bændasamtak-
anna, Byggðastofnunar og Búnaðar-
bankans.
Allt hljómar þetta vel og faglega.
En það er auðvitað alls ekki nóg að
verkefni sem þetta sé unnið við
skrifborð á bæjarskrifstofunni og
enginn fái neitt að vita af því nema
ef til vill bæjarfulltrúar. Þvert á móti
höfum við tekið þá stefnu að verk-
efnið beinist að miklu leyti að því
að virkja til almennrar þátttöku.
Virkjaö til þátttöku
Og hvað er svo ætlunin að gera til
að virkja bæjarbúa? I fyrsta lagi er
lögð áhersla á að gæta þess að
þröngva engu upp á þá sem ekki
kæra sig um það heldur miklu frem-
ur að styðja þá sem hafa áhuga á að
taka á umhverfismálum á heimilum
eða í fyrirtækjum og stofnunum.
Það er byrjað innan bæjarkerfis-
ins, fundað með nefndum og ráðum
og stofnanir bæjarins heimsóttar.
Reynt verður að hvetja fyrirtæki til
dáða og fá sem flest þeirra til að
taka upp einhver verkefni á sviði
umhverfismála. Svo virðist sem fyr-
irtæki á landsbyggðinni séu oft
seinni til að tileinka sér nýja hugsun
en einnig þar fjölgar þeim fyrirtækj-
99