Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 37
UMHVERFISMAL langtímaverkefni á sviði umhverfís- mála. Ekki leikur nokkur vafi á því að slíkt verkefni mun skapa íbúum Egilsstaða heilbrigðara umhverfi og lífsskilyrði, komandi kynslóðum í hag. Slík stefna mun tvímælalaust efla ímynd bæjarins út á við og nýt- ast m.a. í ferðaþjónustu.“ Verkefniö Nú í vor varð verkefnið svo að veruleika og var greinarhöfundur ráðinn verkefnisstjóri. Verkefnið er unnið í náinni samvinnu við bæjar- tæknifræðing, Guðmund Pálsson, og garðyrkjustjóra, Sigrúnu Theo- dórsdóttur. Sigrún hefur tekið virk- an þátt í verkefninu allt frá undir- búningi þess og á drjúgan þátt í að það komst af hugmyndastiginu. Verkefnið er styrkt af umhverfis- ráðuneytinu. Einnig kemur Sam- band íslenskra sveitarfélaga að því. Við vorum svo lánsöm að fá að tengjast Norrænu verkefni um fram- kvæmd umhverfisstefnu í fámenn- um sveitarfélögum, sem nú er unnið að í Færeyjum. Þess má geta að þar taka 17 sveitarfélög þátt í verkefn- inu en í þeim búa samtals 75% Fær- eyinga. Það má segja að Egilsstaða- bær sé fulltrúi Islands í þessu verk- i efni. Þar með fengum við í hendum- ar ramma fyrir framkvæmdaáætlun sem við síðan fyllum inn í. Þetta sparar heilmikla vinnu því við þurf- um ekki að byrja á því að finna upp hjólið. I framkvæmdaáætluninni er fjall- að um eftirtalda málaflokka: Grundvöllur • Lög og reglugerðir um urn- hverfismál. • Áætlanir bæjarins sem þegar hafa verið samþykktar, t.d. varðandi drykkjarvatn, frárennsli o.þ.h. • Skipurit bæjarins. • Stefna bæjarins í umhverfismál- um. Stöðumat • Yfirlit yfir stöðu umhverfismála í sveitarfélaginu og kostnaður vegna þeirra, m.a. frárennsli, sorp, meng- Durita Brattaberg, verkefnisstjóri Norræna umhverfisverkefnis- ins i Færeyjum, i heimsókn á Egilsstööum. Greinarhöfundur tók myndirnar sem greininni fylgja. un, drykkjarvatn, umhverfis- fræðsla, söguleg- ar minjar og nátt- úruvemd. í framhaldi af stöðumati verður síðan unnið að markmiðssetn- ingu, fjárhags- áætlun og for- gangsröðun verk- efna, t.d. til fimm ára. Þannig verð- ur til fram- kvæmdaáætlun sem áætlað er að ljúka fyrir ára- mót svo hægt verði að taka til- lit til hennar við gerð fjárhags- áætlunar fyrir næsta ár. Síðla árs 1992 var stigið mikið framfaraskref í sorpmálum þegar opnuð var mót- tökustöð með gámapressu og tekin upp urðun í stað brennslu. Nú er flokkað m.a. jám, timbur og bagga- og umbúða- plast og flest spilliefni. Næsta skref er að koma á flokkun heimilissorps og er þess vænst að fyrir tilstuðlan umhverfisverkefnisins verði farið að flokka það fyrr en ella. Egilsstaðabær er einnig eitt þeirra sveitarfélaga sem taka þátt í verk- efni um vistvæna byggðarkjarna, en það leiðir Patrick Gribbin, á vegum Áforms - verkefnis bændasamtak- anna, Byggðastofnunar og Búnaðar- bankans. Allt hljómar þetta vel og faglega. En það er auðvitað alls ekki nóg að verkefni sem þetta sé unnið við skrifborð á bæjarskrifstofunni og enginn fái neitt að vita af því nema ef til vill bæjarfulltrúar. Þvert á móti höfum við tekið þá stefnu að verk- efnið beinist að miklu leyti að því að virkja til almennrar þátttöku. Virkjaö til þátttöku Og hvað er svo ætlunin að gera til að virkja bæjarbúa? I fyrsta lagi er lögð áhersla á að gæta þess að þröngva engu upp á þá sem ekki kæra sig um það heldur miklu frem- ur að styðja þá sem hafa áhuga á að taka á umhverfismálum á heimilum eða í fyrirtækjum og stofnunum. Það er byrjað innan bæjarkerfis- ins, fundað með nefndum og ráðum og stofnanir bæjarins heimsóttar. Reynt verður að hvetja fyrirtæki til dáða og fá sem flest þeirra til að taka upp einhver verkefni á sviði umhverfismála. Svo virðist sem fyr- irtæki á landsbyggðinni séu oft seinni til að tileinka sér nýja hugsun en einnig þar fjölgar þeim fyrirtækj- 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.