Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 39

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 39
UMHVERFISMÁL Heimajarðgerð lífræns úrgangs Tilraunir á Kjalarnesi skila góðum árangri Helga Jóhanna Bjarnadóttir, verkefnisstjóri á Iðntœknistofnun Síðastliðið haust lauk norrænni tilraun með heimajarðgerð hjá fjöru- tíu og tveimur fjölskyldum búsett- um í Kjalarneshreppi og Þórshöfn og Kvívík í Færeyjum. Verkefnið var unnið að tilstuðlan umhverfis- ráðuneytisins og styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Með heimajarðgerð er lífrænum heimilisúrgangi umbreytt í næring- arríkan jarðveg í varmaeinangruð- um safnkössum. Lífrænn úrgangur er um 30% af öllum heimilisúr- gangi. Hann veldur ýmsum nei- kvæðum áhrifum við hefðbundna förgun svo sem gasmyndun og mengun sigvatns við urðunarstað og aukinni þörf á olíu við sorpbrennslu. Sé þessi úrgangur jarðgerður er komið í veg fyrir þessi neikvæðu áhrif. Með góðri þátttöku í heima- jarðgerð, sérstaklega í fámennum og dreifðum byggðum, má einnig ná niður sorphirðukostnaði, aðallega flutningskostnaði með því að sækja sorp aðra hverja viku. Markmiö verkefnisins Meginmarkmið verkefnisins var að auka þekkingu á heimajarðgerð á Islandi og í Færeyjum og um leið að komast að tæknilegum og mannleg- um vandamálum sem hugsanlega eru samfara heimajarðgerð lífræns heimilisúrgangs í þessum löndum. Framkvæmd tilraunar- innar Tilraunin hófst þannig að þátttak- endum voru afhent fræðslugögn og haldinn var kynningarfundur með þeim. Heimajarðgerðin stóð síðan yfir í eitt ár og á þeim tíma var reglulega fylgst með gangi jarðgerð- arinnar hjá þátttakendum og t.d. var 1 0 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.