Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 41
UMHVERFISMAL 60 - 60 , ♦ Meöalhiti í virku safnkössunum ■ Útihiti o 40 - < o o h 30 - " O ♦ ♦ O 20 - o 1 10 - ■ ■ . 0 - a -10 _ < Ágúst '94 Sept. '94 Nóv. '94 Des. '94 Jan. '95 Febr. '95 Mars '95 Maí '95 Júní '95 Júlí '95 Sept. '95 Meðalhiti í safnkössunum á Kjalarnesi yfir tilraunatímabillð (ágúst 1994 til september 1995) auk útihita. Tlmaásinn er ekki linulegur. Næringarrík afuró Næringargildi jarðvegsbætisins er mikið. Sem dæmi má nefna að köfnunarefnis- og fosfórinnihald jarðvegsbætisins frá nokkrum þátt- takendum var að meðaltali svipað eða örlítið lægra en í ferskum kúa- skít. Helstu vandamál sem kunna aö stinga upp koll- inum Þátttakendur voru í viðhorfskönn- un m.a. spurðir að helstu vandamál- um sem upp hefðu komið. Flestir nefndu flugur og lirfur í eða við safnkassann og vonda lykt úr hon- um en sögðu jafnframt að þetta hefði ekki valdið teljandi óþægind- um. Fljótlega lærist hvernig best er að spoma við slíku. Lítil eöa engin aukavinna en nýr lífsstíll I ljós kom að mannlegi þátturinn er einna viðkvæmastur varðandi góðan árangur við heimajarðgerð. Það er mikilvægt að kveikja áhuga hjá fólki og viðhalda honum. Þetta kemur ekki á óvart því heimajarð- gerð er nýtt fyrirbrigði í lífsstíl fólks. Aðalatriðið er að breyta þarf venjum fólks. Ekki er endilega verið að krefjast aukins vinnuálags, held- ur frekar þess að fólk temji sér nýjar venjur og nýjan hugsunarhátt. Slíkt krefst ætíð ákveðinnar virkjunar- orku. I viðhorfskönnuninni sem þátttakendur svöruðu kom í ljós að þeim þótti almennt auðvelt að læra og muna eftir því að flokka úrgang- inn. Auk þess nefndu flestir að heimajarðgerð yki sama sem ekkert vinnuálagið á heimilunum. Hvatning og upplýsingar eru mikilvægar Hlutverk sveitarfélaga er mjög mikilvægt við að virkja íbúana til þátttöku í heimajarðgerð og við- halda áhuganum. Sveitarfélög geta stuðlað að almennri heimajarðgerð bæði með hagrænum stjórntækjum og með kynningu og fræðslu. Hagræn stjórntæki Með hagrænum stjórntækjuni er átt við að fólk sjái sér fjárhagslegan hag í því að jarðgera. Akveðinn hluti íbúa sveitarfélags tekur þátt í heimajarðgerð vegna umhverfisvit- undar. Annan hluta er hins vegar aðeins hægt að virkja til þátttöku með því að sýna fram á efnahags- legan ávinning af þátttökunni. Sem dæmi má nefna að svör í við- horfskönnuninni sýndu að þátttak- endur hefðu ekki byrjað að jarðgera hefðu þeir sjálfir þurft að borga fyrir safnílátin. Hins vegar ætluðu flestir þeirra að halda jarðgerðinni áfram þegar tilrauninni lauk, þ.e. þegar búið var að styðja þá í gegnum upp- hafstímabilið. Fræösla og aftur fræösla Upplýsingar, fræðsla og gott skipulag skipta ekki síður máli ef vel á að takast til með heimajarðgerð í sveitarfélaginu. Persónuleg fræðsla í garðinum strax í upphafi jarðgerðar og möguleiki á að leita sér aðstoðar ef vandamál skjóta upp kollinum eru gífurlega mikilvæg atriði. Útgáfa fræöslubæklinga á vegum umhverfisráöu- neytisins I framhaldi af þessu verkefni kemur út á vegum umhverfisráðu- neytisins leiðbeiningarbæklingur fyrir þá sem skipuleggja heimajarð- gerð í sveitarfélögum auk notenda- leiðbeininga fyrir þá sem vilja jarð- gera lífrænan heimilisúrgang í varmaeinangruðum ílátum. Lokaorö A Islandi er fyrri reynsla af heimajarðgerð af þessu tagi lítil. Verkefnið hefur skilið eftir dýrmæta reynslu auk þess að auka mjög um- ræðuna um möguleika þess að nota aðferðina til endurvinnslu lífræns heimilisúrgangs. Hlutverk sveitarfélagsins til að stuðla að góðum árangri og mikilli þátttöku í heimajarðgerð felst í fyrsta Iagi í að sjá til þess að íbúar hafi aðgang að réttum tækjabúnaði og að tryggja þeim aðgang að stoð- efni. I öðru lagi verður sveitarfélag- ið að tryggja að íbúar læri að jarð- gera. Ef almenn þátttaka á að nást í heimajarðgerðinni er einnig nauð- synlegt að beita hagrænum stjórn- tækjum, til dæmis með því að veita afslátt af sorphirðugjöldum og/eða gefa safnílátin. A Iðntæknistofnun er hægt að kaupa eintak af loka- skýrslu um ofangreint verkefni. 1 03

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.