Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 48
HEILBRIGÐISMÁL Auka vilja og möguleika almenn- ings til að lifa heilsusamlegu lífi. Samhæfa starfskrafta og við- fangsefni eins og kostur er. Það má því Ijóst vera að heilsuefl- ing er samfélagslegt verkefni þótt það miði fyrst og fremst að bættu heilbrigði einstaklinganna. Áhrif heilsubæja Ein leiðin til að vekja almenning til ábyrgðar og umhugsunar um heilbrigða lífshætti með stoð í heilsueflingarverkefninu er að gera ákveðin sveitarfélög að heilsubæj- um þar sem heilsuefling er áberandi í bæjarlífinu. Að sjálfsögðu verða fbúar í slík- um heilsubæjum fyrst og fremst varir við heilsueflingarverkefnið. En takist vel til með verkefni tengd heilsueflingu hljóta heilsubæir að vekja athygli almennings vítt og breitt um landið og geta þannig haft heilsusamleg áhrif langt út fyrir bæjarmörkin. Því er mikilvægt að vel takist til um heilsueflingu í heilsubæjum. Ábyrgö sveitarstjórnar í heilsubæ í ljósi þeirra áhrifa sem vel heppnað heilsueflingarverkefni í heilsubæ getur haft í þá átt að auka vitund almennings um mikilvægi heilbrigðra lífshátta er ljóst að sveit- arstjórn, sem tekur ákvörðun um að gera sveitarfélagið sitt að heilsubæ, tekur á sig töluverða ábyrgð. Með slíkri skuldbindingu hlýtur sveitarstjórnin því að gera sitt til þess að tryggja að heilsueflingar- verkefnið takist sem best. Reyndar ber sveitarstjórnin siðferðislega ábyrgð á því að heilsueflingin takist vel í bænum. Sú ábyrgð beinist ekki einungis að íbúum heilsubæjarins heldur einnig að almenningi utan heilsubæjarins. Hlutverk sveitarstjórnar í heilsubæ Hlutverk sveitarstjórnar í heilsu- bæ er að skapa íbúum heilsubæjar- ins og samtökum þeirra sem best skilyrði til heilsueflingar því það eru einstaklingarnir sjálfir sem skapa hina raunverulegu heilsueflingu. Heilsuefling án virkrar þátttöku hins almenna íbúa heilsubæjarins verður aldrei nein heilsuefling. Sameiginlegur vettvangur Til að tryggja framgang heilsuefl- ingar í heilsubæ hlýtur það að vera hlutverk sveitarstjórnar að skapa sameiginlegan vettvang þar sem fulltrúar heilbrigðisþjónustu, ýmissa stofnana og félagasamtaka geta unnið í sameiningu að framgangi sem víðtækastrar heilsueflingar. Sveitarstjórnin er sá aðili í heilsu- bæ sem best getur á formlegan hátt kallað til fulltrúa hinna ýmsu aðila sem að heilsueflingu koma og skap- að þeim starfsvettvang. Þessir aðilar geta t.d. verið: Heilbrigðis- og öldrunarþjónusta sveitarfélagsins íþróttafélög Skólar, leikskólar Félög aldraðra Verkalýðsfélög Ferðafélög Starfsmannafélög Allt eftir aðstæðum í hverjum heilsubæ um sig. Sem dæmi um það er Homafjarð- arbær nú í ljósi reynslunnar að end- urskipuleggja framkvæmdahóp heilsueflingarinnar á Hornafirði. Hópinn munu skipa fulltrúi frá heilsugæslu, sem á Hornafirði er nú rekin á ábyrgð sveitarfélagsins og í beinum tengslum við öldrunarþjón- ustu sveitarfélagsins, fulltrúi kenn- ara grunnskólans, fulltrúi frá félagi aldraðra, fulltrúi frá ungmennafé- lögunum og fulltrúi frá verkalýðs- og sjómannafélaginu, auk félags- málastjóra, sem er fulltrúi sveitarfé- lagsins í framkvæmdahópnum. Stuöningur viö frjáls félagasamtök Sveitarstjórn í heilsubæ, sem reyndar í öllum sveitarfélögum, hlýtur að bera skyldu til að styðja við bakið á þeim frjálsu félagasam- tökum sem hafa heilbrigða lífsháttu að leiðarljósi. Þegar slíkur stuðningur er veittur í heilsubæ ætti sveitarstjórn að leggja áherslu á að m.a. sé verið að umbuna félagasamtökum fyrir starf þeirra að almennri heilsueflingu í heilsubænum. Þessi félagasamtök geta t.d. verið: íþróttafélög Ferðafélög Skátar Bindindisfélög Starf hinna frjálsu félagasamtaka í anda heilsueflingar er eitt af lykil- atriðunum í vel heppnaðri heilsuefl- ingu í heilsubæ. Öfiugt starf frjálsra félagasamtaka, þar sem einstakling- ar vinna í sameiningu að markmið- um heilsueflingarinnar og tileinka sér hana í frjálsu félagastarfi, hlýtur að vera árangursríkara þegar til lengri tíma er litið en hvatning sveitarstjórnar eða heilsugæslu. Þó er ekki verið að gera lítið úr því starfi. Ytra umhverfi Með ýmiss konar framkvæmdum getur sveitarstjóm lagt sitt af mörk- um til að bæta skilyrði fyrir holla hreyfingu innan bæjarmarkanna. Lagning göngu- og hlaupastíga um heilsubæinn skiptir miklu máli til að hvetja fólk til hollrar hreyfing- ar. Þá getur góð íþróttaaðstaða, þ.m.t. góð sundlaug, golfvöllur og útiaðstaða til líkamsæfinga, gert gæfumuninn. Þá má ekki gleyma aðstöðu fyrir hestamenn og lagn- ingu reiðstíga þar sem það á við og uppbyggingu skíðaaðstöðu í námunda heilsubæja þar sem því verður við komið. Ef framangreind aðstaða er ekki fyrir hendi í heilsubæ hlýtur upp- bygging slíkrar aðstöðu að vera áberandi liður í framkvæmdaáætl- unum sveitarstjómarinnar. Umh verfismál Umhverfismál hafa ekki verið 1 I 0

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.