Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Qupperneq 49

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Qupperneq 49
HEILBRIGÐISMAL Sífellt fleiri taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem fram fer í ágústmánuöi ár hvert. Ljósm. U. Stef. áberandi í umræðunni um heilsuefl- ingu hér á Islandi. En umhverfismál ættu að vera óaðskiljanlegur hluti heilsueflingarinnar. Það er til lítils að vinna af krafti að forvömum og heilbrigðu líferni ef ekki er sam- hliða unnið af krafti að úrbótum í umhverfismálum. Hugmyndin um sjálfbæra þróun hlýtur að tengjast heilsueflingu. Sjálfbær þróun rniðar að því að skapa manninum og lífríkinu í heild heilsusamlegt umhverfi. Það er síð- an mannsins að rækta eigin líkama á heilbrigðan hátt. Því hljóta umhverfismál að vera áberandi málaflokkur í heilsubæ. Það er ekki hvað síst í umhverfis- málum sem sveitarstjórnin getur lagt sitt af mörkum til stuðnings heilsueflingu með því að tryggja heilsusamlegt umhverfi fyrir íbúa sveitarfélagsins. Má þar nefna mengunarvarnir ýrniss konar, úrbætur í frárennslis- málum, úrbætur í sorphirðu og þannig mætti áfram telja. Heilsuefling innan vé- banda sveitarstjórnar Hlutverk sveitarstjórnar er fyrst og fremst að skapa þeim aðilum sem vinna að markmiðum heilsuefl- ingar í heilsubæ góð skilyrði. En sveitarstjórn í heilsubæ á að sjálfsögðu að hvetja starfsmenn sína og bæjarbúa almennt til að taka þátt í heilsueflingunni. Sveitarstjórnin getur með beinum hætti haft áhrif á starfsmenn sína með stuðningi við starfsmannafélög, t.d. styrkt þá til þátttöku í skipulagðri líkamsrækt. Þá ber sveitarstjóm í heilsubæ að vera í fararbroddi hvað varðar vinnuvernd á vinnustöðum sveitar- félagsins. En það eru fleiri svið innan vé- banda sveitarstjómar þar sem sveit- arstjórn í heilsubæ getur og verður að láta til sín taka, beint eða óbeint. Félagsmióstöðvar unglinga Flest sveitarfélög reka félagsmið- stöðvar fyrir unglinga. Það er mjög mikilvægt að starfsmenn félagsmið- stöðvarinnar vinni skipulega að markmiðum heilsueflingar í náinni samvinnu við unglingana. Þar er bæði um að ræða ýmiss konar forvamarstarf og hvatningu til heilsusamlegra lífshátta. Sveitarstjórn hlýtur að ætlast til þess af starfsmönnum sínum að slíkt starf fari fram og leggja til þess það fjármagn sem þarf. Skólakerfió A sama hátt ber að nefna leik- skólann og í rauninni grunnskólann sem nú er alfarið að komast á hend- ur sveitarfélaganna. í heilsubæ hlýt- ur sérstök áhersla að vera lögð á ýmis verkefni tengd heilsueflingu í skólastarfi, bæði á forskólastigi og gmnnskólastigi. Sveitarstjórnin sjálf virk í heilsueflingu Að lokum hlýtur sveitarstjórnin í heilsubæ að vera sjálf virk í heilsu- eflingunni, bæði einstaklingarnir sem sveitarstjómina skipa og sveit- arstjórnin sjálf sem stjórnsýslulegt fyrirbæri. Sveitarstjórnin á að hafa markmið heilsueflingar í huga þegar ákvarð- anir eru teknar um hin margvísleg- ustu máiefni er snerta bæjarfélagið og halda ntarkmiðum heilsueflingar á lofti í störfum sínum dags dag- lega. Það er siðferðileg skylda henn- ar þar sem hún tók að sér það hlut- verk að leiða bæjarfélag í heilsubæ sem á að vera fordæmi annarra hvað varðar heilbrigða lífshætti, heilsu- vernd og eflingu heilbrigðis. Heilsuefling til frambúöar Sveitarstjórnir heilsubæja, sem og allir aðrir aðilar sem koma að heilsueflingu, ættu ekki einungis að líta á heilsueflinguna sem sértækt verkefni sem hefur upphaf og endi, heldur ákveðna leið til að skapa æskilegan lífsstíl sem íbúar heilsu- bæja tileinki sér til frambúðar sjálf- um sér og samfélaginu til góða. 1 1 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.