Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 61

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 61
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM tillögu að áfanga. Ég efa ekki að við náum samningum,“ voru lokaorð ráðherra. Síðar á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða: „I tilefni af orðum heilbrigðisráðherra, Ingibjargar Pálmadóttur, á aðalfundi SSS þann 13. okt. sl. í Grinda- vík ítrekar fundurinn skýra afstöðu sveitarstjómarmanna á Suðumesjum um að staðið verði í öllu við samning um D-álmu við Sjúkrahús Suðumesja sem undirritaður var í apríl sl. Aðalfundur SSS krefst þess að nú þegar verði lokið hönnun og undirbúningi útboðsgagna í samræmi við þær hugmyndir sem lágu fyrir við undirritun samnings þannig að framkvæmd hans tefjist ekki meira en orðið er. Fundurinn felur stjórn SSS að óska nú þegar eftir fundi með fjármálaráðherra um málið.“ Samstarf sveitarfélaga á Suóurnesjum A liðnu starfsári stjómar SSS var fjallað um breyting- ar á samstarfinu í kjölfar sameiningar Keflavfkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafnahrepps. Var samþykktum SSS breytt á aðalfundinum. Helstu breytingar á samþykktum SSS eru þær að „stjórn sambandsins, sem annast málefni þess á milli funda, skal skipuð 5 mönnum (áður 7) og 5 til vara, sem tilnefndir eru af sveitarstjórnarmönnum, einn frá hverri sveitarstjórn og skulu tilnefningar liggja fyrir á aðal- fundi.“ Þá var einnig bætt inn í samþykktirnar að „sam- þykktir stjórnar SSS, sem eru fjárhagslegs eðlis, þurfa samþykki meirihluta stjórnar ásamt samþykki fulltrúa þeirra aðila sem bera meirihluta kostnaðar við rekstur sambandsins hverju sinni, að öðru leyti ræður einfaldur meirihluti stjórnar." Kynning á hugmyndum um framtíóar- lausn sorpeyöingarmála á Suöurnesjum Magnús Guðmannsson verkfræðingur flutti erindi um framtíðarlausn sorpeyðingarmála á Suðumesjum. Sam- starf um sorpeyðingarstöðina hófst hjá sveitarfélögunum á Suðumesjum 1977 og var Sorpeyðingarstöðin tekin í notkun 1979. Um aldamótin uppfyllir hún ekki lengur kröfur um mengunarvamir. Kynnti hann hugmyndir að framtíðarlausn sem felst í því að byggja yfir móttöku og flokkun sorps ásamt endumýjun á brennslulínu. Flutningur grunnskólans til sveitarfélag- anna Fyrstur tók til máls Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og flutti hann kveðjur þess. Hinn 1. ágúst 1996 verður rekstur grunnskólans að fullu fluttur frá ríki til sveitarfélaga enda haft ekki borið á verulegri andstöðu við það. Sveitarfélögin eiga að geta tekið við verkefninu með fullum sóma en nægjanlegt fjármagn þarf að koma frá ríki svo vel fari, sagði Vil- hjálmur. Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu, rakti þróun skólamála á íslandi og kvað verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga þurfa að vera sem skýrasta. Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, lýsti hvemig hugmyndin væri að sveitarfélögin fengju tekjur til að reka grunnskólana. Gert sé ráð fyrir að útsvar í staðgreiðslu hækki en hlutur ríkisins lækki að sama skapi. Stjórn SSS 1995 til 1996 I lok fundarins voru lagðar fram tilnefningar til stjórnar SSSárið 1995 til 1996. Stjórnin er þannig skipuð: Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæj- arstjórnar Reykjanesbæjar, Hallgrímur Bogason, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæj- ar, Oskar Gunnarsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæj- ar, Sigurður Jónsson, sveitar- stjóri Gerðahrepps, og Jón Gunnarsson, oddviti Vatns- leysustrandarhrepps. A fyrsta fundi stjómar var Oskar Gunnarsson kjörinn formaður, Drífa Sigfúsdóttir varaformaður og Jón Gunn- arsson ritari. Ársþing SSNV 23. og 24. ágúst Arsþing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) verður haldið að Löngumýri í Skagafirði föstu- daginn 23. og laugardaginn 24. ágúst. A þinginu er stefnt að því að kynna tekjutilfærslu frá ríki til sveitarfé- laga vegna yfirtöku sveitarfélaganna á greiðslu kennara- launanna, nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og fjárhagsleg áhrif af sameiningu sveitarfélaga. Einnig verða málefni grunnskólans og atvinnumál á dagskrá þingsins á ný. HAFNAMÁL ✓ Arsfundur Hafnasambandsins í s Isafjarðarbæ 17. og 18. október Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga verður í ár haldinn í boði hafnarstjórnar ísafjarðarbæjar dagana 17. og 18. október. Á fundinum verður auk venjulegra aðal- fundarstarfa m.a. rætt um samkeppnisstöðu hafna gagn- vart landflutningum. 1 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.