Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 64
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM
legri þátttöku í þriggja ára tilrauna-
verkefni til eflingar atvinnuþróunar-
starfi á Austurlandi. Árlegum fram-
lögum sveitarfélaganna í sjóðinn
yrði varið til að fjármagna verkefn-
ið, en einnig kæmi til greina að
ganga að hluta á höfuðstól hans.
Þátttaka yrði með fyrirvara um að
Byggðastofnun kæmi myndarlega
að verkefninu.
Orkufrekur iðnaður
Fundurinn beindi þeim tilmælum
til þingmanna Austurlands að þeir
beittu sér fyrir sérmerktum fjárveit-
ingum til kynningar á Austurlandi
sem vænlegs svæðis fyrir orkufrek-
an iðnað. Ráðinn yrði sérstakur full-
trúi sem valinn yrði staður á Austur-
landi til að vinna að framgangi
þessa máls í samráði og samvinnu
við Atvinnuþróunarfélag Austur-
lands og Markaðsskrifstofu iðnaðar-
ráðuneytis og Landsvirkjunar
(MIL).
Saingöngumál
Þá gerði fundurinn samþykktir
um vegamál og flugmál og var sér-
staklega hvatt til umbóta og stækk-
unar á Hornafjarðarflugvelli.
Skorað var á Alþingi að sjá til
þess að haldið verði áfram rann-
sóknum á jarðgangagerð á Austur-
landi, sem hafi það að markmiði að
rjúfa vetrareinangrun byggðarlaga
og stuðla að atvinnuuppbyggingu.
Rannsóknum verði hraðað svo sem
unnt er þannig að taka megi ákvörð-
un um verkefnaröð og hefjast handa
sem fyrst. í þessu sambandi er
minnt á fyrri samþykkt Alþingis að
Austfjarðagöng skuli koma næst á
eftir Vestfjarðagöngum en nú þegar
hafi Hvalfjarðargöng verið tekin
fram fyrir.
Stjórn SSA
í stjórn SSA til eins árs voru
kjörnir sem aðalmenn Broddi B.
Bjarnason. bæjarfulltrúi í Egils-
staðabæ, sem valinn var formaður á
fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar,
Olafur K. Sigmarsson, hreppsnefnd-
armaður í Vopnafjarðarhreppi, Dav-
íð Ó. Gunnarsson, bæjarfulltrúi á
Seyðisfirði, Magnús Jóhannsson,
bæjarfulltrúi í Neskaupstað, Þor-
valdur Aðalsteinsson, oddviti Reyð-
arfjarðarhrepps, Ásbjörn Guðjóns-
son, forseti bæjarstjómar Eskifjarð-
arkaupstaðar, Albert Ó. Geirsson,
sveitarstjóri Stöðvarhrepps, Jóhanna
B. Guðmundsdóttir, varahrepps-
nefndarfulltrúi í Breiðdalshreppi,
og Ólafur Sigurðsson. hreppsnefnd-
armaður í Hofshreppi.
Einnig voru á fundinum kosnir
tveir endurskoðendur SSA, fimm
manns í stjóm Safnastofnunar Aust-
urlands (SAL), jafnmargir í orku-
og stóriðjunefnd SSA, átta manns í
samgöngunefnd SSA, fjórir fulltrúar
á ársfund Landsvirkjunar, einn full-
trúi í stjórn Ferðamálasamtaka
Austurlands og einn í rekstrarstjóm
Heilbrigðiseftirlits Austurlands-
svæðis.
Að kvöldi fyrri fundardagsins var
haldið kvöldverðarhóf og flutt dag-
skrá á vegum heimamanna í Egils-
staðabæ. Hjónin Jóhanna Þórodds-
dóttir og Helgi Seljan, fv. alþingis-
maður, voru þar heiðursgestir.
Næsti aöalfundur SSA í
Neskaupstaö 29. og 30.
ágúst
í fundarlok bauð Magnús Jó-
hannsson að næsti aðalfundur SSA
yrði haldinn í Neskaupstað þar sem
stofnfundur SSA var haldinn fyrir
30 árum.
Hefur aðalfundurinn nú verið
ákveðinn þar dagana 29. og 30.
ágúst.
BÆKUR OG RIT
Jarðalög
Út er komin bókin Jarðalög nr.
65/1976 með skýringum. Höfundur
bókarinnar er Páll Skúlason lög-
fræðingur. Bókin er ítarleg úttekt á
jarðalögunum, rakin forsaga þeirra
og tilgangur en allt frá því að land
byggðist hafa gilt einhverjar reglur
og lög um eignarhald á landi og
jarðnæði hér á landi. Er það að von-
um þar sem eign og/eða umráðarétt-
ur á landi hefur löngum verið for-
senda fyrir afkomumöguleikum
fólks.
Meginefni bókarinnar em ítarleg-
ar skýringar á hverri grein laganna.
Þar eru m.a. raktir fjölmargir úr-
skurðir landbúnaðarráðuneytisins
sem fer með framkvæmd laganna
og hæstarréttardómar sem byggjast
á ákvæðum þeirra og túlka þau nán-
ar.
I bókinni eru tveir viðaukar. I
öðrum þeirra eru birt þrenn lög sem
öll tengjast jarðalögunum. Það eru
Ábúðarlög, lög um Jarðasjóð og lög
um eignar- og afnotarétt fasteigna
sem snúa fyrst og fremst að erlend-
um ríkisborgurum. I öðrum viðauka
er hugleiðing um eignarréttinn.
Sveitarstjórnir og sveitarstjórnar-
menn þurfa að kunna góð skil á
jarðalögunum. Ekki má selja jarðar-
skika nema fá heimild sveitarstjóm-
ar og jarðanefndar. Þá á sveitarfélag
forkaupsrétt að fasteignarréttindum
í sveitarfélaginu.
í bókinni eru gefnar leiðbeiningar
um það hvernig túlka beri lögin
með hliðsjón af úrskurðum land-
búnaðarráðuneytisins, hæstaréttar-
dómum og fleiri lögskýringarkost-
um. Lagatextinn er víða mjög af-
dráttarlaus en dómstólar hafa dæmt
að sveitarstjómir skuli beita réttind-
um sínum með varúð. Það er dýrt að
gera mistök og þess vegna ættu
sveitarstjórnarmenn að kynna sér
þessa bók Páls.
Bókin fæst hjá höfundi, Páli
Skúlasyni, Sólvallagötu 41, 101
Reykiavík, sími 552 0868 og kostar
kr. 2.850,-.
1 26