Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 12

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 12
RÁÐSTEFNUR Ráðstefna á Egilsstöðum um umhverfismál í sveitarfélögum Sigurborg Kr. Hannesdóttir, verkefhisstjóri umhverfis- verkefiiis Egilsstaðabœjar Dagana 9. - 10. júní sl. var haldin á Egilsstöðum ráðstefna um um- hverfismál í sveitarfélögum. Að ráðstefnunni stóðu Norræna ráð- herranefndin, umhverfisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga, ásamt Egilsstaðabæ. Ráðstefnan var haldin í framhaldi af norrænu verk- efni um umhverfisáætlanir í sveitar- félögum, sem Egilsstaðabær, auk 17 færeyskra sveitarfélaga, tók þátt í. Ráðstefnan var fyrst og fremst ætl- uð sveitarfélögum og var því ein- göngu opin fulltrúum þeirra, ásamt fulltrúum nokkurra stofnana sem fara með umhverfismál. Alls sóttu ráðstefnuna 75 manns hvaðanæva af landinu, nema að enginn fulltrúi kom frá sveitarfélögum á Vestur- landi og aðeins einn frá Vestfjörð- um. Ráðstefnustjórar voru Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Magnús Jóhannesson, ráðuneyt- isstjóri í umhverfisráðuneytinu, sem einnig dró saman helstu niðurstöður ráðstefnunnar í lokin. Umhverfisráðherra, Guðmundur Bjamason, setti ráðstefnuna. Að því loknu komu 8 ára böm í Egilsstaða- skóla og sungu „ruslalög" með eigin textum sem þau sömdu í tengslum við umhverfisverkefni sitt í skólan- um í vor. Síðan færðu þau ráðherra að gjöf skilti frá Stólpa á Egilsstöð- um með áletruninni „Vinsamlega stöðvið vélina" og óskuðu eftir að það yrði sett upp við bfiastæði um- hverfisráðuneytisins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, flutti ávarp og sú er þetta skrifar, verkefnisstjóri umhverfis- verkefnis Egilsstaðabæjar, sagði frá verkefninu frá því það hófst vorið 1996. Einnig var fjallað um fleiri verkefni, Birgir Þórðarson verkefn- isstjóri sagði frá verkefninu Hreint Suðurland sem nú hefur staðið frá árinu 1993 og Bryndís Kristjáns- dóttir, formaður umhverfismálaráðs Reykjavíkurborgar, lýsti þeirri vinnu sem fram hefur farið í borg- inni og hvað þar er framundan. Tveir erlendir fyrirlesarar voru á ráðstefnunni og er vonandi á engan hallað þegar sagt er að erindi þeirra fengu mjög góðar undirtektir. Durita Brattaberg frá Færeyjum, verkefnisstjóri í áðurnefndu verk- efni um umhverfisáætlanir í sveitar- félögum, talaði tæpitungulaust um hvemig veruleikinn blasir við sveit- arfélögum og sveitarstjómarmönn- um þegar kemur að umhverfismál- um og forgangsröðun þeirra. Steinar Storelv, frá Sambandi sveitarfélaga í Noregi, sýndi m.a. fram á hvemig markviss vinna í umhverfismálum getur reynst fyrirbyggjandi fyrir sveitarfélögin. Auk fyrirlestranna var hópvinna þar sem ráðstefnugestir ræddu eftir- talda málaflokka: Neysluvatn og fráveitur, umhverfismál í stjórn- Viö setningu ráöstetnunnar. Átta ára börn sungu „ruslalög" meö eigin texta. Úr hátíöarsal Menntaskólans á Egilsstööum þar sem ráöstefnan var haldin. 202

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.