Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 19
SKIPULAGSMAL skálum frekar en í tjöldum. Kynning Ráðgjafar hafa haldið fjölmarga samráðsfundi með hagsmunaaðilum sem tengjast skipulagsvinnunni á einn eða annan hátt. Auk funda með fulltrúum í héraði hefur verið hald- inn fjöldi funda með stofnunum og félagasamtökum. Þessir aðilar hafa í mörgum tilvikum tekið saman álits- gerðir sem mið er tekið af í tillögu- gerðinni. Nú hefur tillagan verið auglýst og þá er von okkar að umræðan fari að snúast um þá stefnumörkun sem í henni felst en ekki hverjir hafa verið að vinna að henni. Samkvæmt skipulagslögum eiga skipulagstillögur að hanga uppi til sýnis í sex vikur þar sem almenn- ingi er gefinn kostur á því að kynna sér tillögur og gera athugasemdir innan átta vikna frá því auglýsing birtist. I þessu tilviki kemur tillagan til með að hanga uppi í fjóra mánuði og frestur til að skila athugasemdum er til 10. október 1997. Þannig ætti öllum sem þess óska að gefast kost- j ur á því að kynna sér hana og gera athugasemdir við hana. Að auglýsingatíma loknum mun samvinnunefndin fjalla um athuga- semdir, taka afstöðu til þeirra og gera tillögu til skipulagsstjómar rík- ! isins um endanlega afgreiðslu svæð- isskipulagsins. Þegar mörkuð hefur verið stefna í landnotkun fyrir allt svæðið er stefnt að því að einstök sveitarfélög taki við framkvæmd skipulagsmála og láti vinna nánari útfærslu af- markaðra svæða að því gefnu að landinu hafi öllu verið skipt milli sveitarfélaga. Slíkar nánari útfærslur þarf að sjálfsögðu að auglýsa og kynna samkvæmt skipulagslögum. Gangi þetta allt eftir verður ekki lengur hægt að gera greinarmun á mannvirkjagerð í byggðum og óbyggðum eins og verið hefur. Gerðar verða sömu kröfur til allra hönnunargagna vegna byggingar- framkvæmda á hálendinu og gerðar eru í byggð. Þá verður einnig stór- aukið eftirlit með þessum fram- kvæmdum. Þótt hér verði um að ræða mjög grófa stefnumörkun og áætlun sem eftir er að útfæra nánar má búast við því að ekki verði allir sáttir við nið- urstöðuna. Það er von þeirra sem að svæðisskipulagi miðhálendisins hafa staðið að umræðan sem framundan er verði markviss, stefn- an verði skýr og færi okkur nær því að taka á málum eins og menningar- þjóðum sæmir. Ný skipulags- og byggingarlög frá 1. janúar 1998 Ný skipulags- og byggingarlög sem samþykkt voru á Alþingi hinn 15. maí sl. öðlast gildi frá 1. janúar 1998. Að því er stefnt að samtímis öðlist gildi ný skipulagsreglugerð og ný byggingarreglugerð. Undirbúningur að gildistöku lag- anna er hafinn í samstarfi umhverf- isráðuneytisins, Skipulags ríkisins og sambandsins. Tekið hefur til starfa sérstakur starfshópur sem á að stjóma undir- búningi að gildistöku laganna og eru í honum þeir Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, Ingimar Sig- urðsson, skrifstofustjóri í umhverf- isráðuneytinu, og Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri sambandsins. I vinnuhóp sem á að semja drög að nýtri skipulagsreglugerð skv. 10. gr. hinna nýju laga hefur stjóm sam- bandsins tilnefnt Hjörleif B. Kvaran borgarlögmann og Ottar Guð- mundsson, arkitekt og hreppsnefnd- armann í Reyðarfjarðarhreppi, sem varafulltrúa hans og í vinnuhóp til þess að semja drög að nýrri bygg- ingarreglugerð skv. 37. gr. laganna hefur stjórnin tilnefnt Agúst Jóns- son, skrifstofustjóra borgarverk- fræðings, og sem varamann hans Jón Geir Ágústsson, byggingarfull- trúa Akureyrarkaupstaðar. Einnig eru í þeim vinnuhópi fulltrúi frá Skipulagi ríkisins, umhverfisráðu- neytinu, Félagi byggingarfulltrúa, Brunamálastofnun og Rannsóknar- stofnun byggingariðnðarins. 1 erindi Skipulags ríkisins til sam- bandsins frá 9. júní, þar sem óskað var tilnefningar fulltrúa sambands- ins í vinnuhópa þessa, var gert ráð fyrir því að drög að skipulagsreglu- gerðinni yrðu send til umsagnar í byrjun október og drög að bygging- arreglugerðinni um miðjan október. Þá þarf að setja reglugerð um framkvæmd námskeiðahalds og prófs vegna löggildingar hönnuða skv. 48. gr. laganna. Fulltrúi frá ráðuneytinu og annar frá Skipulagi ríkisins semja drög að þeirri reglu- gerð. Loks er gert ráð fyrir að nýju lög- in og reglugerðimar verði kynntar á komandi haustmánuðum. Vinnuhóp til þess að útbúa efni og gera áætlun um slíka kynningu skipa fulltrúar frá umhverfisráðuneytinu, Skipulagi ríkisins og sambandinu. Til þess verkefnis hefur stjórnin tilnefnt Guðrúnu S. Hilmisdóttur, verkfræð- ing á skrifstofu sambandsins. Snemma á næsta ári verða svo geftn út endurskoðuð leiðbeiningar- rit um gerð svæðisskipulags, aðal- skipulags og deiliskipulags. 209

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.