Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 37

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 37
FRÆÐSLUMAL Lagalegur réttur og raunveru- leiki fyrir ungmenni með sérkennsluþarfir Þættir úr könnun um menntamál í framhaldsskólum Berit H. Johnsen, candpolit. Hvers vegna á umræða um fram- haldsskóla heima í Sveitarstjómar- málurn? Franthaldsskólinn er að mestu leyti á ábyrgð ríkisins og er síður en svo starfræktur í öllum sveitarfélögum. A hinn bóginn skipta menntun og framtíðarmögu- leikar ungmenna höfuðmáli fyrir framtíð hvers sveitarfélags. Á þetta ekki síst við um menntunarmögu- leika á framhaldsskólastigi fyrir þá sem þurfa á sérkennslu að halda. I þessari grein mun ég skýra frá nokkrum niðurstöðum úr könnun á kennslu fatlaðra, sérkennslu og kennslu við hæfi í framhaldsskól- um. Upplýsingar frá skólameistur- um um stöðu þessa málaflokks og viðhorf þeirra til framtíðarþróunar verður kynnt í ljósi lagalegra rétt- inda ungmenna. I upphafi greinar- innar verður bent á nokkur mikil- væg atriði í lögum og reglugerðum um framhaldsskólann. Því næst verður greint í stuttu máli frá til- drögunt könnunarinnar, tengslum við aðrar kannanir, markmiði og helstu niðurstöðum. Sagt verður frá dæmi um möguleika til kennslu við hæfi í verknámsáföngum. Rætt verður um muninn á brottfalli í fjöl- mennum og fámennum skólum með sérstakri skírskotun til nauðsynjar þess að endumýja kennsluhætti. Að lokum verður fjallað um þörf fyrir ráðgjafarþjónustu. Lagalegur réttur ung- menna til kennslu viö hæfi - raunveruleg tilboö í framhaldsskólum Markmið franthaldsskólans er eins og grunnskólans að veita menntun við hæfi allra unglinga. í annarri grein laga um framhalds- skóla nr. 57/1988 segir meðal ann- ars að hlutverk hans sé að búa nem- endur undir líf og starf í lýðræðis- samfélagi með því að skapa skilyrði til náms og þroska við hæfi allra. Sérstaklega er tekið fram að á þessu skólastigi skuli veita fötluðum nem- endum kennslu og þjálfun við hæfí og sérstakan stuðning í námi. I þessu hlýtur að felast m.a. að nem- endur með sérstakar námsþarfir eiga rétt á sérkennslu. í reglugerð um framhaldsskóla nr. 23/1991, 30., 31. og 32. grein, er þetta markmið nánar útfært. Þar segir að sérhver skóli skuli njóta starfa sérkennara í sam- ræmi við þarfir nemenda skólans fyrir sérkennslu. Einnig kemur fram að nemendur í framhaldsskóla eiga rétt á sálfræðiþjónustu og að náms- ráðgjafar/ráðgjafar skuli starfa við hvem framhaldsskóla. Af þessu má sjá að kennsla við hæfi hvers ein- staks nemanda er eitt af höfuðmark- miðunum í framhaldsskólalögunum. Ég vil taka fram að með þessu á ég ekki við að skylda eigi alla einstakl- inga á aldrinum sextán ára til tvítugs í nám af einhverju tagi. Þvert á móti túlka ég þessar lagagreinar þannig að það sé á ábyrgð framhaldsskóla landsins að bjóða nám við hæfi allra á þessu aldursbili. Með þessum lagaákvæðum skip- aði Island sér sess meðal fremstu þjóða. Þegar framhaldsskólalög og -reglugerðir Norðurlandanna voru bomar saman með tilliti til réttinda allra til kennslu árið 1993 voru ís- lensk lög fyllilega í samræmi við lagaákvæði flestra annarra Norður- landanna, og framar í sumum tilvik- um (Johnsen 1993). En hvernig er staðan í reynd? I sömu könnun frá 1993 kom fram í svari ráðuneytisins að markmið laga og reglugerða væru ennþá ekki komin í framkvæmd alls staðar. Tildrög könnunarinnar, tengsl viö aörar kannanir, markmiö og takmarkanir Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi lét framkvæma athug- un í framhaldsskólum umdæmisins. Markmiðið var að kanna þjónustu við fatlaða. Þessi könnun var liður í viðamikilli könnun um þróun heild- stæðrar einstaklingsmiðaðrar þjón- ustu fyrir fatlaða í heimabyggð. Markmiðið var að lýsa stöðunni nú í ljósi þróunar síðustu ára. Heildar- könnunin tók til aðstæðna og þjón- ustu við fatlaða á sviði atvinnu, bú- 227

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.