Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 37

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 37
FRÆÐSLUMAL Lagalegur réttur og raunveru- leiki fyrir ungmenni með sérkennsluþarfir Þættir úr könnun um menntamál í framhaldsskólum Berit H. Johnsen, candpolit. Hvers vegna á umræða um fram- haldsskóla heima í Sveitarstjómar- málurn? Franthaldsskólinn er að mestu leyti á ábyrgð ríkisins og er síður en svo starfræktur í öllum sveitarfélögum. A hinn bóginn skipta menntun og framtíðarmögu- leikar ungmenna höfuðmáli fyrir framtíð hvers sveitarfélags. Á þetta ekki síst við um menntunarmögu- leika á framhaldsskólastigi fyrir þá sem þurfa á sérkennslu að halda. I þessari grein mun ég skýra frá nokkrum niðurstöðum úr könnun á kennslu fatlaðra, sérkennslu og kennslu við hæfi í framhaldsskól- um. Upplýsingar frá skólameistur- um um stöðu þessa málaflokks og viðhorf þeirra til framtíðarþróunar verður kynnt í ljósi lagalegra rétt- inda ungmenna. I upphafi greinar- innar verður bent á nokkur mikil- væg atriði í lögum og reglugerðum um framhaldsskólann. Því næst verður greint í stuttu máli frá til- drögunt könnunarinnar, tengslum við aðrar kannanir, markmiði og helstu niðurstöðum. Sagt verður frá dæmi um möguleika til kennslu við hæfi í verknámsáföngum. Rætt verður um muninn á brottfalli í fjöl- mennum og fámennum skólum með sérstakri skírskotun til nauðsynjar þess að endumýja kennsluhætti. Að lokum verður fjallað um þörf fyrir ráðgjafarþjónustu. Lagalegur réttur ung- menna til kennslu viö hæfi - raunveruleg tilboö í framhaldsskólum Markmið franthaldsskólans er eins og grunnskólans að veita menntun við hæfi allra unglinga. í annarri grein laga um framhalds- skóla nr. 57/1988 segir meðal ann- ars að hlutverk hans sé að búa nem- endur undir líf og starf í lýðræðis- samfélagi með því að skapa skilyrði til náms og þroska við hæfi allra. Sérstaklega er tekið fram að á þessu skólastigi skuli veita fötluðum nem- endum kennslu og þjálfun við hæfí og sérstakan stuðning í námi. I þessu hlýtur að felast m.a. að nem- endur með sérstakar námsþarfir eiga rétt á sérkennslu. í reglugerð um framhaldsskóla nr. 23/1991, 30., 31. og 32. grein, er þetta markmið nánar útfært. Þar segir að sérhver skóli skuli njóta starfa sérkennara í sam- ræmi við þarfir nemenda skólans fyrir sérkennslu. Einnig kemur fram að nemendur í framhaldsskóla eiga rétt á sálfræðiþjónustu og að náms- ráðgjafar/ráðgjafar skuli starfa við hvem framhaldsskóla. Af þessu má sjá að kennsla við hæfi hvers ein- staks nemanda er eitt af höfuðmark- miðunum í framhaldsskólalögunum. Ég vil taka fram að með þessu á ég ekki við að skylda eigi alla einstakl- inga á aldrinum sextán ára til tvítugs í nám af einhverju tagi. Þvert á móti túlka ég þessar lagagreinar þannig að það sé á ábyrgð framhaldsskóla landsins að bjóða nám við hæfi allra á þessu aldursbili. Með þessum lagaákvæðum skip- aði Island sér sess meðal fremstu þjóða. Þegar framhaldsskólalög og -reglugerðir Norðurlandanna voru bomar saman með tilliti til réttinda allra til kennslu árið 1993 voru ís- lensk lög fyllilega í samræmi við lagaákvæði flestra annarra Norður- landanna, og framar í sumum tilvik- um (Johnsen 1993). En hvernig er staðan í reynd? I sömu könnun frá 1993 kom fram í svari ráðuneytisins að markmið laga og reglugerða væru ennþá ekki komin í framkvæmd alls staðar. Tildrög könnunarinnar, tengsl viö aörar kannanir, markmiö og takmarkanir Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi lét framkvæma athug- un í framhaldsskólum umdæmisins. Markmiðið var að kanna þjónustu við fatlaða. Þessi könnun var liður í viðamikilli könnun um þróun heild- stæðrar einstaklingsmiðaðrar þjón- ustu fyrir fatlaða í heimabyggð. Markmiðið var að lýsa stöðunni nú í ljósi þróunar síðustu ára. Heildar- könnunin tók til aðstæðna og þjón- ustu við fatlaða á sviði atvinnu, bú- 227
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.