Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 56

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 56
STJÓRNSÝSLA Samstarfsverkefni sveitarfélaga og félagasamtaka Karl Björnsson, bœjarstjóri á Selfossi I. Inngangur Hér á eftir fjalla ég um lögbundin verkefni sveitarfélaga, þjónustuframboð þeirra og hvemig fjármál þeirra hafa þróast undanfarin ár. Ég ræði um nauðsyn þess að sveitarfélög nýti skatttekjur sínar eins vel og kostur er og vík að síðustu að samskiptum sveitarfélaga og félagasamtaka. II. Lagaramminn og verkefni sveitarfélaga í sveitarstjómarlögum nr. 8/1986 er kveðið á um að byggðin í landinu skiptist í staðbundin sveitar- félög sem stýri sjálf málefnum sínum á eigin ábyrgð. Þessi sjálfsstjórnarréttur er einnig stjórnarskrárvarinn auk þess sem hann er staðfestur í Evrópusáttmála um sjálfsstjóm sveitarfélaga sem gerður var á vegum Evr- ópuráðsins og undirritaður af Islands hálfu þann 20. nóvember 1985. Þessi sjálfsstjóm er engu að síður mót- uð í þann lagaramma sem Alþingi setur og eru sveitarfé- lögin því seld undir það vald sem þar er að finna. í 6. gr. sveitarstjómarlaganna er kveðið á um að sveit- arfélögunum sé skylt að annast þau verkefni sem þeim eru falin með lögum. Þau skulu vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna eftir því sem fært þykir á hverj- um tíma og geta þau tekið að sér hvert það verkefni sem varðar íbúa þeirra enda sé það ekki faliö öðmm til úr- lausnar með lögum. Samkvæmt lögunum skulu sveitarfélögin hafa sjálf- stæða tekjustofna og sjálfsforræði á gjaldskrá eigin fyr- irtækja og stofnana til þess að mæta kostnaði við fram- kvæmd þeirra verkefna sem þau annast. í 6. greininni em síðan talin upp þau lögbundnu verk- efni sem sveitarfélögum ber að annast, s.s. ýmis félags- þjónusta, fræðslumál, húsnæðismál, byggingar- og skipulagsmál, almannavamir, hreinlætismál, menningar- mál, íþróttir, landbúnaðarmál, gatna- og veitumál og fleira. Fjöldi laga og reglugerða skilgreinir síðan nánar þessi verkefni. Ljóst er að verkefnasvið sveitarfélaganna er svo víð- feðmt og þjónustumöguleikamir svo fjölbreyttir að ekki þarf mikla útsjónarsemi hjá hinum lýðræðiskjömu sveit- arstjórnarmönnum til að eyða á auðveldan hátt þeim tekjum sem sveitarfélögin njóta til að sinna einungis litl- um hluta þeirra mála sem í boði eru. Af þessum aug- ljósu ástæðum þurfa sveitarstjómarmenn og allur almenningur að skilgreina vel og for- gangsraða þeim verkefnum sem sinna skal. III. Skuldir sveitarfélaga Sú forgangsröðun sem þróast hefur hjá sveitarfélögum er vel sýnileg í ársreikningum þeirra. Stærstu útgjaldaliðimir í rekstri eru á sviði fræðslu- og félagsþjónustumála eða yfir 40% af skatttekjum. Meginþungi fjárfestingar sem fjármögnuð er með skatttekjum er á sviði fræðslu-, íþrótta- og umhverfismála. Þrátt fyrir sífelldar aðhaldsaðgerðir sveitarstjóma að margra mati hafa sveitarfélög landsins safnað skuldum mörg undanfarin ár. Stómm hluta skatttekna hefur því í raun verið ráðstafað langt fram í tímann svo unnt verði að standa undir greiðslubyrði lána. Þegar fjárhagsstaða sveitarfélaga er könnuð er eðlilegt að athuga þróun hennar frá árinu 1990 þegar verka- skiptalögin svokölluðu öðluðust gildi og breyttu mjög fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Það ár stóðu sveitarfélögin nokkuð vel fjárhagslega. Skuldir sveitarfélaga sem eingöngu miðast við sveitar- sjóði á verðlagi mældu með lánskjaravísitölu ársins 1995 hafa aukist verulega síðustu ár. Heildarskuldir hækkuðu úr 21,6 milljörðum kr. árið 1990 í 38,3 milljarða kr. við árslok 1995 eða um 16,7 milljarða kr. sem er 77,3% hækkun. Nettóskuldir em þó betri mælikvarði á skulda- stöðuna. Til að reikna þær þarf að draga peningalegar eignir frá heildarskuldum. Frá árinu 1990 til ársins 1995 hækkuðu nettóskuldir úr 6,1 milljarði kr. í 23,9 milljarða kr. eða um 17,8 milljarða kr. sem er 292% hækkun hinna raunvemlegu skulda sveitarsjóða. Astæða þessarar slæmu þróunar í fjárhag sveitarfélaga er einföld. Of mörg sveitarfélög hafa eytt um efni fram. Þau hafa boðið íbúum sínum meiri þjónustu en þau hafa haft ráð á miðað við tekjur og framkvæmt hraðar og meira en eigið fé þeirra og fjárhagsstaða hafa leyft. Þau hafa ekki brugðist við illviðráðanlegum útgjöldum á sviði félagsmála og í sumum tilfellum á sviði atvinnu- mála með samdrætti í viðráðanlegum málaflokkum sér- staklega hvað varðar framkvæmdaþáttinn. Þau hafa fæst unnið á grundvelli langtímaáætlana í fjármálum þrátt fyrir brýna þörf fyrir slíkar áætlanir í ljósi fjárhagsþróun- 246

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.