Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 57

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 57
STJÓRNSÝSLA ar síðustu ára. Þessar tölur sýna heildina hjá öllum sveitarsjóðum landsins samanlögðum. Að sjálfsögðu eru sum sveitar- félög betur stödd fjárhagslega en önnur. Einnig er ljóst að stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vega mjög þungt í þessari þróun. Engu að síður sýna þessar tölur okkur þá staðreynd að fjárhagslegur grunnur sveitarfé- laga landsins er mjög veikur. Rekstrartekjur nægja vart fyrir rekstrarútgjöldum hjá mörgum sveitarfélögum og er þeim því nauðsyn á að fjármagna framkvæmdir og greiðslur af eldri lánum með nýjum lánum. A sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað hafa skuldir sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða vaxið hratt og eru þær nú um 9,5 milljarðar kr. Á móti þessum skuldum standa eignir en þó misseljanlegar því talið er að skuldir sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða sem ekki hefur tekist að selja séu um 2,5-3,0 milljarðar kr. Með þessum upplýsingum er ég að sýna fram á nauð- syn þess að margir stjómendur sveitarfélaga endurskoði vinnubrögð sín, forsendur ákvarðanatöku um fjárútlát, fjármálastjómun almennt, það þjónustustig sem boðið er og með hvaða hætti þjónustan er innt af hendi. IV. Hagrœðing Þessa slæmu fjárhagsstöðu sveitarfélaga er hægt að laga svo um munar með hækkun skatta en ekki er vilji til þess af hálfu sveitarstjómarmanna frekar en skatt- greiðenda. Af þeim sökum nýta sveitarfélögin sér ekki alla þá skattheimtumöguleika sem lög heimila. Þess vegna em þau knúin til að bregðast við þessari þróun með betri nýtingu þess fjármagns sem þau hafa til ráð- stöfunar eða einfaldlega að draga úr þjónustuframboði og lækka þar með þjónustustigið. Að leggja niður þjónustu sem tekin hefur verið upp og fólk er farið að venjast sem sjálfsögðum hlut getur reynst erfitt að framkvæma. Reynslan sýnir að sveitar- stjómarmenn em tregir til slíkra aðgerða. Eftir stendur þá sú eina færa leið sem virðist vera í stöðunni, þ.e. að nýta betur skatttekjumar og beita hagræðingu á öllum sviðum án þess að slíkt dragi úr þeirri þjónustu sem fólk hefur vanist. Sveitarfélögin hafa um langa hnð verið virkir þátttak- endur á útboðsmarkaði vegna nýframkvæmda. Þau leit- ast við að láta sérhæfða aðila vinna fyrir sig verkin á því hagstæðasta verði sem býðst á hverjum tíma. Vart finn- ast þess lengur dæmi að starfsmenn sveitarfélaga sinni svo nokkru nemi nýframkvæmdum á annan hátt en á undirbúnings- og eftirlitssviðinu. Á þessum vettvangi geta sveitarfélögin þó eflt sig enn frekar. Ótal mörg verkefni finnast einnig á þjónustu- og rekstrarsviði sveitarfélaga þar sem mögulegt er að láta samkeppni markaðarins njóta sín í þágu góðrar nýtingar fjármagns. En til þess að slíkt sé mögulegt er gmndvall- arforsendan skýr skilgreining verkefna og vönduð þarfa- greining. Þjónustusamningar og alútboð geta reynst ár- angursrík tæki til að ná settu marki. En beiting þessara tækja krefst reynslumikilla og helst vel menntaðra stjómenda sveitarfélaga. Önnur leið til hagræðingar sem sveitarfélögin hafa nýtt sér er samvinna þeirra um framkvæmd verkefna. Það gera þau m.a. með starfrækslu byggðasamlaga um mikilvæg verkefni, s.s. á sviði fræðslumála, brunavama, ýmissa menningarmála, sorpförgunarmála og veitumála. Þessi samvinna er tilkomin í þeirri viðleitni að njóta stærðarhagkvæmni á sama tíma og þjónustan á viðkom- andi sviðum er bætt. Byggðasamlögin lúta sérstökum stjómum og starfa oftast nokkuð sjálfstætt á gmndvelli þeirra markmiða og verkefnaskilgreiningar sem eigendur þeirra setja þeim. Þau fá oftast stofn- og rekstrarframlög frá eigendum sínum eða afla sér sértekna með þjónustu- gjöldum til að standa undir útgjöldum sínum. Þannig em þessi byggðasamlög nokkuð sjálfstæð og sum þeirra ná fram vemlegri eignamyndun þegar tímar líða. Því þarf eignaraðildin að vera skýr og í raun em sum byggðasam- lög ekki fjarskyld hlutafélögum sem halda sína árlegu aðalfundi með tilheyrandi uppgjöri, stjórnarkjöri og ákvörðun um arðgreiðslur. Auðvelt er að breyta nokkmm þessara byggðasamlaga í hlutafélög. Það tel ég þó ekki vænlegan kost nema tryggt sé að þau starfi á samkeppnismarkaði. Byggðasamlögin geta einnig myndað með sér sam- keppni sín í milli. í þessu sambandi má geta um sam- keppni milli SORPU og Sorpstöðvar Suðurlands um sorpförgun. Fram til þessa hafa allir litið á það sem sjálf- sagðan hlut að sveitarfélög annist og einoki sorpförgun fyrir ákveðin svæði og þjóni ekki íbúum eða fyrirtækjum annarra sveitarfélaga. Gjaldskrárákvarðanir hafa verið einhliða og án áhrifa eðlilegrar samkeppni. Nú hefur þetta breyst, a.m.k. tímabundið. Ég tel að einkafyrirtæki eigi að hasla sér völl á þessu sviði með sama hætti og þau hafa gert við söfnun og hirðingu sorpsins þar sem sveitarfélög og fyrirtæki nýta sér samkeppni á þeim markaði sem væntanlega kemur íbúum viðkomandi sveitarfélaga og neytendum til góða. V. Einka- og félagavœðing Menn spyrja hvort ná megi fram frekari hagræðingu með því að fela í auknum mæli en nú er gert einstakling- um, félagasamtökum eða fyrirtækjum að sinna þjónustu sem sveitarfélögin hafa fram til þessa sinnt. Einfalt er að svara þessu á þá leið að slíkt hljóti að teljast skynsamlegt ef hægt er að sýna fram á það að slíkar ráðstafanir verði til þess að skatttekjurnar nýtist betur en annars væri. Mörg fyrirtæki og félög kalla eftir auknum verkefnum frá sveitarfélögum og eðlilegt er að koma til móts við þær óskir. En ég minni í því sambandi á að sjálfsforræði sveitarfélaganna er mikið með tilheyrandi ábyrgð. Þau hafa valið um í hve miklum mæli beri að sinna hinum ýmsu þjónustuþáttum. Verkefnin em fleiri en mögulegt er að sinna. Forgangsröðunin er hjá sveitarfélögunum og 247

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.