Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 63

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 63
STJÓRNSÝSLA Tækni- og umhverfissvið Hlutverk Hlutverk tækni- og umhverfis- sviðs er að hafa yfirumsjón með tæknilegum framkvæmdum og við- haldi á mannvirkjum Homafjarðar- bæjar. Yfirmaður sviðsins er fram- kvæmdastjóri tækni- og umhverfis- sviðs. Helstu verksviö Þau verksvið sem tækni- og um- hverfissvið ber ábyrgð á eru eftirfar- andi: 1. Skipulags- og byggingarmál Framkvæmd skipulags- og bygg- ingarlaga. Umsjón með aðal- og deiliskipulagi Homafjarðar. Ráðgjöf og umsjón með umferðarmálum og umferðarlögum. 2. Götur, holræsi og samgöngur Framkvæmd og viðhald á götum, holræsum og samgöngum. 3. Umhverfismál Framkvæmd laga um umhverfis- mál, náttúmvemd og forvamir í um- hverfismálum. Ráðgjöf um framan- ritað. 4. Eftirlit fasteigna Eftirlit, viðhald og umsjón með fasteignum Homafjarðar. 5. Áhaldahús Rekstur áhaldahúss Homafjarðar. 6. Brunamál Umsjón með brunavörnum og forvörnum á sviði brunamála í Austur-Skaftafellssýslu. 7. Hreinlætismál Framkvæmd laga um mengunar- vamir, heilbrigðisvemd og hollustu- hætti. Umsjón með sorphirðu og sorpeyðingu. 8. Vatnsveita Rekstur vatnsveitu Homafjarðar. 9. Hundar, búfé og meindýr Meindýraeyðing, eftirlit með hundahaldi og búfjárhaldi. Lokaorö Eins og fyrr er getið hafa um- fangsmiklar breytingar átt sér stað hjá bæjarfélaginu, aðallega vegna yfirtöku stórra verkefna. Mjög knýj- andi var orðið að leggja út í þá vinnu að endurskipuleggja stjórn- sýslu Hornafjarðar. Með breyting- unum hefur tekist að einfalda stjóm- skipulagið og skilvirkni þess hefur aukist. Ábyrgðar- og valdsvið starfsmanna er orðið skýrara og þar af leiðandi hefur þjónustan batnað. Til að fylgja þessum breytingum eftir er fyrirhugað að halda nám- skeið í haust bæði fyrir yfirstjóm- endur og aðra starfsmenn. Einnig er hafin vinna við mótun starfsmanna- stefnu fyrir sveitarfélagið og gerð starfsmannahandbókar. Aðalatriðið er að þessar breytingar skili sér til íbúanna í formi betri og skilvirkari þjónustu sveitarfélagsins. NÁMSKEIÐ Námskeið í opinberum innkaupum Fjármálaráðuneytið gengst fyrir námskeiði í reglum EES-samnings- ins um opinber innkaup miðviku- daginn 24. september. Það er eink- um ætlað starfsmönnum sveitarfé- laga, fyrirtækja þeirra og stofnana, s.s. veitufyrirtækja. Á námskeiðinu halda erindi tveir starfsmenn Eftir- litsstofnunar EFTA (ESA) en annar þeirra starfaði við innkaup hjá sveit- arfélagi í Noregi áður en hann hóf störf hjá EFTA. Á námskeiðinu verður, auk al- mennrar kynningar á ESA og EES, fjallað um meginreglur EES-samn- ingsins og EES-tilskipanir um opin- ber innkaup og tengsl þeirra við meginreglur EES og lýst nokkrum málum sem ESA hefur fjallað um. Ráðuneytið vekur athygli á því að þótt tilskipanir um opinber innkaup gildi eingöngu um útboð yfir til- teknum viðmiðunarmörkum gilda meginreglur samningsins um öll út- boð, svo sem jafnræðisreglan í 4. gr. EES-samningsins. Þátttaka tilkynnist Svanhvíti Ámadóttur í síma 560 9200. 253

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.