Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 4
FORUSTUGREIN Baráttan gegn eiturlyfjunum Eiturlyfjaneysla er alvarlegt þjóðfélagslegt vanda- mál. Umsvif eitursalanna fara stöðugt vaxandi og dreifing og sala fíkniefna fer fram með skipulegum hætti um land allt. Ekkert sveitarfélag er undanskilið og ekkert heimili getur verið óhult. Unglingamir em markhópur eitursalanna, sem fara ekki í manngreinar- álit og spyrja hvorki um stétt, stöðu né heimilisástæð- ur. Uppeldislegar aðstæður bama og ungmenna eru allt aðrar en áður var og hraði og spenna neyslusamfé- lagsins eiga að líkindum sinn þátt í því að vamir opin- berra aðila, foreldra og uppalenda em ekki eins áhrifa- ríkar og vera þyrfti til að takast á við vandann. Afleiðingamar birtast okkur með þeim hætti að sí- fellt lleiri ungmenni verða háð notkun eiturlyfja með þeim hörmungum sem því fylgja fyrir viðkomandi einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Glæpir og ofbeldi eru óhjákvæmilegir fylgifiskar sölu og neyslu eitur- lyfja. Skipuleg og vel undirbúin innbrot á heimili og í fyrirtæki í leit að verðmætum til að fjármagna eitur- lyfjakaup eru nánast daglegur viðburður og sömuleiðis líkamsárásir eiturlyfjaneytenda á saklaust fólk. Stjórn sambandsins og fulltrúaráð þess hafa tekið fíkniefnavandann til umfjöllunar á fundum sínum og á vegum sambandsins starfaði vinnuhópur sem skilaði 10 punkta tillögum um forvarnastarf og vímuefna- vamir. Niðurstöður vinnuhópsins og ályktanir fulltrúa- ráðsfundanna hafa verið sendar öllum sveitarstjómum í landinu. Ymsar þeirra hafa brugðist við með skipu- legum hætti og komið á samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og frjálsra félagasamtaka um markvisst starf að vímuefnavörnum. Aætlunin Island án eiturlyfja árið 2002 er samstarfsverkefni ríkisins og Reykjavíkur- borgar og lleiri borga í Evrópu sem vinna að hlið- stæðu takmarki. Sambandið á formlega aðild að því samstarfi með skipan fulltrúa í verkefnisstjóm þess. Aukin eiturlyfjaneysla er alþjóðlegt vandamál sem teygir anga sína inn í íslenskt samfélag eins og önnur þjóðfélög. Ríkisvaldið gegnir stóru hlutverki í heftun útbreiðslunnar með löggæslu og tollaeftirliti sem verð- ur að vera öflugt og skilvirkt. Það setur jafnframt regl- ur um refsingar og viðurlög við brotum sem þurfa að vera áhrifarík. Síendurtekin afbrot þeirra sem selja eða neyta eiturlyfja eru ótrúlega algeng sem bendir til þess að refsiramminn þarfnist gagngerrar endurskoðunar. Þess er vænst að lögreglu- og tollayfirvöld búi sig nú til nýrrar sóknar í þeim tilgangi að draga úr innflutn- ingi og sölu eiturefnanna og glæpastarfseminni með nýjum og skipulagðari vinnubrögðum. Sú krafa rís hátt í þjóðfélaginu um þessar mundir. Forvamir og eftirmeðferð fyrir eiturlyfjaneytendur er einnig hlutverk ríkisvaldsins þótt ýmsir fleiri komi að þeim verkefnum. I þeim efnum hefur verið gert mikið átak á undanfömum árum, sérstaklega fyrir frumkvæði félagasamtaka og einstakra meðferðarstofnana og mörg sveitarfélög hafa einnig unnið vel og skipulega að forvarnarstarfi, til að mynda í grunnskólum. Fræðslu um skaðsemi eiturefnanna þarf að efla og sér- staklega þarf að beina henni að bömum og ungmenn- um. Margt bendir til að þess háttar fræðslustarfsemi þurfi að skipuleggja betur og auka samvinnu þeirra fjölmörgu sem sinna því verkefni. Barátta opinberra aðila má sín þó lítils ef öflugur stuðningur landsmanna er ekki fyrir hendi. Foreldrar og aðrir uppalendur á stofnunum og á heimilum gegna þar mikilvægu hlutverki. Ef árangur á að nást verða einstaklingamir að taka höndum saman með ríki, sveit- arfélögum og félagasamtökum í baráttunni gegn eitur- lyfjunum. Öll viljum við búa í öguðu og siðuðu samfé- lagi. Gmnnurinn að slíku samfélagi er í raun lagður á heimilunum þótt skólar og uppeldisstofnanir eigi mik- ilvægan þátt í mótun þess. Margbreytileg viðfangsefni bíða nýrra sveitarstjóma. Baráttan gegn eiturlyfjunum er þó sameiginlegt við- fangsefni þeirra allra. Það er skylda hvers sveitarfé- lags að hafa forystu um það verkefni og stuðla með því að betra og heilbrigðara samfélagi og bjartari framtíð unga fólksins, sem eitursalarnir beina sérstaklega spjótum sínum að. Þórður Skítlason 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.