Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 39
UMHVERFISMÁL Miklar framfarir í umhverfis- málum sveitarfélaga á Suðurlandi Birgir Þórðarson umhverfisskipulagsfrœðingur Unnið hefur verið markvisst að ýmsum úrbótum í umhverfismálum á vegum sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga á Suðurlandi undanfar- in ár. Urbætur í sorphirðu ber þar hæst, en segja má að landshlutinn fari nú þar fremstur í flokki hér á landi í þeim málaflokki, einnig er verulega unnið að úrbótum í frá- veitumálum, en þau eru kostnaðar- samur málaflokkur fyrir flest sveit- arfélög. Rekin eru nú tvö byggða- samlög um sorpförgun, en þau hafa byggt upp móttöku og flokkunar- stöðvar auk þess að reka urðunar- staði í samræmi við nútímakröfur. Unnið er að því að bæta aðstöðu á gámasvæðum og auka spilliefna- móttöku. Minnkun, flokkun og end- urvinnsla úrgangs eru m.a. markmið í stefnumótun byggðasamlaganna. Öll sveitarfélögin standa nú að byggðasamlögunum og njóta því flestir íbúar bættrar þjónustu í mála- flokknum. Sveitarfélögin á aust- urjaðri Suðurlands hafa einnig unn- ið markvisst að því að koma mála- flokki þessum til nútímahorfs, stofnað hefur verið þar sérstakt byggðasamlag vegna sorphirðumála og er nú unnið að því að slökkva opna sorpelda og gefa íbúum kost á að flokka úrgang til endurvinnslu, jarðgerðar og til sorporkufram- leiðslu í háhitaofni, sem væntanlega mun hita t.d. sundlaug á Kirkju- bæjarklaustri. Varðandi magn úrgangs, sem leggst til á svæðinu árlega, má nefna að gert er ráð fyrir að urðuð séu hjá Sorpstöð Suðurlands bs. að Kirkjuferjuhjáleigu um 25.000 tonn, þar af er um að ræða 2.500 tonn af sláturúrgangi. Sérstök móttaka hefur einnig verið á seyru frá hreinsivirkj- um slíks úrgangs. Verulega þarf þó að vinna að þróun seyrulosunar og förgunar seyru á næstu misserum. Fullkominn sorptroðari er notaður við urðunarstarfið, einnig er í notk- un kröftugur trjákurlari, sem er til afnota fyrir aðildarsveitarfélögin, þannig að ekki þurfi að flytja slíkan úrgang um langan veg, heldur vinna og nýta í heimabyggð. Hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. eru urðuð um 2.640 tonn af flokkuðum úrgangi árlega að Strönd á Rangárvöllum, þar af um 1.888 tonn af sláturúrgangi og 750 tonn af bygginga- og stórgerðum úrgangi. Haft verður að leiðarljósi við frekari framfaraverkefni m.a. eftir- farandi: A. Fyrirbyggjandi mengunarvam- ir, t.d. að flokka og farga á viðeig- andi hátt öllum spilliefnum og öðru því sem getur spillt heilsu og um- hverfi manna og dýra. B. Flokkun til nýtingar. Nýting getur verið t.d. endumotkun, endur- vinnsla, framleiðsla fóðurefna, framleiðsla áburðar og jarðbætiefna (jarðgerð) og orkuframleiðsla. Einnig er verið að kanna mögu- leika á flokkun úrgangs til nýtingar og endurvinnslu í einstökum byggð- arkjömum. Lagðar em þar til gmnd- vallar fyrirbyggjandi mengunar- varnir og minnkun og nýting úrgangs. Hjá Funaplasti á Flúðum veröa úrgangsplast og netadræsur aö verðmætu hráefni. Meö tilkomu fyrirtækisins hefur úrgangur á haugum minnkað verulega og opin brennsla heyrir nær sögunni til. 1 O 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.