Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 37
MENNINGARMÁL bæjarstofu tæki að sér hlutverk verkefnisstjórnar að loknu fyrsta ári verkefnisins og verður hún þannig ábyrg fyrir öllu starfinu framvegis. Starfsemi næstu ára I endumýjaðri umsókn var lögð fram allítarleg starfs- áætlun fyrir næstu tvö árin. I starfsáætluninni er gert ráð fyrir að þema starfsársins 1998 verði eldvirkni með sér- stöku tilliti til umbrota undir vestanverðum Vatnajökli og tengsl þeirra við Skaftáreldasvæðið. Arið 1999 verð- ur þema starfseminnar hins vegar kirkju- og kristnisaga héraðsins. Þegar hefur verið lagður grundvöllur að sam- starfi við Kristnitökuhátíðamefnd héraðsins vegna starf- seminnar það ár. Fastir liðir munu frá upphafi setja mik- inn svip á starfsáætlun hvers árs. Starfsemi ársins 1998 Þannig mun sérhvert starfsár hefjast með tveggja daga ráðstefnu í marsmánuði, þar sem sumir bestu fræði- manna okkar verða fengnir til að fjalla um viðfangsefnið frá ýmsum sjónarmiðum og á þann hátt að allir sem áhuga hafa á geti haft af því bæði gagn og gaman. Ráð- stefnan í ár var haldin dagana 21. - 22. mars og bar yfir- skriftina „Eldgos í vestanverðum Vatnajökli og afleið- ingar þeirra". Meðal fyrirlesara voru Helgi Bjömsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Bryndís Brandsdóttir, Guðrún Larsen, Sigurður Reynir Gíslason, Snorri Zóphóníasson og Haukur Jóhannesson. Rúmlega 60 manns sátu þá ráðstefnu og talsvert var fjallað um hana í fjölmiðlum og fékk hún alls staðar góða dóma. í upphafi sumars er síðan opnuð sýning sem tengist viðfangsefninu í sýningarrými Kirkjubæjarstofu og í ár var sýningin opnuð í tengslum við opinbera heimsókn forsetahjónanna í sýsluna 8.- 9. maí sl. Sýningin í ár gerir tveimur stórviðburðum á sviði eldvirkni í héraðinu sérstök skil, Skaftáreldum og gosinu í Gjálp og hlaupinu á Skeiðarársandi í kjölfar þess. Stórt upplýst líkan í miðju sýningarrýminu tengir þessa tvo þætti saman. í tengslum við sýningar verður gefinn kostur á styttri og lengri vettvangsferðum, fræðslustundum, myndsýn- ingum og fleiru. Starfsemi ársins 1999 Ráðstefna sú sem marka mun upphaf starfsársins 1999 er nú þegar að verða nokkuð fullmótuð og mun hún verða haldin dagana 13. og 14. mars. Einnig hefur hafist frumvinna við að leita rústa klaustursins á Kirkju- bæ, starfsmenn Línuhönnunar hf. voru á Kirkjubæjar- klaustri fyrstu helgina í maí með öflug tæki og mældu jarðlög og er það von okkar að niðurstöður geti gefið frekari vísbendingar um hvar klaustrið var. Þær niður- stöður munu síðan verða kynntar á sérstakan hátt á sýn- ingu í Kirkjubæjarstofu næsta sumar. Eins og sjá má er markmiðið að Kirkjubæjarstofa verði í raun lifandi gestastofa sem endurspegli bæði áherslur þeirra vísindamanna sem tengjast héraðinu vegna starfa sinna og áherslur í menningu héraðsins hverju sinni. Gestir hafa þannig síendurtekin tilefni til að fylgjast með og koma við í Kirkjubæjarstofu. Það er einmitt þessi sérstaka tenging vísindastarfsemi af marg- þættum toga og þess að geta boðið áhugaverða, héraðs- bundna afþreyingu fyrir gesti héraðsins, sem er sérkenni starfseminnar í Kirkjubæjarstofu. Hér að framan hefur verið reifað hvemig unnið hefur verið að því í 600 manna sveitarfélagi, sem er meira en 6000 ferkílómetrar að stærð, að byggja upp nýja starf- semi. Ovíða eða hvergi munu náttúruöflin vera svo af- kastamikil við að eyða og skapa og á eins fjölbreyttan hátt og óvíða má því eins margt nema um sambúð manns við óræð náttúruöfl eins og einmitt í þessu héraði. Þeim fjölgar einnig stöðugt sem hafa vaxandi áhyggjur af framtíðinni og við emm þess fullviss að með því að veita greiðari aðgengi að niðurstöðum vísindamanna og öðr- um upplýsingum um afar fjölbreytta náttúru og marg- þætta sögu aukist skilningur og glæðist áhugi á varð- veislu þess arfs sem okkur hefur verið fenginn. Þess er vænst að Kirkjubæjarstofa geti lagt fram verð- mætt framlag til náttúmvemdar og umræðu samtímans um gildi þess að umgangast náttúm- og menningarminj- ar af virðingu og ábyrgð. Jafnframt er þess vænst að stofnunin verði mikilvægur grundvöllur að fjölbreyttara mannlífi og öfiugra atvinnulífi í héraðinu. Ennfremur er þess vænst að öðrum héruðum landsins geti gagnast eitt- hvað af þeirri reynslu sem þar mun fást. AÐGENGISMÁL Myndband um aðgengi Sambandið hefur látið gera níu stutt myndbönd um aðgengi í tengslum við verkefni sambandsins um þennan málaflokk. Þeim er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um að gott aðgengi nýtist öllum. Þau henta til sýningar í sjónvarpi, til kynningar t.d. með fyrirlestrum á fundum og ráðstefnum, í skólum og bókasöfnum, í félögum og ferlinefndum sveitarfélaga. Hver þáttur er sjálfstæður. Þeir fjalla um aðgengi að byggingum og innan dyra, merkingu mannvirkja, bíla- stæði ætluð fötluðum, að rata, salemi ætluð fötluðum og merkingu salema, þjónustu við fatlaða, s.s. að fá hjóla- stól að láni, samskipti við fatlaða og um samskipti með aðstoð túlks. Atriðin eru leikin í góðlátlegum dúr til að undirstrika og vekja betur athygli á vandamálum varðandi aðgengi. Umsjón og handritsgerð annaðist Helga Einarsdóttir. Aðalhlutverk er í höndum leikarans Þórarins Eyfjörðs sem jafnframt er leikstjóri. Emst Kettler tók myndimar, Myndbær hf. framleiddi myndböndin, en Guðrún S. Hilmisdóttir hafði umsjón með verkefninu. 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.