Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 36
MENNINGARMÁL mjög mikilvægt spor við undirbúning að verkefninu sem framundan var. Með ráðstefnunni má segja að undirbún- ingsnefndin hafi lokið starfi sínu en framhaldið var nú í höndum verkefnisstjómar og stjómar sjálfseignarstofn- unarinnar Kirkjubæjarstofu, sem héldu áfram undirbún- ingsvinnu. Fyrstu framkvæmdir Nú lá fyrir að Rannsóknarráð Islands hafði veitt eina milljón króna og Framleiðnisjóður landbúnaðarins jafn- háa fjárhæð til þess að koma af stað rannsóknarverkefni því sem skilgreint hafði verið í ferðaþjónustu. Með það fyrirheit og þá miklu hvatningu sem kom fram á ráð- stefnuninni var ákveðið að hraða framkvæmdum. Stjóm Kirkjubæjarstofu réð Rúnar Jónsson húsasmið til þess að sjá um og vinna að breytingum á efri hæð gamla gistihússins eftir ágætri teikningu Bjama J. Matthíasson- ar, tæknifræðings og sveitarstjóra. Var stefnt að því að breytingum yrði lokið 1. júlí. Ráöning verkefnisstjóra í samræmi við það ákvað verkefnisstjómin að auglýsa eftir verkefnisstjóra sem tæki til starfa frá sama tíma. Um starfið bárust átta mjög góðar umsóknir og eftir ítar- lega athugun ákvað stjómin að ráða Helgu Guðmunds- dóttur, rekstrarhagfræðing í Kaupmannahöfn, en hún hafði síðustu árin verið markaðs- og sölustjóri í ferða- þjónustufyrirtæki þar í borg. Helga fluttist að Kirkjubæj- arklaustri 27. júní og tók til starfa 1. júlí. Og stóðst þá líka áætlunin um að fyrsta áfanga endurbóta við hús- næðið var lokið. Fyrsta verkefnið var að útvega borð og stól til að sitja við og annan nauðsynlegasta búnað. Fékkst til þess nokkur stuðningur velviljaðra aðila. Fundur vísindamanna í Kirkjubæjarstofu Fljótlega kallaði þó annað á athygli aðstandenda Kirkjubæjarstofu en öflun skrifstofubúnaðar því fyrir ntiðjan júlímánuð bárust fréttir frá vísindamönnuin sem fylgdust með vestanverðum Vatnajökli að mikill órói hefði verið að undanfömu undir Skaftárkötlum og erfitt að segja til um hvað í kjölfar þeirra gæti fylgt. Var því talið nauðsynlegt að Kirkjubæjarstofa fengi til fundar þá vísindamenn sem þar væru málum kunnugastir. Fundur- inn var haldinn 16. júlí í Kirkjubæjarstofu og var þar gerð grein fyrir ástandi og horfum og hvað helst væri hægt að gera til að fylgjast sem best með og meta stöð- una. I kjölfarið beitti Kirkjubæjarstofa sér fyrir að þrýsta á að fjárveiting fengist til aukins tækjabúnaðar til að tryggja öflugri samtímavöktun þeirra stofnana sem að vöktun koma. Formleg opnun Síðan var tekið til óspilltra málanna við að kynna stofnunina og að undirbúa formlega opnun hennar en þar var að mörgu að hyggja. Akveðið var að koma upp sýningu um eyðingu náttúruaflanna og uppgræðslustörf í héraðinu. Með góðri samvinnu og stuðningi Orkustofn- unar og Landgræðslu ríkisins tókst það svo vel að at- hygli vakti, bæði þeirra sem við opnunina vom og hinna mörgu gesta sem komu í Kirkjubæjarstofu fram eftir vetri. Um þetta leyti var Helgu einnig falið að gegna hlutverki framkvæmdastjóra Kirkjubæjarstofu, enda erfitt að aðgreina verkefni framkvæmdastjóra og verk- efnisstjóra hins skilgreinda rannsóknarverkefnis. Alþjódleg jaróvegsrofsráðstefna Um miðjan september var haldin umfangsmikil og fjölsótt alþjóðleg ráðstefna urn jarðvegsrof á vegum Landgræðslu ríkisins og Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins á Kirkjubæjarklaustri. Kirkjubæjarstofa tók virk- an þátt í ákveðnum þáttum undirbúnings og fram- kvæmdar. Að ráðstefnunni lokinni barst umsögn frá að- standendum hennar þar sem þeir þökkuðu hlut Kirkju- bæjarstofu og bentu jafnframt á hversu mjög þeirn hefði komið á óvart hin góða aðstaða og aðbúnaður sem nú er til ráðstefnuhalds á Kirkjubæjarklaustri. Frekari fjáröflun Töluverð vinna hefur verið við fjáröflun. Víða hefur verið borið niður og oft hefur það borið árangur en þó ekki alls staðar eins og vonast hafði verið eftir. Ljóst er að á talsverðum fjárstuðningi þarf að halda á meðan ver- ið er að byggja upp starfsemina en jafnframt að fjöl- margir hafa af því beinan eða óbeinan hag að starfsemin verði sem blómlegust. Það er t.d. afar mikilvægt að næg- ir fjármunir fáist til að hægt sé að halda áfrarn lagfæring- um á húsnæðinu en á neðri hæð er áformað að geta boð- ið starfsaðstöðu vísindamönnum sem í héraðið koma. Takist það ekki verður ekki hægt að láta reyna á alla fleti þess rannsóknarverkefnis sem skilgreint hefur verið gagnvart Rannsóknarráði. Það er einmitt sú nýsköpun sem felst í því að tengja þjónustu gagnvart hópum há- skólastúdenta og vísindafólks og þjónustu við almennt ferðafólk sem er hin áhugaverða nýsköpun starfseminn- ar. Markmiðið er að það aðgengi að lifandi þekkingu og fróðleik sem hópar vísinda- og háskólafólks skapi geri aðstandendum stofnunarinnar kleift að bjóða almennu ferðafólki virka, lifandi afþreyingu. Jafnframt eru hópar vísindafólks alla jafna ekki á ferð á háannatíma ferða- fólks og því er vera þeirra í héraðinu á sinn hátt virk til- raun til að lengja ferðamannatímabilið og stuðla að betri nýtingu á þeirri fjárfestingu sem ráðist hefur verið í hjá ferðaþjónustuaðilum í héraðinu. A framhaldsstofnfundi Kirkjubæjarstofu sem haldinn var 1. desember 1997, en þá hafði skipulagsskrá sjálfs- eignarstofnunarinnar verið staðfest af dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, var bráðabirgðastjómin endurkosin að öðm leyti en því að Andrés Amalds kom í stað Ama J. Elíassonar. Við undirbúning að umsókn um framhalds- styrk til Rannsóknarráðs var ákveðið að stjóm Kirkju- 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.