Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 58
HEILBRIGÐISMÁL Samræmd stefna í vímuvörnum Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og bœjarfulltrúi í Hafiiarfirði Tillögur vinnuhóps Sam- bands íslenskra sveitar- félaga í byrjun árs 1996 skipaði stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vinnuhóp og var hlutverk hans m.a. að leggja fram tillögur um stefnu- rnótun sambandsins í forvarna- og fíkniefnamálum. Með því vildi stjórnin leggja sitt af mörkum og stuðla að skipulegum vinnubrögð- um og aðstoða sveitarstjómir við að móta samræmda stefnu í þessum málum. Vinnuhópinn skipuðu, auk greinarhöfundar, Jón Hákon Magn- ússon, bæjarfulltrúi á Seltjamamesi, og Ásta Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri. Tillögur þær sem hópurinn skilaði af sér fjölluðu í meginatriðum um forvarnir, ungt fólk, foreldra, sam- stöðu, ábyrgð og skyldur, hlutverk sveitarstjóma annars vegar og ríkis hins vegar, hækkun sjálfræðisald- urs, fíkniefnalöggæslu og tollgæslu, upplýsingar, fræðslu og forvarnir hjá lögreglu, virkni og viðurlög og nauðsyn þess að sérhver sveitar- stjóm líti sér nær, hugi vandlega að sínum sérstöku aðstæðum, láti fara fram könnun á ástandi vímuefna- neyslu í sveitarfélaginu og grípi í franthaldi af því til markvissra svæðisbundinna aðgerða, ef ástæða þykir til, svo draga megi sem mest úr vímuefnaneyslu á hverjum stað. Að lokum var sambandið hvatt til þess að sjá til að stjórnvöld haldi uppi skipulegum og markvissum vinnubrögðum í baráttunni gegn sölu, dreifingu og notkun fíkniefna hér á landi. í tillögunum kom m.a. fram að öflugar forvamir væru áhrifaríkasta leiðin til að hamla gegn aukinni sölu og neyslu fíkniefna. Brýnt væri að sveitarfélög samhæfðu starf sitt og hefðu með sér öflugt samstarf í for- vömum. Sérstaklega bæri þeim að leggja áherslu á þá þætti er dregið geta úr líkum á að böm og ungling- ar hefji neyslu vímuefna. Sveitarfé- lög vom og hvött til að verja árlega viðunandi fjármagni til forvarna á þessu sviði. Lagt var til að sveitarfélög og hið opinbera hugi sérstaklega að að- stæðum ungs fólks í þjóðfélaginu og þau láti kanna hvar þörfin sé mest á fyrirbyggjandi aðgerðum, endurbót- um og úrræðum. Styrkja þurfi möguleika ungs fólks til þroskandi félags-, tómstunda-, æskulýðs- og íþróttastarfa með áherslu á virka þátttöku fjöldans. Þá em sömu aðil- ar hvattir til að huga sérstaklega að atvinnumöguleikum ungs fólks og að tekið verði sérstakt tillit til hæfni og getu hvers og eins innan skóla- kerfisins svo draga megi úr líkum á að ungir námsmenn flosni upp úr námi. Skorað er á allar sveitarstjóm- ir að fylgja fast eftir ákvörðunum sínum um vímuefnalausan skóla og skorað er á forsvarsmenn íþrótta- mála að sjá til þess að vímuefnum verði haldið frá öllu íþróttastarfi og öðmm tilefnum því tengdu. Lagt var til að stærri sveitarfélög skipi verkefnisstjómir er hefðu það meginhlutverk að samhæfa og efla samstarf með viðkomandi aðilum og koma væntanlegum tillögum eða ábendingum um úrbætur í fram- kvæmd. Verkefnisstjórnin verði skipuð eftir aðstæðum fulltrúa frá félagsmálaráði, æskulýðsráði, íþróttaráði, skólamálaráði, vímu- varnanefnd og áfengisvarnanefnd auk þess sem foreldrafélagi, fulltrúa skólanna, heilsugæslu, lögreglu, kirkjunni og einstaka áhugafélagi verði boðin þátttaka. Hún verði vett- vangur þar sem þeir aðilar, sem vinna eiga, eða hafa sýnt áhuga á að vinna að forvörnum á sviði vímu- vama, geta samhæft starf sitt, skipst á upplýsingum, komið með tillögur, lagt grunn að samstarfi og sett fram sameiginleg markmið til lengri tíma. Formaður verkefnisstjórnar- innar verði ákveðinn af sveitarstjóm eða bæjarráði. Vakin var athygli á nauðsyn þess að foreldrar standi saman í að gæta að velferð bama sinna, sýni gott for- dærni og gæti hófs í meðferð áfeng- is og hafni algerlega neyslu ólög- legra vímuefna og leggi sig fram við að framfylgja gildandi reglum. Sveitarstjómir beiti sér fyrir mark- vissri foreldrafræðslu varðandi vímuefni, stuðli að og styrki mót- vægi þeirra í verki, s.s. foreldrarölt, og geri sitt svo foreldrar hafi aðgang að æskilegri fjölskylduráðgjöf. Þess var krafist að ríkisstjórnin 1 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.