Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 49

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 49
FRA LANDSHLUTASAMTOKUNUM 42. fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á ísafirði 29. og 30. ágúst 1997 Halldór Halldórsson framkvœmdastjóri 42. fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið í Stjómsýsluhúsinu á ísafirði 29. og 30. ágúst 1997. Formaður Fjórðungssambands Vest- firðinga (FV), Pétur H. R. Sigurðsson, setti þingið. Þingforseti var kjörinn Ólafur Krist- jánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, og vara- forseti Anna Jensdóttir, bæjarfulltrúi í Vest- urbyggð. Þingritari var kosinn Kristinn Her- mannsson, bæjarfulltrúi í Isafjarðarbæ, og til vara Gunnar R. Grímsson, hreppsnefndar- maður í Hólmavíkurhreppi. Þingforseti las upp kveðjur frá öðmm landshlutasam- tökum. Formaður, Pétur H. R. Sigurðsson, flutti skýrslu stjómar á liðnu starfsári. Halldór Halldórsson fram- kvæmdastjóri gerði grein fyrir ársreikningum sam- bandsins og kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 199S. Ragnheiður Hákonardóttir, formaður skólaráðs Vestfjarða, kynnti málefni Skólaskrifstofu Vestfjarða ásamt Pétri Bjamasyni, forstöðumanni skólaskrifstof- unnar. Álit starfshóps um vega- mál Formaður starfshóps FV um vega- mál fjórðungsins, Þórólfur Halldórs- son, sýslumaður á Patreksfirði, kynnti álit hópsins en hann leggur til að lokið verði við vegi á Vestfjörð- um með hringtengingu með bundnu slitlagi. Þar er forsenda m.a. sú að gerð verði jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar í vestanverðum hringnum en að austanverðu mælir starfshópurinn með vegi um Arn- kötludal og Gautsdal í stað þess að fara suður Strandir og yfir Holta- vörðuheiði, eins og nú er gert. Starfs- hópurinn setti upp forgangsröðun vegagerðar á Vestfjörðum næstu 10 ár og lagði áherslu á að hringteng- ingu verði lokið innan þess tíma. Miklar umræður urðu um vegamál á þinginu og voru menn sammála starfshópnum í meginatriðum. Strandamenn lögðu áherslu á að áfram yrði farið suður Strandir í stað þess að setja vega^erð um Amkötludal og Gautsdal í forgang. I umræð- um kom fram sú skoðun þingfulltrúa og gesta að í raun væri ekki búið að ljúka vegagerð á Vestfjörðum og tími væri kominn til að ljúka því verkefni sem allra fyrst. Verkefni í skógrækt á Vestfjörd- um - Skjólskógar Jón Loftsson skógræktarstjóri ræddi skógræktarverk- efni á Vestfjörðum með sérstakri áherslu á verkefnið Skjólskógar sem unnið er að í Önundarfirði og í Dýra- firði. Skógræktarstjóri sagði skógrækt í landinu bráðlega eiga sér aldargamla sögu. Eftir tilkomu skógræktarfélag- anna hefur skógrækt fikrað sig upp á skaftið og sannast hefur að hér er hægt að rækta skóg til ýmissa nytja. Úti- vistarskógar era að verða stöðugt stærri hlutur af skóg- ræktarverkefnum í landinu og eru algengari en hin beina Stjórn Fjóröungssambands Vestfiröinga, taliö frá vinstri, Guðmundur B. Magnússon, oddviti Kaldrananeshrepps, Björgvin Sigurjónsson, oddviti Tálknafjaröarhrepps, vara- maður í stjórninni, Kristinn Jón Jónsson, bæjarstjóri í ísafjaröarbæ, Pétur H.R. Sigurös- son, bæjarfulltrúi í isafjaröarbæ, og Bergur Torfason, varabæjarfulltrúi í ísafjaröarbæ. 1 1 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.