Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 35

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 35
MENNINGARMAL Kirkjubæjarstofa er til húsa í gamla gistihúsinu á Kirkjubæjarklaustri sem nú hefur fengiö nýtt hlutverk í þágu gesta héraösins. Helga Guömundsdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjubæjarstofu, tók myndirnar sem greininni fylgja. stöðumaður Rannsóknarþjónustu HÍ, Ámi J. Elíasson, formaður Landgræðslufélags Skaftárhrepps, frá Land- græðslu ríkisins og Jón Helgason frá Skaftárhreppi og var hann kosinn formaður verkefnisstjómarinnar. Ár- mann Höskuldsson, sem þá var nýráðinn forstöðumaður Náttúmstofu Suðurlands, varð ráðgjafí og Jóhanna B. Magnúsdóttir starfsmaður stjómarinnar. Verkefnisstjómin gekk frá umsókninni fyrir 15. nóv- ember og hafði þá fengið til liðs við sig eftirtaldar stofn- anir og sérfræðiþekkingu starfsmanna þeirra: Náttúru- fræðistofnun Islands, Náttúmvemd ríkisins, Orkustofn- un, Norrænu eldfjallastöðina, Landsvirkjun, Byggða- stofnun, umhverfisráðuneytið, Veðurstofu Islands, Ferðamálaráð og Þjóðminjasafn Islands. Skipar einn fulltrúi frá hverri stofnun ráðgjafamefnd verkefnisins. Ennfremur var send umsókn um styrk til Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins vegna þess hvað góður árangur af verkefninu hefði mikið gildi fyrir eflingu byggðarlags- ins. Stofnun sjálfseignarstofnunar Ljóst var að yrði hægt að hrinda verkefninu af stað þyrfti það á aðstöðu að halda. Bær hf. bauð gamla gisti- húsið, sem byggt hafði verið árið 1939, til afnota fyrir starfsemina. Til að veita því viðtöku og standa að rekstri þess taldi undirbúningsnefndin nauðsynlegt að komið væri á fót sjálfseignarstofnun. Stofnfundur hennar var haldinn 12. febrúar 1997. Þar var samin skipulagsskrá, á- kveðið nafnið Kirkjubæjarstofa og kosin bráðabirgða- stjóm. Skipuðu hana þau Ámi J. Elíasson, Guðrún Gísla- dóttir, Jóna Sigurbjartsdóttir, Ólafía Jakobsdóttir og Jón Helgason, sem var kosinn formaður. Að stofnuninni stóðu ýmis félög og stofnanir, innan og utan héraðs. Kirkjubæjarstofa tók nú við starfí fyrrgreindrar nefndar að undirbúningi að breytingum á efri hæð gamla gisti- hússins. Rádstefna um náttúrufar og lífríki Skaft- árhrepps Samhliða þessu hélt nefndin áfram undirbúningi að ráðstefnunni um náttúmfar og lífríki Skaftárhrepps, sem haldin var 7. og 8. mars 1997. Á ráðstefnunni vom hald- in yfir 20 mjög áhugaverð erindi og auk þess voru pall- borðsumræður, þar sem fram kom mikil ánægja með ráðstefnuna og afrakstur hennar. Meðal fyrirlesara vom Guðmundur Sigvaldason, Ragnar Stefánsson, Freysteinn Sigurðsson, Hörður Kristinsson, Kristinn H. Skarphéð- insson, Magnús Jóhannsson, Hálfdán Bjömsson, Hall- gerður Gísladóttir, Skúli Víkingsson og Haukur Jóhann- esson. Er óhætt að fullyrða að ráðstefnan hafi markað 97

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.