Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 54
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM Fulltrúar borgar og rlkis vlb sama borö, taliö frá vinstri, Guörún Zoéga og Hilmar Guö- laugsson borgarfulltrúar og alþingismennirnir Kristín Halldórsdóttir, Kristin Ástgeirs- dóttir og Sigríöur Jóhannesdóttir. Myndirnar meö frásögninni tók Gunnar G. Vlgfússon. skiptingu milli sveitarfélaga. For- maður nefndar SSH sem annast þessa endurskoðun er Bjöm Arna- son, fyrrv. bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á girðingunni frá því henni var lokið árið 1987. Sam- þykkt var árið 1994 að taka yfir við- hald nýrrar girðingar úr Kaldárseli í Kleifarvatn. Á móti kom að girðing úr Kaldárseli í Straumsvík lagðist af. Einnig hefur Skógrækt ríkisins á Mógilsá girt úr skógræktargirðing- unni að austanverðu í Þverfellið í Esju. Þar með hafa skapast mögu- leikar á að friða allt svæðið vestan skógræktargirðingarinnar og stytta höfuðborgargirðinguna um leið. Þá hefur stjóm SSH mótað þá stefnu að færa viðhald allrar girðingarinnar á eina hendi. Samstarf formanna skipu- lagsnefnda Formenn og starfsmenn skipu- lagsnefnda sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu hafa hist reglulega ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar á kjörtímabilinu. Á þessum fundum eru bornar saman bækur og kynnt málefni sérstakra vinnuhópa sem starfa á vegum þessa hóps. Þessir vinnuhópar fjalla um: samgöngumál undir forystu Þórarins Hjaltasonar, bæjarverkfræðings í Kópavogi, vatnsvemdarmál undir forystu Guð- mundar Þóroddssonar, vatnsveitu- stjóra í Reykjavík, umhverfismál undir forystu Þorvaldar S. Þorvalds- sonar, skipulagsstjóra Reykjavíkur- borgar, og frárennslismál undir for- ystu Sigurðar I. Skarphéðinssonar, gatnamálastjóra í Reykjavík. Störf- um þessara vinnuhópa stýrir sam- ráðsnefnd sem Stefán Hermanns- son, borgarverkfræðingur í Reykja- vík, veitir forstöðu. Á vegum vatnsverndarhópsins voru haustið 1997 kynntar tillögur um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Þær tillögur hafa verið afgreiddar í sveitarfélög- unum og eru nú í skoðun og bíða staðfestingar. Vinnuhópur um sam- göngumál mun síðar á þessu ári skila skýrslu með tillögum um framtíðarstofnbrautakerfi á höfuð- borgarsvæðinu. Þá mun bráðlega ljúka störfum vinnuhóps um frá- rennslismál, en hann hefur unnið að nákvæmri úttekt á viðtaka frárennsl- isins. Ákveðið hefur verið gera nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgar- svæðið. í þeim tilgangi liefur verið ákveðið að skipa sérstaka samráðs- nefnd með aðild sjö sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að nýtt svæðis- skipulag liggi fyrir 1. maí árið 2000. Samstarf formanna heil- brigöisnefnda Á fundum formanna heilbrigðis- nefnda er farið yftr sameiginleg mál og verkefni, s.s. gjaldskrámiál, förg- un sjúkrasorps, endurskoðun vatns- vemdar á höfuðborgarsvæðinu o.fl. Samkvæmt nýjum lögum og reglu- gerð um neysluvatn er það hlutverk heilbrigðisnefnda að ákvarða vemd vatnsbóla. Þar sem gildandi vatns- vernd á höfuðborgarsvæðinu hefur stöðu svæðisskipulags samkvæmt úrskurði skipulagsstjóra þarf endur- skoðunin að fara bæði fyrir skipu- lagsnefndir og heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna. Því ferli er nú að ljúka, en vinna við endurskoðunina hófst fyrir þremur ámm. Samstarf formanna um- hverfismálanefnda Formenn umhverfismálanefnda höfðu hist fimm sinnum á sl. starfs- ári. Umræðuefnin vom sameiginleg málefni nefndanna. Sex sveitarfé- laganna hófu á sl. ári að halda um- hverfisdaga fjölskyldunnar og stóðu þeir yfir í tvo daga. Alls var boðið upp á 14 atriði og voru nokkur þeirra báða dagana. Til boða stóðu undir leiðsögn gönguferðir, skoðun- arferðir, fuglaskoðun, sýningar í garðrækt o.fl. Erfitt hefur reynst að mæla nákvæmlega þátttöku, þar sem um opnar ferðir var að ræða og fjöldi þátttakenda var áætlaður. Al- menn ánægja er þó með þátttökuna og er gert ráð fyrir að þeir verði haldnir í maímánuði árlega. Samstarf formanna atvinnumálanefnda Formenn atvinnumálanefnda hitt- ast einnig til að bera saman bækur sínar. Helsta verkefnið á þeim vett- vangi var á sl. ári að samræma að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.