Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 65

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 65
HAFNAMAL formaður samgöngunefndar Alþing- is, framsöguræður um hafnamál - framkvæmdir og fjármögnun - ný verkaskipti og ný viðhorf. Að loknum umræðum um skýrslu stjórnar og framsöguerindi tóku vinnuhópar til starfa og skiluðu til fundarins ályktunum sínum næsta dag. Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Keflavíkurhafnar, hafði framsögu af hálfu allsherjamefndar, Agnar Jóns- son, hafnarvörður á Fáskrúðsfirði, af hálfu nefndar um Lóðsinn og Isak J. Olafsson, sveitarstjóri á Reyðarfirði, fyrir hönd nefndar um umhverfis- og mengunarmál í höfn- um. Olafur M. Kristinsson, hafnar- stjóri í Vestmannaeyjum, var fram- sögumaður af hálfu fjárhags- og gjaldskrárnefndar og Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, fyrir hönd nefndar um flutningaleiðir franitíðar. Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri í Reykja- vík, hafði framsögu að ályktun nefndar um framtíðarskipan hafna- mála og Olafur Kristjánsson, bæjar- stjóri í Bolungarvík, lagði fram til- lögu kjömefndar. I stjóm Hafnasambands sveitarfé- laga starfsárið 1997-1998 voru kosnir Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri í Isafjarðarbæ, formaður, Ami Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, Ingvar Viktorsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, Brynjar Pálsson, formaður hafnarstjórnar Sauðárkrókskaupstaðar, Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, og Ólafur M. Kristins- son, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofnunar, bauð síðan árs- fundarfulltrúum í skoðunarferð og móttöku í Siglingastofnun, en um kvöldið bauð Reykjavíkurhöfn til kvöldverðar á Hótel Sögu. Ársfundarfulltrúum var á fundin- um boðið í skoðunarferðir um hafn- arsvæði Reykjavíkurhafnar, til Vatnsveitu Reykjavíkur og boðið að skoða Engjaskóla, nýjan gmnnskóla í Reykjavík. Einnig var fulltrúum og gestum boðið á leiksýninguna Hið ljúfa líf í Borgarleikhúsinu. Ársfundurinn þótti takast vel í alla staði og vom Reykjavíkurhöfn færðar bæði afmæliskveðjur frá hafnasambandinu og þakkir fyrir góðan undirbúning og vel heppnaða dagskrá. Guðrún S. Hilmarsdóttir verkfrœðingur Nýr formaöur Hafna• sambands sveitarfélaga I desember sl. lét Kristján Þór Júl- íusson, formaður hafnasambands- ins, af störfum sem bæjarstjóri á Isafirði. I kjölfarið sagði hann af sér formennsku í sambandinu. Stjórn hafnasambandsins samþykkti á fundi þ. 17. desember að kjósa Áma Þór Sigurðsson, formann hafnar- stjórnar Reykjavíkur og varafor- mann hafnasambandsins, sem nýjan formann þess. Ólafur M. Kristins- son, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, var kjörinn nýr varaformaður en sæti Vestfirðinga í stjórninni tók Halldór Jónsson, hafnarnefndar- maður á Isafirði. Gerð Staðardagskrár 21 Hér með er auglýst eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefni um gerð Staðardagskrár 21, sbr. samstarfssamning Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytis frá 1 2. mars sl. Umsóknir um þátttöku í verkefninu skal senda til Guðrúnar S. Hilmisdótt- ur, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Háaleitisbraut 11 - 13, Pósthólf 8100, 1 28 Reykjavík fyrir 1 5. september nk. Verkefnisstjóri, með aðsetur hjá Sambandi islenskra sveitarfélaga, mun hafa umsjón með verkefninu undir stjórn verkefnisstjórnar sem í sitja: Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri, umhverfisráðuneytinu, formaður Þuríður Backman, hjúkrunarfræðingur, Egilsstöðum, Magnús Már Júlíusson, kennari, Hafnarfirði, Ragnar F. Kristjánsson, sviðsstjóri, Náttúruvernd ríkisins. Samkvæmt 5. gr. samningsins er hlutverk sveitarfélaga eftirfarandi: 1. Sveitarfélögin sækja um aðstoð verkefnisstjóra um gerð Staðardag- skrár 21. 2. Sveitarfélögin greiða ferðakostnað vegna ferða verkefnisstjóra til einstakra sveitarfélaga, að öðru leyti er aðstoð verkefnisstjórans látin sveitarfélögunum í té án gjaldtöku. 3. Sveitarfélögin vinna að öðru leyti sjálf að gerð Staðardagskrár 21 hvert um sig og bera þann kostnað sem af því hlýst. Nánari upplýsingar veita Guðrún S. Hilmisdóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sími: 581-371 1, tölvupóstur: gudrun@svf.is og Sigur- björg Sæmundsdóttir, umhverfisráðuneytinu, sími: 560-9600, tölvu- póstur: sigurbjorg.saemundsdottir@umh.stjr.is. 1 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.