Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Síða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Síða 18
HÚSNÆÐISMÁL 2. mynd Fjölskyldugerð bótaþega 1997 Einstæðir foreldrar 21% Einhleypir 54% Heimild: félagsmálaráöuneytiö 1997. í Ijós kemur að 57,8% eru yngri en 30 ára. Markmið laganna er að aðstoða þá tekjulægstu og bendir llest til þess að það hafi tek- ist vel. Lög nr. 138/1997 I ágúst 1996 samþykkti ríkis- stjómin að leita eftir því að sveitar- félögin sæju að fullu um greiðslur húsaleigubóta. Starfshópi sem skip- aður var 1996 og falið var að gera tillögur um framtíð húsaleigubóta skilaði áfangaskýrslu í apríl 1997 sem var grundvöllur viðræðna ríkis- ins og sveitarfélaganna um framtíð húsaleigubótakerfisins. Niðurstöður viðræðna urðu þær að félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp til laga um húsaleigubæt- ur sem varð að lögum um húsa- leigubætur nr. 138/1997. Megin- breytingar frá eldri lögum eru að öllum sveitarfélögum er gert skylt að greiða húsaleigubætur sem ná til allra leiguíbúða án beinnar þátttöku ríkisins. Breytingar á greiðslufyrir- komulagi eru hluti af samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem gert var um skiptingu verkefna. I samræmi hér við var gerður samningur um ákveðna fjárhæð árlega úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna húsaleigu- bóta fyrir milligöngu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. í 3. gr laga um húsa- leigubætur nr. 138/1997 er kveðið á um að ríkissjóður skuli árlega greiða 280 millj. krónur í Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga í þessu skyni. Samkvæmt nýju lögunum eiga leigjendur í félagslegum leiguíbúð- um og kaupleiguíbúðum sveitarfé- laga rétt til húsaleigubóta. Sam- kvæmt ákvæði nr. I. til bráðabirgða er sveitarfélögum heimilt að fresta því að taka upp greiðslur húsaleigu- bóta að því er snertir leiguíbúðir í eigu ríkissjóðs, sveitarfélags eða fyrirtækis sveitarfélags ef það er nauðsynlegt vegna gildandi samn- inga um slíkar íbúðir. Þau tilvik sem hér um ræðir eru fbúðir í eigu sveit- arfélaga sem hafa verið leigðar út fyrir lægri fjárhæð en viðmiðunar- reglur Húsnæðisstofnunar vegna leigu á félagslegum íbúðum segja til um. Til að aðlaga leiguverð viðmið- unarreglum þarf að segja húsaleigu- samningi upp og gera nýjan sem byggist á viðmiðunarleigu Húsnæð- isstofnunar. Leigjendur hafa samkvæmt lög- unum málskotsrétt. Telji leigjandi á rétt sinn hallað af hálfu félagsmála- nefndar við framkvæmd laganna, svo sem við ákvörðun um bótarétt, fjárhæð bóta, niðurfellingu þeirra eða önnur atriði, getur hann skotið viðkomandi ákvörðun eða af- greiðslu til úrskurðamefndar félags- þjónustu. Um málsmeðferð fer þá samkvæmt ákvæðum XVII. kafla laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga. Hlutverk Jöfnunarsjóös sveitarfélaga Samkvæmt reglugerð nr. 37/1998 sér jöfnunarsjóðurinn um að koma framlagi ríkissjóðs vegna greiðslu bótanna til sveitarfélaga. Skipta má hlutverki sjóðsins í þrennt: I fyrsta lagi að innheimta árs- fjórðungslega framlag ríkissjóðs. I öðm lagi að annast upplýsinga- öflun frá sveitarfélögunum varðandi áætlanir þeirra um heildargreiðslur húsaleigubóta á hverju ári miðað við grunnfjárhæðir bóta. I þriðja lagi er hlutverk sjóðsins að koma framlagi ríkisins til sveitar- félaganna vegna greiðslu þeirra á húsaleigubótum. Reglugerð um húsaleigubætur nr. 37/1998 kveður á um að greiðslur sjóðsins skuli berast sveitarfélögun- um ársfjórðungslega, þ.e. eigi síðar en 20. aprfl, 20. júlí, 20. október og 20. janúar. Skilyrði er að fullnægj- andi gögn hafi borist sjóðnum 15 dögum áður. Samkvæmt nýju lögunum eru bæturnar greiddar eftir á en þær voru áður greiddar fyrirfram. I bráðabirgðaákvæði nr. III. með lög- unum er kveðið á um að þetta ákvæði öðlist fyrst gildi 1. janúar 1999 hjá þeim sveitarfélögum sem greitt hafa fyrir fram samkvæmt eldri lögum. í reglugerð nr. 37/1998 er kveðið á um að endurgreiðslur úr jöfnunar- sjóði skuli nema 50% af greiðslum sveitarfélaga vegna húsaleigubóta. I varúðarskyni heldur sjóðurinn eftir 5% af útreiknaðri greiðslu til að mæta því ef greiðslur sveitarfélaga á húsaleigubótum fara fram úr fyrri áætlunum þeirra. í ljósi reynslu fyrri helmings ársins verður tekin ákvörðun um breytingar á þessu hlutfalli en í lok janúar verður árið gert upp og endanlegt endur- greiðsluhlutfall ársins ákveðið. 80

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.