Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 10
SAMEINING SVEITARFELAGA Undirbúningur atkvæóagreióslunnar 15. nóvember Þegar leið að atkvæðagreiðslunni var boðað til kynn- ingarfunda í öllum 11 sveitarfélögunum auk þess sem sameiningarmálin voru kynnt á vettvangi félagasamtaka og í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Mjög góð að- sókn var á flesta kynningarfundina og lífleg skoðana- skipti fóru þar fram. A fundunum var dreift riti sem hafði að geyma ályktun sameiningamefndar og tillögur nefndarinnar. Við alla kynningu var lögð megináhersla á að ná til íbúa Skagafjarðar heima í héraði þó að málin hlytu einnig víðfeðmari kynningu í Ijósvakamiðlum og dagblöðum. Það sem einkenndi umræður um samein- ingarmál í Skagafirði var hve málefnalegar þær voru, jafnvel þótt tekist væri á um tilfinningar og meinta hags- muni einstakra sveitarfélaga og íbúa þeirra. Þetta skýrir líklega hve áhugi fjölmiðla á sameiningarferlinu í Skagafirði var lítill lengst af en þeir einbeittu sér fremur að sameiningarumræðu á þeim stöðum þar sem hávað- inn var meiri. I Skagafirði var unnið að sameiningu 11 sveitarfélaga sem aðeins fyrir fáum árum voru 14 talsins og það er Ijóst að þetta sameiningarferli er það umsvifa- mesta og flóknasta sem hingað til hefur farið fram hér- lendis. Gengið var til almennrar atkvæðagreiðslu um samein- ingu hinna 11 sveitarfélaga þann 15. nóvember 1997. Fyrirlfam var samþykkt af sveitarstjómum allra sveitar- félaganna að yrði sameining felld en aðeins í þremur eða færri sveitarfélaganna yrði kosið aftur um samein- ingu þeirra sveitarfélaga sem segðu já tveimur vikum síðar. Það mátti því öllum vera ljóst að höfnun eins sveitarfélags á sameiningu væri ekki ávísun á óbreytta skipan. Þau sveitarfélög sem felldu tillöguna ættu hins vegar á hættu að sitja ein eftir. Með þessu var tryggt að fólk þyrfti ekki að fara á byrjunarreit aftur væri vilji til sameiningar fyrir hendi. Líklegt má telja að þessi ráð- stöfun hafi átt sinn þátt í því að íbúar allra sveitarfélag- anna samþykktu sameiningu þeirra. Tíminn fram aö sveitarstjórnarkosningum Eftir að sameining var samþykkt var skipuð nefnd sem í sitja framkvæmdastjórar sveitarfélaganna og full- trúar meirihluta og minnihluta á Sauðárkróki, svokölluð oddvitanefnd. Nefndin er samráðsvettvangur hinna sam- einuðu sveitarfélaga fram að næstu sveitarstjómarkosn- ingum. I nefndinni eru tekin fyrir mál sem upp koma innan einstakra sveitarfélaga en verulega geta varðað aðra íbúa í hinu sameinaða sveitarfélagi, svo sem nýjar fjárskuldbindingar. Jafnframt hafa verið haldnir tveir fundir þar sem saman hafa komið allir fulltrúar í sveitar- stjómum þessara ellefu sveitarfélaga og sammælst um undirbúning sameiningar. Þremur heimamönnum, stjómmálafræðingunum Páli Brynjarssyni og Hermanni Sæmundssyni svo og greinar- höfundi, var falið það hlutverk að móta frekari tillögur að stjómskipulagi og samþykktum hins sameinaða sveit- arfélags. Tillögumar verða lagðar fyrir nýja sveitarstjóm til umfjöllunar. I - ■■ Niöurstaöa atkvæðagreiðslnanna um sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði 15. nóvember 1997 og 20. nóvember 1993 15. nóvember 1997 20. nóvember 1993 Sveitarfélag A kjörskrá Kjörs. % Já % Nei % Auöir/ ógildir Já Nei Fljótahreppur 100 71,0 66 93,0 5 7,0 34 47 Hofshreppur 265 66,4 127 72,9 48 27,1 2 103 61 Hólahreppur 99 65,7 59 90,8 6 9,2 40 33 Lýtingsstaðahreppur 190 81,6 78 50,6 76 49,4 2 34 110 Rípurhreppur 63 95,2 33 55,0 27 45,0 20 28 Sauðárkrókur 1868 52,0 774 79,5 193 19,8 7 489 359 Seyluhreppur 215 69,3 108 73,0 40 27,0 1 43 104 Skarðshreppur 80 82,5 37 60,7 24 39,3 4 20 44 Skefilsstaðahreppur 34 94,1 22 68,7 10 31,3 18 11 Staðarhreppur 90 78,9 51 73,9 18 26,1 2 40 21 Viðvíkurhreppur 54 76,0 38 95,0 2 5,0 1 26 8 Samtals 3228 58,0 1393 75,6 449 24,4 19 847 798 Ofangreindar prósentutölur eru miöaöar viö atkvæöi greidd meö eöa á móli (auöir seölar og ógildir ekki taldir meö). Heitdarkjörsókn er miöuö viö öll greidd atkvæöi. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.