Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 33
MENNINGARMÁL Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri Jón Helgason, formaður stjómar Kirkjubajarstofu Hinn 4. september 1997 opnaði Guð- mundur Bjarnason umhverfisráðherra Kirkjubæjarstofu að viðstöddum mörgum gestum. Unnið hafði þá verið að stofnun hennar frá því á fyrri hluta ársins 1996, en segja má þó að hún hafi átt nokkuð lengri aðdraganda. Sveitimar milli Sanda, þ.e. Mýrdalssands og Skeiðarársands, voru um aldir eitthvert einangraðasta byggðarlag á landinu, þar sem íbúar þeirra áttu lengsta leið að sækja til verslunarstaðar yfir stórfljót og eyðisanda. Og þótt vegasamband hafi komist á í báðar áttir með tengingu hringvegarins árið 1974 þá er ennþá hvergi eins langt til næstu hafna og kaupstaða, auk þess sem það er afmarkað af eyðisöndum þar sem stórkost- legar náttúruhamfarir dynja yfir nærri fyrirvaralaust. Atvinnulíf og byggöarþróun Vegna þessara aðstæðna hefur atvinnulífið verið ein- hæft, fyrst og fremst sauðfjárrækt en einnig nokkur mjólkurframleiðsla. Samdráttur í landbúnaði hlaut því að bitna hart á byggðarlaginu. Árið 1987 lét Byggða- stofnun gera úttekt á ástandi og horfum á svæðinu og komu fram margar gagnlegar upplýsingar og ábendingar í skýrslu hennar. Þar má nefna þörf á nánara sambandi þáverandi sveitarfélaga og eflingu ferðaþjónustu. Árið 1990 voru sveitarfélögin fimm, sem höfðu verið í héraðinu í um það bil eina öld, sameinuð í Skaftár- hrepp. Undanfari sameiningarinnar hafði verið náin samvinna um skóla, heilsugæslu og á mörgum fleiri sviðum, nú varð héraðið ein heild. Stefnumörkun í feröaþjónustu Tveimur árum síðar var samþykkt stefnumörkun í ferðamálum fyrir sveitarfélagið. Þá var hafin mikil stækkun á hóteli Bæjar hf. á Kirkjubæjarklaustri og hjá nokkrum bændum í nágrenninu var ferðaþjónusta ört vaxandi. Brýn þörf var fyrir þær framkvæmdir til þess að geta tekið á móti sívaxandi fjölda ferðamanna, sem leggja leið sína um héraðið um sumarleyfistímann. En aukin fjárfesting, ónotuð aðra tíma ársins, og fækkandi störf í landbúnaði kölluðu á að leitað yrði leiða til að lengja nýtingartíma. Náttúrurannsóknarstöö á Kirkjubæjarklaustri Árið 1992 setti Freysteinn Sigurðsson, formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags, fram þá tillögu að komið yrði á fót náttúru- rannsóknarstöð á Kirkjubæjarklaustri. Þessa skoðun hefur hann ítrekað oft síðan. Rök hans eru þau að náttúran á þessu svæði sé „um marga hluti sérstök og um suma einstök". „Þessar aðstæður má meta svo að ærin ástæða sé til þess að setja á stofn sérstaka náttúrurannsóknarstöð í Skaftafellsþingi“, sem „væri haganlegast staðsett á Kirkjubæjarklaustri“. Sveitarstjórn Skaftárhrepps fylgdi tillögu Freysteins eftir og sendi umhverfisráðherra haustið 1995 erindi með beiðni um stofnun náttúrufræðiseturs á Kirkjubæjar- klaustri hið allra fyrsta. í svari umhverfisráðuneytisins er bent á að Skaftárhreppur geti gerst aðili að Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum, sem þá var verið að stofna, en ekki gefið fyrirheit um aðra úrlausn. Skýrsla Rannsóknarráös, „Rannsóknir og feröaþjónusta“ í árslok 1995 birtist skýrsla Rannsóknarráðs Islands, „Rannsóknir og ferðaþjónusta á Islandi". Þar er gerð til- laga um þróunarstarf með áherslu á: • „Að styrkja með nútímalegri upplýsingamiðlun stöðu íslands sem náttúrulegs sýningarsvæðis í eldvirkni, jarðhita, jökulmyndunum og hnattrænum breytingum vegna þess hve auðsæ þessi einkenni eru. • Að kynna sérstæða menningu og sögu, sem er mótuð af sambúð þjóðarinnar við óblíð náttúruöfl og stór- brotið land.“ Þegar greinarhöfundi barst þessi skýrsla í hendur setti hann fram tillögu við framkvæmdastjóra Rannsóknar- ráðs íslands um þriggja ára tilrauna- og þróunarverkefni í ferðaþjónustu í Skaftárhreppi til að leggja Rannsóknar- ráði lið við að hrinda af stað þessu áhugaverða og brýna verkefni. Það hlytur að vera einstaklega vel við hæfi að 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.