Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 60
HEILBRIGÐISMAL Frá íþrótta- og leikjanámskeiöi í Hafnarfiröi. tilraunaverkefni um útrýmingu fíkniefna í Evrópu fyrir árið 2002 (ECAD), um samráðshópa í for- vörnum í ýmsum hverfum Reykja- víkur og um vímuvamaátak í grunn- skólum borgarinnar. Lagður var fram nýr bæklingur borgarinnar um áfengis- og vímuefnavanda og stefnu gagnvart starfsfólki borgar- innar, leitarstarf og samstarl' við for- eldra og útdráttur úr erindi Ragnars Gíslasonar, skólastjóra og þáv. for- manns Vímulausrar æsku, um grunnskólann og vímuvarnir. A fyrsta fundi höfðu skýrsla og tillög- ur verkefnisstjórnar dómsntálaráð- herra vegna átaks í ávana- og fíkni- efnavörnum verið lagðar fram, ályktun Sambands íslenskra sveitar- félaga um vímuefnavamir, bréf þess til sveitarfélaga auk tíu punkta til- lagna vinnuhóps þess um stefnu samtakanna í vímuefnamálum og skýrslu forsætisráðuneytisins frá því í apríl 1996 um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis. Fundarmenn kynntu og fóru yfir það helsta er lýtur að þeirra vett- vangi á sviði vímuvarna á meðal stofnana og nefnda bæjarins, auk þess sem þeir lýstu hugmyndum og möguleikum í þeim málum. M.a. voru lögð fram lög og reglur íþróttabandalags Hafnarfjarðar (IBH), sagt var frá formannafundi ÍBH, en á þeim fundi hafði mikið verið rætt um störf að vímuvömum og hvernig forystan geti orðið að liði. Þá var kynnt tillaga stjórnar ÍBH um að ÍBH hefði forgöngu um samstarf við bæjarfélagið um jafn- ingjafræðslu og sagt frá áhuga stjómar IBH um að koma á fundi með íþróttahreyfingunni um vímu- varnir í samvinnu við vímuvama- nefnd. Loks var sagt frá banni á reykingum í íþróttamannvirkjum Hafnarfjarðar og kynntar samþykkt- ir á þingi íþróttasambands Islands (ÍSÍ) er sýna áhuga íþróttahreyfing- arinnar á vímuvömum. Sagt var frá kynningu starfsfólks félagsmið- stöðvarinnnar Vitans og félagsmála- stofnunar með foreldrum í skólum bæjarins og auknum áhrifum hennar á vilja þeirra til samstarfs, skipu- lögðum fundum vímuvamanefndar í grunnskólunum í samvinnu við skólana og foreldrafélög, nýju verk- efni, sem Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda (SAA) er að hefja í þemaviku fyrir nem- endur 8. og 10. bekkjar í gmnnskól- unum um unglinga, áfengi og önnur vímuefni. Þá voru kynntar hug- myndir um sjálfsögð tengsl fram- leiðenda vímuefna og afleiðingar neyslunnar, aðgengi að áfengi, hlut- verk grunnskólanna, markmið íþrótta og annarrar æskulýðsstarf- semi, hugsanlegt umbunarform fyrir þá unglingahópa er náð hafa árangri í vímuvörnum, gildi fordæmis og nauðsyn þess að virkja fólk á öllum aldri til þátttöku. Rætt var um for- dæmi bæjarins, boð og uppskeruhá- tíðir þar sem afreksfólki í íþróttum er veitt viðurkenning og áhrif bæjar- ins varðandi stuðning hans við íþróttafélög m.t.t. vímuvama. Starf Vitans og annarra félagsmiðstöðva var kynnt, viðfangsefni Götuvitans og eftirlit hans með einstökum vín- veitingastöðum er hleypa inn og selja ungmennum áfengi. Þá voru rædd tengsl við lögreglu og félags- málastofnun, um kannanir á tóbaks- kaupum unglinga og aðgerðir æsku- lýðsráðs gegn þeim, sem selja böm- um og ungmennum tóbak. Fjallað var um aðstöðu fyrir unga hljómlist- armenn uppi á Hrauni og áhuga skólayfirvalda á samstarfi við þá er vinna að uppbyggilegum verkefnum fyrir ungt fólk. Ymislegt fleira kom fram á fundunum. Á einum fundanna kynntu t.d. fulltrúar áhugafélaganna, Kiwanis- klúbbsins Sólborgar og Lionsklúbbs Hafnarfjarðar, og fóru yfir það helsta er lýtur að verkefnum þeirra á sviði vímuvarna. Þá kom fram að Lionsklúbbamir standa fyrir „vímu- vamadegi“ í Hafnarfirði einu sinni á ári. Við framkvæmd hans njóta fé- lögin stuðnings æskulýðs- og tóm- stundaráðs Hafnarfjarðar (ÆTH), s.s. með láni á hljóðkerfi o.fl. Farið væri í 7. bekki grunnskólanna á hverju ári, ávarp flutt og merki af- hent. Lionshreyfingin stendur að námsefni Lions Quest. Loks kom það fram hjá fulltrúa Lions að hann sem kennari hefði góða reynslu af rekstri félagsmiðstöðvar sem tengd væri skólanum á Hvaleyrarholti. Fé- lagsmiðstöðvar í hverfum bæjarins væru æskileg þróun því samspil skóla og félagsmiðstöðvar gæfi mikla möguleika á nýtingu húsnæð- is og framkvæmd æskulýðsstarfans. 1 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.