Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 66
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Kristinn Már Stefánsson bæjarritari í Vesturbyggð Kristinn Már Stefánsson hefur verið ráðinn bæjarritari í Vestur- byggð frá 1. júlí 1997. Kristinn er fæddur í Reykja- vík 3. júní 1945 og voru foreldrar hans Steinunn Kristín Þórarins- dóttir og Stefán Hannesson vörubif- reiðarstjóri. Kristinn lauk prófi frá Verslunar- skóla Islands árið 1964 og hefur síð- an sótt ýmis námskeið, m.a. í tölvu- notkun. Hann starfaði í Olíuverslun Is- lands frá 1965 til 1971, hjá Stál- smiðjunni hf. 1971 til 1984, hjá Sultu- og efnagerð bakara frá 1984 til ársloka 1988 og frá 1. janúar 1989 sem skrifstofustjóri og fjár- málastjóri hjá Myllunni - Brauð hf. til 1995. Eftir það hefur hann starf- að sjálfstætt við bókhald. Hann er ókvæntur en á þrjú böm. Þorleifur Pálsson bæjar- ritari í Isafjarðarbæ Þorleifur Páls- son hefur verið ráðinn bæjarrit- ari í Isafjarðarbæ frá 1. febrúar 1998. Þorleifur er fæddur þann 26. maí 1945 og eru foreldrar hans þau Sigrún Þorleifsdóttir húsmóðir og Páll Janus Þórðarson, fyrrv. verk- stjóri. Hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Islands vorið 1967, starfaði hjá Landsbanka íslands á ísafirði 1967-1976, starfaði sem skrifstofustjóri hjá Ishúsfélagi Is- firðinga hf. á ísafirði 1977-1987 og hjá útgerðarfélaginu Hrönn hf. á ísafirði 1988-1997, fyrst sem skrif- stofustjóri en síðustu tvö árin sem framkvæmdastjóri þess félags. Hann var um tíma í stjórn og sem stjómarformaður Ishúsfélags Isfirð- inga hf. sem fulltrúi Hrannar hf. Eiginkona Þorleifs er Guðlaug Stefánsdóttir skrifstofumaður og eiga þau þrjár dætur. Jónas Þór Jóhannsson sveitarstjóri Norður-Héraðs Hreppsnefnd hins nýja hrepps, sem myndaður var á Héraði með sameiningu Hlíðarhrepps, Jökuldalshrepps og Tunguhrepps hinn 27. desember sl. og nú hefur hlotið nafnið Norður-Hérað, hefur ráðið Jónas Þór Jóhannsson sveitar- stjóra hreppsins frá 1. febrúar sl. Jónas er fæddur 11. júlí 1949 á Egilsstöðum og eru foreldrar hans Guðlaug Þórhallsdóttir og Jóhann Magnússon, áður búandi á Breiða- vaði í Eiðaþinghá en nú búsett á Eg- ilsstöðum. Hann lauk prófi frá bamaskólan- um á Eiðum og gagnfræðaprófi frá Alþýðuskólanum á Eiðum. Hann lauk prófi frá iðnskóla á Egilsstöð- um í bifvélavirkjun. Mestan hluta ævinnar hefur hann unnið á eigin vegum með eigin tækjum og bílum, t.d. við vegagerð og síðar sem verk- taki við minni verk og flutninga- þjónustu, vann sem verkstjóri við flugvallargerð á Egilsstöðum hjá Austfirskum verktökum og síðan eitt sumar hjá Vinnueftirliti ríkisins. Frá árinu 1990 hefur hann verið framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UIA). Jónas Þór var formaður í Vömbif- reiðastjórafélaginu Snæfelli. Hann var varaforseti og forseti JC Héraðs um árabil og um skeið varalandsfor- seti í landshreyfingunni, hefur setið í stjómum fyrirtækja, svo sem Herð- is hf., Trésmiðju Fljótsdalshéraðs hf. og Miðvangs hf., var formaður í Sjálfstæðisfélagi Fljótsdalshéraðs og er nú formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. Hann hefur verið varamaður í bæj- arstjóm Egilsstaðabæjar og á sæti í nefndum á vegum bæjarins. Eiginkona Jónasar er Alda Hrafn- kelsdóttir frá Hallgeirsstöðum í Jök- ulsárhlíð, starfsmaður hjá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs. Þau eiga ekki böm. Fanney Ingadóttir skrifstofustjóri Þróunarstofu Atvinnuþróunarfélags Austurlands Fanney Inga- dóttir tók við starfi skrifstofu- stjóra hjá Þróun- arstofu Atvinnu- þróunarfélags Austurlands í apríl 1998. Hún er fædd í Reykjavík 19. nóv- ember 1970 og eru foreldrar hennar Kristrún G. Gestsdóttir sjúkraliði og Ingi B. Jónasson bifvélavirki. Fanney lauk stúdents- og verslun- arprófi í Noregi árið 1991 en hún hefur verið búsett þar í 13 ár. Á ár- unum frá 1991 til 1993 vann hún sem liðsauki við skrifstofustörf hjá ýmsum fyrirtækjum. Frá 1994 var hún fastráðin hjá Industrifinans Fondsforvaltning AS í Ósló sem markaðsritari. Fanney er gift Jón Fjölni Alberts- syni, deildarstjóra í Kaupfélagi Hér- aðsbúa (KHB), og eiga þau tvo syni. 1 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.