Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 30
BYGGÐAMÁL Niðurstaðan er því sú að iðnstörf- um hefur fækkað mjög á liðnum árum. Arsverkum í almennum iðn- aði mun líklega fækka um 800 á næstu fimm árum, en ársverkum í byggingariðnaði og við stóriðju fjölgar sennilega um 3000. Meiri- hluti aukningarinnar er tímabundinn og tengist stóriðjuframkvæmdum. Verslun, viðskipti og þjónusta. Ársverkum í verslun og þjónustu hefur fjölgað mjög á liðnum árum hér á landi og erlendis. Hér verður fjallað um horfur í nokkrum þjón- ustugreinum. Fjöldi ársverka í verslun og við- skiptum hefur nánast staðið í stað frá árinu 1988 en nær stöðug fjölg- un hafði verði í greininni fram að þeim tíma. Stöðnunin stafar einkum af breytingum í versluninni, þ.e. fjölgun stórmarkaða og samdrætti í smásöluverslun en efnahagssam- dráttur á einnig hlut að máli. Hann kemur ávallt illa niður á verslun. Horfur í verslun eru góðar á næstu árum. Vænta má aukinna viðskipta með stöðugum hagvexti sem spáð er á næstunni. Einnig er áætlað að þjóðinni fjölgi um 1% á næstu árum. Þá koma nýir verslunarhættir, svo sem viðskipti á Netinu, til með að efla verslun og viðskipti. Hins vegar eru blikur á lofti í verslun á landsbyggðinni sem víða á í vök að verjast. Að þessu gefnu er gert ráð fyrir að ársverkum í verslun fjölgi nokkuð á næstu árum. I bönkum hefur gætt mikillar hagræðingar vegna nútíma tölvu- tækni og viðskiptahátta, svo sem hraðbanka, greiðslukorta, heima- banka o.fl. þar sem viðskiptavinur- inn sinnir mun fleiri þáttum en áður. Ennfremur verða aðrar tækninýj- ungar, eins og optiskir lesarar sem afnema innslátt að mestu, teknar í notkun fljótlega. Þá hafa bankar verið sameinaðir og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun þar sem einkavæðing ríkisbanka er fyrirhug- uð. Félagsmönnum Sambands ís- lenskra bankamanna fækkaði af þessum sökum um 308, eða um 8,7% á árunum 1991-1996. Nor- rænu bankastarfsfólki fækkaði um 11,5 af hundraði á sama tíma. Á fyrmefndu tímabili fækkaði norræn- um bönkum og sparisjóðum úr 1512 í 844 (41% fækkun) en bankaútibú- um fækkaði nokkru minna.* Með hliðsjón af þessari þróun er þess að * NBUs statistikrapport 1996. vænta að ársverkum fækki enn frek- ar á næstunni. Frá árinu 1990 hefur ársverkum í menntakerfinu fjölgað um liðlega 0,5% árlega.* Miklar líkur eru á því að sú fjölgun haldi áfram þar sem sífellt fleiri einstaklingar stunda bæði framhalds- og háskólanám og rannsóknar- og þróunarstarf færist sífellt í vöxt. Nú er skortur á grunn- og framhaldsskólakennurum með réttindi víða urn land og vænta má fjölgunar í röðum sérfræðinga og tæknimenntaðs fólks. Betri afkorna í ríkisfjármálum og efnahagsupp- gangur eykur væntanlega hag menntakerfisins auk þess að fyrir- tækin verja líklega meiru fé til menntunar- og rannsóknarmála á næstu árum. Svipuð þróun mun líklega eiga sér stað í heilbrigðiskerfinu sem hefur vaxið mjög á undanförnum áratugum en fjöldi ársverka hefur staðið í stað eða minnkað lítillega eftir 1990.** Um þessar mundir er skortur á læknum í ákveðnum grein- um og hjúkrunarfólki og þörf fyrir heilsugæsluþjónustu kann að aukast á næstunni þar sem þjóðin mun eld- ast á næstu áratugum. Því er líklegt að fjölga þurfi í heilbrigðiskerfinu. Vandinn er hins vegar að fjármagna heilbrigðiskerfið. Spáð er fjölgun ársverka í mennta- og heilbrigðis- keríinu á næstu árum. Enn sem komið er er þjónusta við atvinnulíf ekki fjölmenn atvinnu- grein en þar voru skráð um 5000 ársverk árið 1994. Bókhaldsþjón- usta, endurskoðun, auglýsingar, ráð- gjöf, tölvuþjónusta og markaðsrann- sóknir teljast til þjónustu við at- vinnulíf auk annarrar starfsemi. Lík- lega mun fjölga í þessum greinum á næstu árum með öflugra efnahags- lífi og breyttum áherslum, svo sem vegna vaxandi þarfar fyrir ráðgjöf, auglýsingar og markaðsrannsóknir. Spáð er að störfum er flokkast undir þjónustu við atvinnulíf fjölgi lítil- * Hagstofa íslands, 1996: Vinnuafl 1963-1990; Byggðastofnun, þróunars\'ið. ** Sömu heimildir. Pví er spáö aö landbúnaðarstörfum fækki lítillega á næstu árum. Myndin sýnir skag- firska bændur í heyskap. Ljósm. Pedersen. Ljósmyndaþjónusta Sauöárkróki. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.