Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 17

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 17
HÚSNÆÐISMÁL Húsaleigubætur um allt land Ingi Valur Jóhannsson, deildarstjóri ífélagsmálaráðuneytinu Um síðustu áramót öðluðust gildi ný lög nr. 138/1997 um húsaleigu- bætur. Þá voru liðin þrjú ár frá því að húsaleigubætur voru fyrst greidd- ar hér á landi. Með nýju lögunum hefur orðið sú breyting að nú er öll- um sveitarfélögum gert skylt að greiða húsaleigubætur og jafnframt hafa leigjendur félagslegra íbúða í eigu sveitarfélaga öðlast rétt til húsaleigubóta. Markmið laganna er að lækka húsnæðiskostnað tekju- lágra leigjenda og draga úr að- stöðumun á húsnæðismarkaðnum. Árdagar húsaleigubóta - reynslan Fyrstu lög um húsaleigubætur öðluðust gildi í ársbyrjun 1995. Lögin gerðu ráð fyrir að sveitarfé- lögum væri í sjálfsvald sett hvort þau greiddu húsaleigubætur eður ei. Jafnframt voru félagslegar íbúðir sveitarfélaga undanskildar og íbúðir í eigu ríkisins. Fyrsta árið tóku 28 sveitarfélög upp húsaleigubætur, árið 1996 voru sveitarfélögin 35 talsins og síðan 39 árið 1997. Aætl- að er að árið 1997 hafi húsaleigu- bótakerfið náð til 80% leigumarkað- ar. Heildarfjöldi bótaþega í mars það árið var 2434. Lætur nærri að 16 - 18% leigjenda hafi fengið húsaleigubætur árið 1997. Húsaleigubætur voru nýtt úrræði í húsnæðismálum og því var gert ráð fyrir því að árangur yrði metinn inn- an tveggja ára frá gildistöku lag- anna. Nefnd sem falið var þetta verkefni skilaði skýrslu í nóvember 1995. Reynslan af framkvæmd laga nr. 100/1995 um húsaleigubætur var í meginatriðum góð. Lagt var til að komið yrði á einu samræmdu fyrir- komulagi fyrir alla leigjendur óháð leigusala og því hvar þeir búa á landinu. Þá var skattlagning talin óréttmæt og erfið í framkvæmd. Útborgun húsalelgubóta 1995 - 1997 A föstu verðlagi 1997 í millj. kr. 1995 1996 1997 208 317 342 Útborgun bóta fór hægt af stað en jókst í samræmi við aukið umfang á þessum þremur árum. Skipting kostnaðar var með þeim hætti að ríkið greiddi 60% en sveitarfélögin 40%. Á árinu 1996 var hlutur húsa- leigubóta í stuðningi hins opinbera við öflun íbúðarhúsnæðis 4% en vaxtabætur voru umfangsmestar eða 64%. Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar námu bætur að meðaltali 33,2% af leigu á fyrri helmingi árs 1996 hjá bótaþegum í Reykjavík. Á árinu 1997 var meðal- fjárhæð greiddra bóta á landinu öllu 10.200 kr á mánuði en af þeirri fjár- hæð reiknast síðan skattur. Eins og sést á 1. mynd er þriðj- ungur bótaþega nemar og næstum jafn stór hópur í vinnu. Ef bótaþegar eru flokkaðir eftir fjölskyldugerð kemur í ljós að rúmlega helmingur er einhleypur. Þá er einnig athyglisvert að skoða aldursdreifingu þeirra sem fengu húsaleigubætur í Reykjavik á árinu 1. mynd Staða bótaþega 1997 Öryrkjar í vinnu 32% Heimild: félagsmálaráöuneytið 79

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.