Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 29

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 29
BYGGÐAMÁL geti haft áhrif á slíka spá. Slíkt verð- ur þó reynt undir því fororði að slæm spá reynist betur en engin. Landbúnaður. Sauðfjárræktin hefur staðið mjög höllum fæti á liðnum árum hér á landi. Astæður þess eru minnkandi neysla kinda- kjöts á innanlandsmarkaði samfara vaxandi hlutdeild svína- og nauta- kjöts, samdráttur í útflutningi og lækkandi verð til bænda með bú- vörusamningum 1991 og 1995. Þá hefur stuðningur hins opinbera við landbúnað minnkað. Framleiðslu- styrkir og fjármagnstilfærslur til landbúnaðar í heild voru 12,1 millj- arður árið 1988 og lækkuðu í 6,5 milljarða árið 1995 á verðlagi ársins 1996.* Þegar litið er til landbúnaðarins í heild þá fækkaði ársverkum í grein- inni um 1742 á tímabilinu 1990-1995 (-24%). í öðrum grein- um landbúnaðar en sauðfjárrækt hefur einnig gætt hagræðingar og fækkunar bænda. Líklega mun sú þróun halda áfram og hér er spáð nokkurri fækkun ársverka í land- búnaði á næstu árum. Þess ber þó að geta að árið 1997 varð vart við betri afkomu í greininni en mörg undan- farin ár. Sjávarútvegur. Verulegar breyt- ingar hafa orðið í sjávarútvegi á liðnum árum. Þar má nefna tilkomu kvótakerfisins, efnahagsstöðugleika, tækninýjungar og hagræðingu. Ef fiskveiðistjómunarkerfið helst lítið breytt í sjávarútvegi má áætla að skynsöm nýting fiskistofna heimili aukna veiði á þorski, ýsu og ufsa. Samdráttar er að vænta á rækju en aðrar fiskitegundir verði veiddar í álíka magni og nú er. Ef langtímaafli verður á slíku róli er mjög líklegt að fiskiskipum sem stunda botnfisk- og rækjuveiðar við ísland komi til með að fækka. Veið- ar og vinnsla sjávarafurða úti á sjó hefur aukist mjög hin síðari ár og líklegt er að veruleg fækkun verði á * Byggðastofnun, 1997: Staða sauðfjárrœktar..., 5. störfum í fiskvinnslu á næstu árum. Ástæður þess eru í fyrsta lagi að samdráttur botnfiskvinnslu í landi er ekki að fullu kominn fram. I öðru lagi er líklegt að verulegur sam- dráttur verði í rækjuvinnslu vegna minnkandi afla og í þriðja lagi þá er vinnsla uppsjávarfiska, svo sem síldar og loðnu, mjög tæknivædd og útheimtir ekki mikið vinnuafl. Einnig má nefna hér að launakostn- aður hefur farið lækkandi bæði í rækjuvinnslu og frystingu botnfisks vegna tæknivæðingar. Því hefur verið haldið fram að framhaldsvinnsla fiskafurða sé nijög atvinnuskapandi. Þó að aukning verði á framhaldsvinnslu sjávaraf- urða, svo sem með brauðun og frek- ari pökkun í neytendaumbúðir, er ekki líklegt að störfum fjölgi. Slík úrvinnsla er fyrst og fremst vélræn og krefst ekki mikils vinnuafls. Launahlutfall slíkrar framleiðslu er væntanlega á bilinu 1-5% saman- borið við 7-20% í hefðbundinni fiskvinnslu. Erfítt er að áætla fækk- un starfa í fiskvinnslu en ekki er ólíklegt að hún verði í náinni fram- tíð. Iðnaður. Starfsgreinar í iðnaði eru nokkuð ólíkar að eðli og munu líklega þróast á mismunandi vegu á næstu árum. Þannig má skipta iðn- aðarframleiðslunni hér á landi í al- mennan iðnað, byggingariðnað og stóriðju. Mikil tæknivæðing og hagræðing hefur átt sér stað í almennum iðnaði og svo mun vera áfram hérlendis. Iðnfyrirtækin hafa fjárfest í afkasta- miklum vélum, flæðilínum og stjómbúnaði. Ein afleiðing þess er aukin framleiðni vinnuafls sem jókst um 28% á árunum 1974- 1991.* Framleiðni mun líklega aukast enn á næstu ámm vegna vax- andi samkeppni bæði innanlands og erlendis frá. Einnig hafa margar greinar almenns iðnaðar helst úr lestinni vegna vaxandi alþjóðlegrar * Ingjaldur Hannibalsson, 1995:, „Framleiðni og framleiðniþróun, “ 39. samkeppni sem hófst með því að undanþágur EFTA-samningsins gengu úr gildi á áttunda áratugnum. Aðrir fríverslunarsamningar hafa einnig mikla þýðingu fyrir almenn- an iðnað. Gengisþróun er ennfremur þýðingarmikil fyrir iðnfyrirtæki. Ársverkum í iðnaði fækkaði af þessu sökum urn 1452 á tímabilinu 1990-1995 eða um tæp 9% (stóriðja meðtalin). Fækkunin er enn meiri þegar litið er til ársins 1987 er fjöldi iðnstarfa náði hámarki, 19.040 árs- verk. Frá þeim tíma hefur ársverk- um í iðnaði fækkað um 3655 (19,2%). Líklega mun sú þróun halda áfram í almennum iðnaði. Þróunarhorfur í byggingariðnaði er góðar næstu árin. Líkur eru á um- talsverðum hagvexti og enn er spáð mannfjölgun hér á landi, um 1% ár- lega. Verði ekki stórfelldar breyting- ar á húsnæðislánakerfinu má ætla að starfsfólki í byggingariðnaði fjölgi. Fjölgun starfa í byggingariðnaði er að verulegu leyti tengd stórfram- kvæmdum, svo sem virkjanafram- kvæmdum, byggingu álvera o.fl. Stóriðja fylgir í stórum dráttum sömu hagræðingarþróun og almenn- ur iðnaður, þannig að þar gætir til- hneigingar til fækkunar fastra starfa eða framleiðsluaukningar án telj- andi fjölgunar starfsfólks. Hvað spár um atvinnuþróun varðar er óvíst hversu mörgum nýjum stór- iðjuverum verður komið á fót hér- lendis á næstu árum. Áætlanir gera ráð fyrir að um 260 varanleg störf skapist í stóriðju á tímabilinu 1996- 2000 þegar mið er tekið af þeim samningum sem samþykktir hafa verið, þ.e. vegna stækkunar ISALS og Jámblendifélagsins og byggingar Norðuráls á Grundartanga. Tíma- bundnum ársverkum vegna fram- kvæmda við iðjuver og orkufram- kvæmdir mun líklega fjölga um 2350 fram til ársins 2000. Stóriðju- framkvæmdir munu auka hagvöxt um 1,9% á fyrrgreindu tímabili að mati Þjóðhagsstofnunar.* * Skýrsla iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framgang verkefna á sviði stóriðju, 6. okt. 1997.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.