Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 11
SAMEINING SVEITARFÉ LAGA Heilbrigöisstofnun Skagafjaröar á Sauöárkróki. Stjórnsýsluhús Skagfiröinga mun hýsa þróunarsvið Byggöastofnunar. Myndir sem ekki eru öörum merktar eru frá Pedersen. Ljósmyndaþjónustu í Skagafiröi. Bjarni Egilsson í Hvalnesi, oddviti Skefilsstaðahrepps og for- maöur sameiningarnefndarinnar, var á faraldsfaeti um héraöiö til þess aö kynna hugmyndina um sameiningu sveitarfélaga í Skagafiröi. Ljósm. Elín Guöbrandsdóttir. Hvers vegna var sameining samþykkt? Astæður þess að farið var að skoða sameiningu sveit- arfélaga í Skagaftrði voru ýmsar. Sveitarfélögin höfðu með sér vaxandi samvinnu, ekki síst með tilkomu hér- aðsnefndar sem í raun hafði tekið að sér framkvæmd margra mikilvægra málaflokka sveitarfélaganna. Hlut- verk og valdsvið einstakra sveitarstjóma fór því þverr- andi, ekki síst vegna þess að stór hluti teknanna fór þá þegar í sameiginleg verkefni. Með flutningi nýrra verk- efna til sveitarfélaganna og versnandi fjárhagsstöðu þeirra varð æ ljósara að þau væm flest of lítil og van- megnug til þess að geta ein og óstudd boðið íbúunum upp á viðunandi þjónustu. I margra huga var þetta því spumingin um hvort stíga ætti skrefið til fulls með sam- einingu sveitarfélaganna eða auka enn samvinnu um stærri verkefni í héraðsnefndinni og byggðasamlögum. Atvinnuleysi og stöðug fólksfækkun var fólki einnig áhyggjuefni og þá ekki síst að þurfa að horfa á eftir unga fólkinu í burtu. Astæður þess að sameiningarleiðin var valin var þörfin fyrir einn sterkan sameiginlegan málsvara til að berjast fyrir hagsmunum byggðarlagsins og sú trú að þannig mætti skapa hagstæðara umhverfi fyrir nýsköpun í at- vinnulífi, skilvirkari stjómsýslu og bætta þjónustu við íbúana. Sú staðreynd hve Skagafjörður liggur landfræði- lega vel við sameiningu og sú sterka sjálfsímynd sem íbúamir hafa fyrir því að vera Skagfirðingar mun greiða fyrir þeirri hugarfarsbreytingu sem þarf til í sameinuðu sveitarfélagi. Með sameiningu hættu menn á hinn bóginn á að ein- stök svæði innan sameinaðs sveitarfélags gætu orðið af- skipt. Einnig að ýmis sérmál er þau vörðuðu yrðu útund- an í stærra sveitarfélagi vegna þess möguleika að meiri fjarlægð yrði milli sveitarstjórnar og íbúanna. Það var einnig ljóst að stjórnendum í nýju sveitarfélagi yrði vandi á höndum að samræma hagsmuni dreifbýlis og þéttbýlis og að setja niður ýmis deilumál sem plagað hafa samstarf sveitarfélaganna til þessa. Sameining sveit- arfélaganna gerir íbúana einnig berskjaldaðri fyrir svæð- isbundinni misbeitingu aflsmunar og valds vegna hags- munatogstreitu. Ákvörðun um sameiningu hlaut því að miklu leyti að byggjast á því hve mikið traust íbúamir bæm hver til annars. Verður stjómendum í nýju samein- uðu sveitarfélagi treystandi til að varpa fyrir róða gömlu sérhagsmunapólitíkinni og vinna að hagsmunum heildar- innar? Ibúamir sögðu já, það verður hlutverk komandi sveitarstjóma að standa undir því trausti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.