Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 63

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 63
HEILBRIGÐISMAL Heilbrigðisstofnun Austurlands Stefán Þórarinsson, héraÓsLeknir Austurlands Stefnt er að því að sameina heil- brigðisstofnanir á Austurlandi undir eina stjórn og gera þær allar að einni stofnun, Heilbrigðisstofnun Austurlands. Unnið hefur verið að hugmyndum þessa efnis af alvöru síðan haustið 1997. Kynning hug- myndanna fyrir heimamönnum, sveitarstjómarmönnun og heilbrigð- isstarfsmönnum, fór fram í október og nóvember og í stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga í febrúar sl. og nú er komið að því að hrinda þeim í framkvæmd. Meginmarkmiðin með þessum skipulagsbreytingum eru að styrkja heilbrigðisþjónustuna í fjórðungn- um og bæta stjórnskipan hennar. Þetta gerist með því að búa til eina öfluga stofnun sem getur sjálf tekið á málum með öðmm hætti en unnt er í núverandi skipulagi. Það ein- kennist af mörgum litlum stofnun- um sem em veikburða hver um sig og háðar heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu í flestum málum, stórum sem smáum. Með aukinni samvinnu innan fjórðungs skapast forsendur til þess að fjölga stöðum heilsugæslulækna, draga úr óhóf- legri vaktabyrði þeirra og breyta eðli einmenningshéraða með því að fella þau inn í stærri heildir. Þannig verður íbúunum sköpuð tryggari og fjölbreyttari þjónusta. Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað verður ætlað nýtt og aukið hlutverk sem á að efla sérfræðiþjón- ustu á svæðinu. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið fær með þessum breyt- ingum meira yfirstjórnarhlutverk eins og eðli þess gerir ráð fyrir, það losnar undan daglegu rekstrarvafstri og sjálfræði heima fyrir eflist að sama skapi. Með því að styrkja stofnanimar nást fram margir þeirra kosta sem fólust í hugmyndum um skrifstofur heilbrigðismála í fjórð- ungunum, án þess þó að komið sé á beinu millistjórnstigi með þeim ókostum sem því getur fylgt. Stjóm- um fækkar úr 8 til 10 í eina en völd hinnar nýju stjómar verða meiri að sama skapi. Einn forstjóri verður ráðinn yfir allri stofnuninni en „staðarhaldarar" verða áfram á hverjum stað og daglegt starf hverr- ar einingar breytist ekki en nýir möguleikar til þróunar og samstarfs skapast. Skipulagsbreytingar þessar munu einnig auðvelda flutning heilsugæslunnar og öldrunarþjón- ustunnar til sveitarfélaga verði sú raunin. Markmið þessara breytinga er þó fyrst og fremst það að heilbrigðis- þjónustan á Austurlandi geti farið að vinna sig út úr þeirri vamarstöðu sem hefur einkennt hana á undan- fömum árum og að við taki nýir og spennandi uppbyggingartímar með nýjum möguleikum og bjartsýni. HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS SKIPULAG OG STJÓRNUN Komið verði á fót einni heilbrigðisstofnun fyrir Austurland (H-AUS). Henni stjórni forstjóri skipaður af ráðherra og 5 manna stjórn. HAUS skiptist í 3 deildir eftir læknisumdæmum: Norður-Austurlandsdeild (N-AUS) Vopnafjörður Egilsstaðir Seyðisfjörður Mið-Austurlandsdeild (M-AUS) Norðurfjörður - FSN Eskifjörður Fáskrúðsfjörður Suð-Austurlandsdeild (S-AUS) Djúpivogur Hornafjörður Hverri deild stjórnar forstjóri með yfirlækni/-læknum og hjúkrunarforstjóra/-stjórum. Stjórn: Frá sveitarstjórnum N-AUS, M-AUS, S-AUS: 3 Frá starfsmönnum: 1 Formaður skipaður af ráðherra: 1 5 Heilbrigðisstofnun Austurlands-HAUS 1 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.