Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 6

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 6
SAMEINING SVEITARFÉ LAGA félaga í Skagafirði, jafnvel með því að sameina þau. I mars 1995 boðuðu Jón Guðmundsson, þáverandi sveitarstjóri í Hofshreppi, og Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, til fundar með fulltrúum þeirra sex sveitarfélaga sem samþykktu sameiningu í atkvæða- greiðslunni 1993. Ekki varð þó af þess- um viðræðum þá vegna slæms veðurfars og málið lá síðan niðri um nokkurt skeið vegna veikinda Jóns Guðmundssonar. Það var því ekki fyrr en 14. desember 1995 að fulltrúar sjö sveitarfélaga komu saman til að ræða þennan möguleika og hvernig staðið skyldi að viðræðum. Hinn 17. janúar 1996 komu fulltrúar þessara sveitarfélaga aftur saman og nú var ákveðið að bjóða öllum sveitarfélög- unum í Skagafirði að vera með, en beiðni lá þegar fyrir frá Seyluhreppi um að fá að taka þátt í viðræðunum. Einnig var ákveðið á þessum fundi að fá fulltrúa frá nýlega sameinuðu sveitarfélagi til að koma og skýra frá reynslu þeirra. Næsti fundur var svo haldinn 29. febr- úar 1996. A þann fund komu fulltrúar allra sveitarfélaga í Skagafirði og góðir gestir, Oli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð, og Jón Þór Jónasson, bóndi og bæjarfulltrúi í Borgarbyggð. Gestimir gerðu grein fyrir hvemig sam- einingin hefði tekist í því sveitarfélagi sem nú nefnist Borgarbyggð. A þessum fundi kom fram að öll sveitarfélög í Skagafirði væru reiðubúin að taka þátt í sameiningarviðræðum nema Akrahrepp- HOFSOS v Hofshreppur Svarfaðardals- hreppur Vindhælis- • hreppur \ yinuoar- . reppur \ Staðarhreppur f Skriðu- ■ ? hreppur Akrahreppur Svínavatns- hreppur \ Bólstaðar- \ hlíðar- hreppur \ Lýtingsstaða- Eyjafjarðar '•^veit Ashreppur SKAGAFJORÐUR Áhersla veröur lögö á aö tryggja góöar samgöngur í samelnuöu sveltarfélagi. Góöar flugsamgöngur eru mikllvægar hverju byggöarlagi. Flug- stööin á Alexandersflugvelli viö Sauöárkrók. Ljósm. Valgeir Bjarnason. 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.