Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 20
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Ný lög um kosningar til sveitarstjórna Sesselja Arnadóttir deildarstjóri, félagsmálaráðuneytinu Hinn 13. mars öðluðust gildi ný lög um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Leysa þau af hólmi flest ákvæði III. kafla sveitarstjómarlaga nr. 8/1986 og þau ákvæði laga um kosningar til Alþingis nr. 80/1987 sem einnig áttu við um kosningar til sveitarstjóma. Þar með er löggjöf um sveitarstjómarkosningar nú að finna á ein- um stað. Tilgangurinn með þessu er sá að auðvelda kjör- stjórnarmönnum og öðrum er koma að framkvæmd kosninga verk sitt. í tilefni af gildistöku hinna nýju laga er rétt að greina hér í stuttu máli frá helstu efnislegum breytingum sem orðið haí’a á lagaákvæðum um sveitarstjómarkosningar: • Kjördagur er nú einn og hinn sami í öllum sveitar- félögum og ekki er hægt að sækja um frestun á kosn- ingum. • í sveitarfélögum skal almennt kjósa bundinni hlut- fallskosningu, þ.e. listakosningu. Obundin kosning (nafnakosning) fer einungis fram ef enginn fram- boðslisti berst fyrir lok framboðsfrests. • Framboðsfrestur er nú þrjár vikur í stað fjögurra. • Þeir sem vilja skorast undan endurkjöri við óbundnar kosningar skulu tilkynna það yfirkjörstjóm fyrir lok framboðsfrests. • Viðmiðunardagur kjörskrár er færður úr fimm vikum í þrjár vikur og er því sá sami og við alþingiskosn- ingar. • Sá sem sæti á í kjörstjóm skal ætíð víkja sæti ef hann er í kjöri til sveitarstjómar í bundnum hlutfallskosn- ingum. • Sveitarstjómir skulu láta yfirkjörstjómum í té gerða- bækur. Yfirkjörstjórnir láta undirkjörstjórnum og hverfiskjörstjórnum í té gerðabækur, nema þeim kjörstjómum séu lögð til sérstök eyðublöð er komi í stað gerðabókar. Hér er því felld brott skylda um að gerðabækur kjörstjóma skuli vera gegnumdregnar og löggiltar af hlutaðeigandi lögbókanda. • Breytt er ákvæðum um fjölda meðmælenda. Lág- marksfjöldi meðmælenda skal vera: a. í sveitarfélagi með færri en 500 íbúa 10 meðmæl- endur, b. í sveitarfélagi með 501-2.000 íbúa 20 meðmæl- endur, c. í sveitarfélagi með 2.001-10.000 íbúa 40 meðmæl- endur, d. í sveitarfélagi með 10.001-50.000 íbúa 80 með- mælendur, e. í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa 160 með- mælendur. • Yfirkjörstjóm skal halda fund strax næsta dag eftir að framboðsfrestur er liðinn til að fjalla um framkomin framboð. • Sveitarstjóm ber að fjalla um og staðfesta kjörskrá á sveitarstjómarfundi. Hins vegar nægir að oddviti eða framkvæmdastjóri sveitarfélagsins undirriti kjör- skrána. • Sveitarstjórn skal ætíð auglýsa framlagningarstað kjörskrár. • Orðalagi um upphaf kjörfundar er breytt á þá leið að kjörfund skal setja á kjörstað kl. 9 árdegis en yfirkjör- stjóm getur þó ákveðið að kjörfundur hefjist síðar, þó eigi síðar en kl. 12 á hádegi. • í 55. gr. laganna segir að kjósandi skuli gera kjör- stjóm grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægj- andi hátt að mati kjörstjómar. Með kennivottorði hér er átt við önnur persónuskilríki svo sem ökuskírteini, vegabréf og greiðslukort með mynd. • Gert er ráð fyrir í 83. gr. laganna að yfirkjörstjóm setji alla notaða kjörseðla undir innsigli að talningu lokinni og varðveiti þá. Skal gildum og ógildum kjör- seðlum haldið aðgreindum. Að kæmfresti loknum eða 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.