Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Síða 61

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Síða 61
HEILBRIGÐISMAL Grunnskólaháti'6. Frá skemmtun fimm skóla sem haldin var f Bæjarbiói og í íþróttahúsi Víöistaöaskóla. Árni Guömundsson, æskulýösfulltrúi Hafnarfjaröarbæjar, tók mynd- irnar sem greininni fylgja. Fulltrúi lögreglu lagði áherslu á gott samstarf lögreglu við stofnanir bæjarins og áhugafélög í bænum. Samvinna þessara aðila væri mikil- væg í vímuvarnamálum sem og á öðrum sviðum. Nefndi hann Götu- vitann og foreldraröltið sem dærni um árangursríka samvinnu síðari ára. Hann taldi nauðsynlegt að miðla upplýsingum til þessara aðila. Þá lýsti hann breyttu eftirliti lög- reglu með áfengisveitingahúsum í bænum og áhuga hennar á breyttum starfsaðferðum í baráttunni við fíkniefnaaðila. Kynnt var hugmynd um náið til- sjónarsamstarf félagsmálayfirvalda, skóla og lögreglu með ungum ein- staklingum, sem komist hefðu í kast við lögin. Slík tilsjón hefði t.d. gefið góða raun í Svíþjóð. Fram kom að áhugi fólks í bænum og vilji til sam- starfs væri mikill á þessu viðfangs- efni. Mikið hefði áunnist en ástæða væri til að samhæfa og efla sam- vinnu hinna ýmsu aðila er vinna eiga að vímuvömum svo auka megi enn frekar líkur á góðum árangri. Tillögur verkefnisstjórnar Farið var yfir möguleika þá sem kynntir höfðu verið, hugmyndir þær sem fram höfðu komið um aukið samstarf og framkvæmd einstakra verkefna svo og tillögur. Nefndar- menn voru í framhaldi af því sam- mála um að vísa eftirfarandi tillög- um til bæjarráðs sem og hlutaðeig- andi nefnda og ráða til umræðu og/eða afgreiðslu: • Vímuvamanefnd Hafnarfjarðar og skólanefnd eigi frumkvæði að kynningar- og samráðsfundum við vímuvarnanefndir á höfuðborgar- svæðinu. Leitað verði t.d. eftir áhuga Reykvíkinga á samstarfi, s.s. varðandi vímuvamaskólann, verk- efnið um vímuefnalausar borgir í Evrópu (ECAD), tilraunaverkefnið um vímuefnalaust ísland fyrir árið 2002, samráðsverkefni í forvömum, vímuvamaátak í gmnnskólum, jafn- ingjafræðsluna o.fl. • Félagsmálastofnun kynni sér gögn og bækling um áfengis- og vímuefnavanda sem og stefnu sveit- arstjórna gagnvart starfsfólki sínu varðandi það mál. Unnin verði greinargerð og lögð fram drög að slíkri stefnu fyrir Hafnarfjarðarbæ. • Æskulýðs- og tómstundaráð leggur til að leitarstarf ráðsins verði eflt svo og tengsl þess við samsvar- andi starfsfólk ráða nágrannasveit- arfélaganna. Hugað verði að og vakin athygli á möguleikuin á nýj- um úrræðum varðandi einstaklinga, sem þarfnast meiri athygli en aðrir vegna vímuefnaneyslu og þarfnast sérstaks stuðnings. • Hlúð verði að samstarfi foreldra varðandi eftirfylgju og eftirlit með að reglum um útivist barna verði fylgt. Vímuvamanefnd, félagsmála- stofnun, æskulýðs- og tómstunda- ráð, íþróttaráð og skólanefnd leggi sameiginlega áherslu á skipulega fræðslu og kynningarfundi fyrir for- eldra og böm í eldri bekkjum gmnn- skólans varðandi þær reglur sem og vímuvamir, auk þess sem lögð verði áhersla á að kynna skipulega og efla áhuga bama á þátttöku í heilbrigðu íþrótta- og tómstundastarfi. • Stutt verði við einstök verkefni vímuvamanefndar í gmnnskólunum í samvinnu við skólana og foreldra- félög, s.s. nýtt verkefni, sem SAA er að hefja í þemaviku fyrir nemendur 8. og 10. bekkjar í gmnnskólunum um unglinga, áfengi og önnur vímu- efni. • Bæjaryfirvöld geri dómsmála- ráðherra/lögreglustjóra ákveðið skriflega grein fyrir áhuga sínum á að fullnægjandi löggæslu verði haldið uppi í bænum og að lög- gæslustörf taki ekki síst mið af því að vernda börn og ungmenni sem og annan almenning fyrir þeim vá- gesti sem vímuefni em. • Vakin er athygli á tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga er lúta að ábyrgð og skyldum sveitar- félaga varðandi vímuvamir, mögu- leikum þeirra á að spyma við fótum og nauðsyn á stuðningi þeirra við hverja þá viðleitni, sem höfð er í frammi til þess að ná megi sem bestum árangri. Mikilvægt er að bæjarfulltrúar í Hafnarfirði geri sér grein fyrir því hlutverki sínu og marki stefnu í þeim málum. • Bæjaryfirvöld hvetji alla bæjar- búa í orði til að leggja sitt af mörk- um í vímuvömum, hvort sem um er að ræða böm eða fullorðið fólk. Þau 1 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.