Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Qupperneq 47

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Qupperneq 47
UMHVERFISMÁL massinn er undir þaki eða inni í lok- uðu rými. Greinarhöfundur metur það svo að múgaaðferðin sé sú að- ferð sem helst kemur til greina hér- lendis við jarðgerð í stórum stíl. Kostnaður við múgaaðferðina er mun lægri en við þær aðferðir sem eru á hærra tæknistigi. Mannvirki eru fá og einföld og sömuleiðis tækjabúnaður en starfsemin þarf töluvert landrými. A ráðstefnu sem greinarhöfundur sótti nýlega í borg- inni Harrogate í Englandi um þróun á aðferðum við meðferð lífrænna úrgangsefna var athyglinni mjög beint að hinum einfaldari aðferðum við jarðgerð, einmitt vegna hinnar fjárhagslegu skilvirkni þeirra. Á ráðstefnunni kom fram það mat að múgaaðferðin væri um fjórum sinn- um ódýrari miðað við hvert unnið tonn úrgangs en aðferðir þar sem lokuðum hátækniaðferðum væri beitt, t.d. sjálfvirkri loftun. Múgaaðferðin hefur þegar verið prófuð hérlendis án teljandi vand- kvæða. Frá því að jarðgerð garðaúr- gangs af höfuðborgarsvæðinu hófst árið 1994 hefur Sorpa notað múga- aðferð til að umbreyta grasi, trjá- greinum og hrossataði yfir í moltu sem fyrirtækið hefur síðan markaðssett á höfuðborgarsvæð- inu. Annan lífrænan úrgang, eins og t.d. eldhúsúrgang frá heimilum, má einnig vinna með þessari aðferð svo framar- lega að hann sé flokkaður strax á upphafsstað. Ávinningur sveitarfélaga af flokkun og nýtingu úrgangs I mörgum lands- hlutum er stefnt að því eða þegar komið það fyrirkomulag að hafa einungis einn sameiginlegan urð- unarstað fyrir mörg sveitarfélög, jafnvel heilu kjördæmin. Þessi tilhneiging endurspeglar fyrst og fremst tvennt í þróun síðustu áratuga. I fyrsta lagi aukna umhverfisvitund almennings Meö fækkun uröunarstaöa munu flutningar á sorpi aukast og ríkari ástæöa veröur fyrir sveitarfélög aö endurvinna þaö sem hægt er heima viö og spara þannig flutninga og uröunargjöld. Ljósmynd: Unnar Stefánsson. Starfsumhverfi viö sorphiröu er mikilvægur þáttur viö end- urskipulagningu sorpmála. Ljósmynd: Unnar Stefánsson. sem ekki vill hafa sorp í nágrenni sínu (svokölluð NIMBY viðbrögð, „Not In My BackYard"). í öðru lagi endurspeglar þessi tilhneiging strangari kröfur yfirvalda um frá- gang og rekstur urðunarstaða sem gera þessi mannvirki margfalt dýrari en áður var. Reikna verður með að stofnun nýs urðunarstaðar komi til með að vekja upp ágreining og hugsanlega málarekstur við ná- grannalandeigendur og hagsmuna- aðila. Málatilbúnaður sveitarfélag- anna eða samtaka þeirra varðandi einn urðunarstað er augljóslega ein- faldari en ef um marga slíka væri að ræða. Hagkvæmni þess að setja upp einn „pottþéttan" urðunarstað í stað margra er einnig nokkuð ljós. Á Vesturlandi og Suðurlandi og að hluta á Austurlandi sést þessi þróun vel. Við þessa tilhögun verða flutningar á sorpi fyrirsjáanlega stór liður í heildarkostnaði sveitarfélaga við sorphirðu, mun stærri liður en áður. Urðunargjöld verða ef að lík- um lætur einnig umtalsverður 1 09
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.