Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 62

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 62
HEILBRIGÐISMÁL sýni gott fordæmi, eftirbreytni eða taki á annan hátt þátt í að hafa já- kvæð áhrif á hafnfirskt samfélag í þeim málum. Skilaboðum þess efnis verði komið á framfæri með aug- ljósum hætti. • Hafnartjarðarbær leggi áherslu á og styðji hvem þann þátt og hverja þá starfsemi er verða má til að draga úr líkum á að böm noti vímuefni. Þá verði lögð áhersla á að koma megi þeim börnum, sem háð eru eða komin eru í vanda vegna neyslu vímuefna, til aðstoðar svo fljótt sem nokkur kostur er. Styrkt verði úr- ræði þar að lútandi og komið á tengslum við stofnanir er greitt geti fyrir að svo geti orðið. • íþróttaráð og ÍBH miðli skipu- lega skilaboðum til bama og ungl- inga í íþróttum og vinni að tilstuðl- an íþróttafélaganna að viðhorfsmót- un þeirra gegn notkun vímuefna og stefni í samvinnu við vímuvarna- nefnd bæjarins að fundum unt þau mál með forsvarsmönnum, liðsstjór- um og þjálfurum einstakra flokka. Bæjaryfirvöld taki þátt í kostnaði vegna þeirra funda. Iþróttaráð og ÍBH fylgi og eftir banni við reyk- ingum í íþróttamannvirkjum Hafn- arfjarðar. Bæjaryftrvöld í samvinnu við ÍBH skoði hvort og hvernig megi veita einstökum einstaklingum eða hópum innan íþróttafélaganna eða einstökum einingum innan íþróttafélaganna, sem með greini- legum hætti hafa sýnt gott fordæmi og vilja til að hafna vímuefna- neyslu, sérstaka viðurkenningu eða greiðslur til ákveðinna verkefna á þeirra vegum umfram það er þeir hafa áunnið sér á annan hátt. • Starfsfólk Vitans og félagsmála- stofnunar í samvinnu við skóla- nefnd haldi áfram kynningarfundum með foreldrum í skólum bæjarins og reyni að virkja þá til samstarfs. • Afengisvarnanefnd komi á framfæri hugmynd um að skoðað verði hvort ekki verði hægt að kanna tengsl framleiðenda og inn- flytjenda vímuefna við afleiðingar neyslunnar hér á landi, þ.e. þann kostnað sem hún hefur í för með sér fyrir þjóðfélagið, og lögbundna hlutdeild þeirra sömu í þeim til- kostnaði. • Áfengisvamanefnd beiti sér fyr- ir úrbótum varðandi eftirlit með vín- veitingastöðum og aðgengi bama og ungmenna að áfengi. • Áfengisvamanefnd í samvinnu við skólanefnd, vímuvamanefnd og jafnvel aðra skoði og leggi fram til- lögu að verkefni fyrir elstu nemend- ur grunnskólanna er taki mið af því að fá þá til liðs við að framfylgja sameiginlegum markmiðum að vímuefnalausum gmnnskóla og að í því verkefni verði innbyggt umbun- ar- og viðurkenningarkerfi fyrir til- skilinn árangur. Umbunin gæti t.d. verið fólgin í beinum greiðslum í ferðasjóð eða til annars, sem nem- endumir sjáltir gerðu tillögu um. • Reynt verði að efla starf Vitans og félagsmiðstöðva. Starfsemi Götuvitans verði styrkt og stefnt verði að opnun nýrrar félagsmið- Sambandið á aðild að norrænum sveitarstjórnarráðstefnum sem sveitarfélagasamböndin á Norður- löndum standa að sameiginlega annað hvert ár. Þar eru rædd þau málefni sem hæst ber hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnarmála á Norðurlöndum. Næsta ráðstefna, hin sjöunda í röðinni, verður haldin í Álasundi í Noregi dagana 23.-25. ágúst nk. Efni hennar er helgað gæðastjómun, m.a. árangri í skólastarfi. Er það í kjölfar þeirrar umræðu sem orðið hefur hvarvetna á Norðurlöndum um stöðu grunnskólanáms þar í samanburði við aðrar þjóðir. M.a. verður fjallað um möguleika sveit- arstjómarmanna til að móta skóla- stefnu, um samstarf foreldra og skóla og kynntar verða nýlegar til- raunir í skólastarfi á Norðurlöndum stöðvar í Setbergshverfi. Þá verði aðstaða fyrir unga hljómlistarmenn endurmetin í samræmi við fyrir- liggjandi tillögur og unnið að undir- búningi og rekstri aðstöðu fyrir ungt fólk með sérhæfð áhugamál. • Æskulýðs- og tómstundaráð haldi áfram að fylgjast með og vekja athygli á ef brotnar eru reglur um bann við sölu tóbaks til bama og ungmenna. Þá taki ráðið í samvinnu við félagsmálastofnun einnig upp önnur sambærileg viðfangsefni er stuðlað geti að því að hlutaðeigandi aðilar haldi reglur er vernda eiga böm og ungmenni fyrir áhrifum og neyslu vímuefna. • Bæjarstjórn gefi að öllu jöfnu ekki leyfi fyrir áfengisveitingum í íþróttamannvirkjum, sem hún hefur umráð yfir. Áfengisauglýsingar í íþróttahúsum Hafnarfjarðar verði óheimilar. Bæjarráð samþykkti frarnan- greindar tillögur og gerði að sínum. og utan þeirra. Dr. Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri flytur á ráðstefnunni framsöguerindi um mat og markmið í skólastarfi og kynnir reynslu sem fengist hefur í Bandaríkjunum í þeim efnum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tekur þátt í pallborðsumræðum urn árangur í skólastarfi og Arthur W. Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, stjómar umræðuhópi um framtíðar- skólann. Á ráðstefnunni verður einnig rætt um gæðastjómun í heilbrigðisþjón- ustu og helgast það af því að lands- hlutasamtök hafa fengið aðild að ráðstefnuhaldinu. Ráðstefnan fer m.a. fram í umræðuhópum. Nánari upplýsingar um ráðstefn- una fást á skrifstofu sambandsins. ERLEND SAMSKIPTI Norræna sveitarstjórnarráðstefnan 23.-25. ágúst 1 24

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.