Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 27
BYGGÐAMÁL 2. mynd. Starfandi fólk eftir starfsstétt og búsetu áriö 1996.* * Hagstofa lslands, 1997: Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í apríl 1997. menntaðs starfsfólks, 69,6% skrif- stofustarfsfólks og 76% þjónustu- og verslunarstarfsfólks. Hins vegar bjuggu aðeins 14,5% bænda og sjó- manna í Reykjavík og nágrenni, tæplega helmingur iðnaðarmanna og um helmingur vélgæslumanna og ósérhæfðra starfsmanna. Af þessu má ráða að atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins er víða ein- hæft og þar er hlutfall sérfræðinga, sérmenntaðs starfsfólks og annarra þekkingarstétta mjög lágt í saman- burði við Reykjavík og nágrenni. Framtíöarþróun atvinnu- greina Hér á landi sem erlendis hefur at- vinnulífið tekið ýmsum breytingum á liðnum áratugum þannig að störf- um sem krefjast langrar skólagöngu og þjálfunar hefur fjölgað örar en almennum störfum. Það sést glögg- lega á 1. töflu sem sýnir fjölgun starfa eftir starfsstéttum í nokkrum iðnrikjum á níunda áratugnum. Þró- unin er ólík frá einu landi til annars. Meginþróunin er sú að störfum í landbúnaði hefur fækkað, störfum fyrir verka- og iðnaðarmenn hefur fækkað eða aukist lítillega en mest hefur aukningin verið meðal vel menntaðs fólks, svo sem sérfræð- inga og tæknimanna og stjómenda og framkvæmdastjóra. Einnig hefur störfum í verslun og þjónustu fjölg- að mikið. Hafa ber í huga að víða hefur heildaraukning starfa verið fremur lítil á fyrrgreindu tímabili vegna efnahagsörðugleika, yfirleitt á bilinu 0,8-1,2%. Bandaríkin skera sig þar úr með 2,3% fjölgun starfa á níunda áratugnum. Athyglisvert er að vissar starfs- stéttir, svo sem sérfræðingar og tæknimenn, eru orðnar hlutfallslega mjög fjölmennar í löndum eins og Ástralíu, Bandaríkjunum, Belgíu, Danmörku og Þýskalandi. I öllum tilvikum er hlutdeild slíkra stétta um 17-24% af heildarmannafla og nokkur fjölgun varð á níunda ára- tugnum. Verslunarstarfsfólk er einnig víða mjög fjölmennt með um og yfir 15% hlutdeild. Verslunar- og þjónustustarfsfólk er að sama skapi með hátt hlutfall af heildar- mannafla, en mjög er mismunandi hversu stór hluti stjórnendur og framkvæmdastjórar eru af heildar- mannafla. Hæst er það í Ástralíu og Bandaríkjunum, eða um 12%. Sérfræðingar í vinnumarkaðs- og efnahagsmálum áætla að þekkingar- stéttum fjölgi enn á næstu árum þannig að hlutfallslega mesta fjölg- unin verði meðal sérfræðinga og tæknimenntaðs fólks og stjómenda (sjá 2. töflu). Á sama hátt er spáð óhagstæðri þróun fyrir bændur og almennt verkafólk með litla mennt- un að baki. Þar gætir hins vegar mismunandi áætlana eftir löndum og almennt virðist sem reiknað sé með meiri fjölgun starfa fyrir al- mennt verkafólk þar sem mikið er um straum innflytjenda og hefð er fyrir láglaunastörfum í þjónustu og miklum launamun, svo sem í Bandaríkjunum og Ástralíu. Sér- stakar aðstæður í hverju landi hafa einnig í för með sér sértæka þróun einstakra starfsstétta. Þá er athyglis- vert að sjá hversu örri fjölgun starfa er spáð í Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada, einkum og sér í lagi þegar þróun mála á níunda áratugn- um er höfð í huga. Framtíöarhorfur á ísiandi Hvaða þýðingu hafa slíkar spár fyrir íslenskar aðstæður? Reynslan kennir okkur að íslenskt efnahagslíf fylgir sama þróunarmynstri og þró- uð iðnríki þrátt fyrir ýmis sérkenni, svo sem mikilvægi sjávarútvegs, lít- inn heimamarkað, litla sérhæfingu o.fl. Þar er átt við umskipti úr land- búnaðarsamfélagi í iðnaðarsamfélag og loks þróun til upplýsinga- eða þjónustusamfélags. Ein ástæða þess er að Islendingar flytja inn tækninýjungar og skipulagstækni frá öðrum þjóðum. Þróunin hér á landi gerist hins vegar áratug eða tugum síðar en meðal fjölmennari þjóða. Einnig virðist sem ísland feti í svipaða slóð og Evrópuþjóðir og Japan í atvinnulegu tilliti, en fylgi síður þróunarmynstri Bandaríkjanna og Kanada. Ef rétt reynist má ætla að á næstu árum muni eiga sér stað hliðstæð þróun á vinnumarkaði og meðal Evrópuþjóða og í Japan á ní- unda áratugnum. Því megi búast við hægfara heildarfjölgun starfa, fækk- un í frumvinnslugreinum og að 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.